Eins og áður mun hin heimsþekkta og óskeikula völva, Vala Kazcinski, spá fyrir um komandi ár 2004. Vala hefur nú þegar, þrátt fyrir, stuttan starfsaldur skipað sér á sess með ekki ómerkari spámönnum en Nostradamusi, Múhameð og Svani Kristjánssyni – og hún er ekki síður umdeild. Vala er óskeikul völva og ofurnæmur spámiðill – og óvenjulega spádjörf í ár.
Verslunareigendur vilja ganga svo langt að setja örflögur í vörurnar svo hægt sé að fylgjast með notkun og afdrifum þeirra, eftir að heim er komið. Með þessu væri hægt að afla vitneskju um neytendur varanna sem slær öllum markaðsrannsóknum við.
Fátt er betra í skammdeginu en að lesa góða bók. Jólin eru sérstaklega góður tími til þess arna, enda er bókin algeng jólagjöf og nokkur tími gefst yfir hátíðarnar við þessa iðju.
Flest ung pör kannast við þann höfuðverk sem fylgir skipulagningu á hátíðadagskránni yfir jólin. Aðfangadagur hér, jóladagur þar og svo framvegis. En þær ákvarðanir sem pör þurfa að taka eru þó léttvægar miðað við vandræðin sem fráskildir foreldrar þurfa að eiga við. Og þar hallar því miður allt of oft á föðurinn.
Það er ekki sérlega bjart útlitið yfir Evrópusambandinu í augnablikinu. Nú í lok ársins virðist sem öll hin jákvæða þróun, sem átt hefur sér stað með stækkun bandalagsins í austur, sé teflt í tvísýnu vegna þess hversu erfiðlega það gengur að komast að niðurstöðu um leikreglur innan sambandsins – og einnig hvernig skilgreina þann grundvöll sem það er reist á.
Miðað við þróun síðustu ára er sennilega kominn tími til að setja plön um frekari samruna Evrópu á hilluna um sinn.
Á jólunum minnumst við fæðingar lítils barns. Flestir þekkja söguna af fæðingu þessa barns. Færri þekkja spádóminn um fæðingu þessa barns. Spádóm þennan er að finna í spádómsbók Jesaja. Á jólunum fögnum við því einnig að uppfyllt var loforð það sem þar kemur fram og gefið hafði verið okkur til handa.
Hvernig les upplýst fólk á 21. öldinni Biblíuna? Er Biblían höfundarverk Guðs eða safn hugleiðinga og frásagna fólks sem leitaði sannleikans og leitaði Guðs í lífi sínu og í mannkynssögunni?
Um þetta fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson í jólahugvekju sinni á Deiglunni. Deiglan óskar lesendum sínum gleðilegra og friðsælla jóla.
Á sjálfri Þorláksmessu nær jólaösin hámarki. Fólk þýtur um allan bæ: þarf að borða fisk sem búið er að pissa á, þarf að klára að kaupa í matinn, klára að kaupa gjafirnar, skreyta jólatréð og svo njóta hinnar ósviknu jólastemningar í miðborg Reykjavíkur um kvöldið.
Frá því svokölluð „Stasi skýrsla“ var kynnt og lögð fyrir forseta Frakklands, Jacques Chirac þann 11. desember síðastliðinn biðu Frakkar með eftirvæntingu eftir viðbrögðum forsetans. Í skýrslunni er lagt til að trúarmerki, sem eru augljós og vekja athygli, verði bönnuð í opinberum skólum. Jacques Chirac ávarpaði þjóðina á miðvikudaginn um efni skýrslunnar og kynnti stefnu sína um aðskilnað ríkis og kirkju.
Á Íslandi í dag búa margir hópar fólks, þjóðflokkar ef svo mætti kalla. Við höfum t.a.m. ríkt fólk og fátækt fólk, innfædda og fólk af erlendum uppruna, konur og karla, börn og fullorðna og svo fjölskyldufólk og piparsveina. Piparsveinar eru nefnilega sér þjóðflokkur.
Afrakstur leitar að tónlistarheimildum í gömlum íslenskum handritum þykja sýna svo ekki verði um villst að á Íslandi hafi verið sungið frá fjöru til fjalla á öldum áður. Hver er hinn íslenski hljómur, og hvað segir hann um söngóða þjóð?
Davíð Oddsson heldur því fram í Vísbendingu að sektun olíufélaganna fyrir samráð komi bara niður á neytendum því olíufélögin hækki bara verðið hjá sér. Getur þetta verið rétt?
Verkalýðshreyfingin hefur ákveðið að hefna sín á atvinnurekendum fyrir lífeyrisfrumvarp sem alþingismenn samþykktu. Útspilið er hrokafullt, þjóðfélaginu dýrt og samræmist líklegast ekki þeim væntingum sem launafólk hefur til næstu kjarabóta. En hvað um það, verkalýðshreyfingin verður víst líka að fá að sprella svolítið.
Ýmsar gátur hafa í gegnum tíðina veriðsamdar sem fjallað hafa um báta sem ferja eiga fólk, skepnur eða hluti yfir ár eða önnur vötn. Í vísindapistli dagsins er fjallað um nokkrar þeirra.
Aldrei hefur jafn margt ungt fólk tekið sæti á Alþingi og síðastliðið vor. Vonir voru og eru bundnar við að þessu unga fólki fylgi áherslubreytingar. Hins vegar gefur stutt ágrip af þingstörfum þessara ungu þingmanna nú á haustþinginu ekki tilefni til að ætla að þeir ætli að láta mikið til sín taka.
„Sjálftaka launa“ er mikið tískuorð á Íslandi í dag. Alþingismenn liggja nú undir ámæli fyrir sjálftöku launa og fyrr í haust voru yfirmenn Kaupþings gagnrýndir fyrir svipaða háttsemi. Til að koma í veg fyrir að æðstu menn fyrirtækja semji við sjálfa sig er nauðsynlegt að reglur um yfirstjórn fyrirtækja séu skýrar og í eðlilegri endurskoðun.
Undanfarið hefur verið mikið rætt um ritmiðla, en minna hefur verið rætt um miðla á netinu. Fyrir stuttu síðan voru allir á leiðinni á netið, þar sem allir ætluðu að verða ríkir. Nú er mikið rætt um endalok ókeypis vefmiðla.
Það má með sanni segja að síðasta vika hafi verið viðburðarrík. Engin gúrkutíð hjá fréttamönnum þessa stundina. Eftirlaunafrumvarpið fræga, handtaka Saddam Hussein og síðast en ekki síst andlát Keiko.
Þann 20. mars á þessu ári, eða fyrir tæpum níu mánuðum, réðust Bandaríkjamenn og Bretar inn í Írak með það að markmiði að koma Saddam Hussein frá völdum. Þetta markmið náðist í gærkvöldi þegar einræðisherrann fyrrverandi var dreginn upp úr 2ja metra djúpri holu skammt fyrir utan heimabæ sinn, Tikrit, lifandi og mótstöðulaust.
Það er tvennt sem hægt er að ganga að vísu í jólaösinni ár hvert. Í fyrsta lagi er það sú staðhæfing að jólaverslunin fari „óvenjusnemma af stað þetta árið“ og í öðru lagi er það áminningin um hvert „hið sanna inntak jólanna“ sé. Í ár hefur orðið áminingin að mestu farið fram með fulltingi leikskólabarna en undirritaður hefur þegar rekist á tvær dagblaðagreinar þar sem þessir yngstu borgarar sýna flekklausa þekkingu á þessum tiltekna atburði kristinnar trúar.