Sumir ákafir markaðshyggjumenn telja hræðslu við hringamyndun „vinstrivillu“, jafnvel óþarfa áhyggjur, markaðurinn leiðrétti sig sjálfur – eins og hann gerir í mörgum tilfellum. Þetta er þó ekki alltaf rétt.
Kristinn H. Gunnarsson verður seint talinn bjartasta peran á seríunni, og ekkert nýtt af nálinni að hann fái gjörsamlega geggjaðar hugmyndir. Þó hyggur greinarhöfundur, að nýjasta hugarsmíð hans um háskóla á Vestfjörðum, slái út öll hans fyrri meistaraverk. Lesendur sjá strax að hér er djúpt í árinni tekið.
Nýlega barst háskólanemum tölvupóstur um aðhaldsaðgerðir vegna fjárskorts. Aðgerðirnar koma fyrst og fremst niður á sveigjanleika á skráningu nemenda. Meðal annars á að afnema allar undanþágur frá hefðbundnum skráningarreglum. Þetta mun m.a. koma niður á fólki sem útskrifast um úr menntaskólum um áramót sem og fólki sem vill skipta um námsleið á miðju ári. En sparast eitthvað með þessum tillögum?
Umræða um eignarhald á fjölmiðlum hefur verið mikil undanfarna mánuði. Snýst umræðan annars vegar um hvort koma eigi almennt í veg fyrir að sömu aðilar ráði of mörgum fjölmiðlum en hins vegar hefur hún snúist um hvort tilteknir aðilar,og þá sérstaklega Jón Ásgeir Jóhannesson, megi eiga fjölmiðla og þá hversu marga.
Björgólfsfeðgar virðast hafa þann hæfileika að búa til meiri verðmæti en aðrir. Þegar þeir yfirtóku Hf. Eimskipafélagið í samvinnu við Landsbanka Íslands og boluðu Kolkrabbanum í burtu þá töldu margir að það hafi verið dýru verði keypt.
“Krabbameinsvaldandi eldislax!” gæti alveg eins hafa verið yfirskrift frétta liðinna daga af niðurstöðum rannsóknar nokkurrar á eldislaxi. Maður fær það stundum á tilfinninguna að litið sé á upplýsingar sem búa að baki tölugildum, viðmiðum og samhengi sem óþarfa málalengingu.
Af einhverri ástæðu hefur ákveðinn “þjóðfélagshópur”, á að giska fjórðungur til fimmtungur mannkyns, óstjórnalegan áhuga á öllu sem við kemur tækni og vísindum. Þessir “tæknigúrúrar” eru í ölum þjóðfélagsstéttum og flest heimili innihalda a.m.k. einn slíkan. Þetta eru mennirnir eða konurnar sem sjá um að stilla myndbandstækið, læra á fjarstýringarnar, koma upp nettengingu á heimilið o.s.frv.
Jón Ólafsson hefur höfðað mál vegna þess að upplýsingar um stöðu rannsóknar á skattamálum hans hafa borist fjölmiðlum áður en hann hefur sjálfur fengið þær. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi þessa máls. Það virðist nefnilega vera sem fjölda íslenskra ríkisstarfsmanna finnist það sjálfsagt mál að leka trúnaðarupplýsingum um viðfangsefni sín í fjölmiðla.
Er það tvískinnungur að halda því fram að almenningur eigi rétt á upplýsingum um eignarhald fjölmiðlanna, en neita að veita upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokkanna? Er hægt að bera saman eignarhald á fjölmiðlum og fjárstyrki til flokkanna? Krafan um gagnsæi er grunnforsenda nútíma samfélags.
Keppni Bandaríkja- og Evrópumanna um að lenda könnunarfari á Mars hefur vakið mikla athygli og von um að tíðni rannsóknaferða í geiminn eigi eftir að aukast. Fullyrðingar Bush um að koma Bandaríkjamanni til Mars og að byggja vistarverur á Tunglinu grafa varla undan þeim væntingum og ljóst að samkeppni Bandaríkjanna, Kína og Evrópu ætti að geta leitt til metnaðarfullra ferða út í geiminn.
Þessa dagana logar allt í illdeilum vegna yfirtökutilboðs Kaupþings á Spron. En í öllu rifrildinu um hversu mikið stofnfjáreigendur fá í sinn hlut hefur ekki gefist mikill tími til að velta vöngum yfir líknar- og menningarsjóðnum sem yrði til við gerninginn. Þetta er „féð sem enginn á“, „fé án hirðis“, sjóðurinn sem stofnjáreigendur virðast hafa meiri áhyggjur af en nokkur annar.
Það var greinilegt öllum þeim sem leið áttu um vissa Bónus verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær að nýársheit margra landsmanna er að borða hollan mat.
Um síðustu helgi komst í heimsfréttirnar það uppátæki bandarísku söngkonunnar Britneyjar Spears að hafa gifst í skyndi æskuvini sínum Jasoni Alexander og látið ógilda hjúskapinn aðeins tveimur dögum síðar. Þar sem höfundur þessa pistils er mikill áhugamaður um glens og gamansemi fýsti hann að vita hvort slíkt sprell sem þeirra skötuhjúa Britneyjar og Jasonar væri mögulegt hérlendis.
Hvert kynferðisbrotamálið kemur nú á fætur öðru, og hin hryllilegustu þeirra snúa að kynferðislegri misnotkun á íslenskum börnum. Síðustu vikur og mánuði hafa fjölmiðlar landsins verið undirlagðir af fréttum um barnaníðinga, nú síðast í gær. Það vekur upp reiði að heyra um enn eitt málið af þessu tagi.
Ísland mun hugsanlega vera þátttakandi í geimferðaáætlun Evrópu sem stýrt er af Geimferðastofnun Evrópu. Iðntæknistofnun Íslands kannar nú hvaða fjárhagslegan og tæknilegan ávinning íslenskt atvinnulíf og rannsóknaumhverfi hefur af samvinnu við stofnunina.
Ef heppnin er með okkur getur næsta ár verið ár mikillra breytinga í áfengismálum. Frumvarp um lækkun áfengiskaupaaldurs liggur óafgreitt frá seinasta þingi og annað um afnám einkaleyfis á smásölu á bjór og léttvín einnig. Til að málin deyi ekki í umfjöllun þingsins er nauðsynlegt að fólk veiti þeim athygli og tjái sig um þau svo þingmennirnir finni fyrir þrýstingi utan úr þjóðfélaginu.
Ef viðhalda hefði átt sérstöðu stofnfjárbréfa umfram hlutabréf hefði vel mátt ímynda sér að við breytingu sparisjóða í hlutafélög yrði til hlutafé í tveimur flokkum. Stofnfjárhafar fengju þá hlutabréf í A-flokki en menningarsjóðurinn í B-flokki. Munurinn á þessum flokkum væri sá að bréf í A-flokki ættu rétt á arðgreiðslum en bréf í B-flokki ekki.
Gamaldags sveitarómantík er ríkjandi sem lýsir sér í því að mörgum finnst að sparisjóðirnir eigi að vera ósnertanlegir þar sem þeir séu tæki almúgans til að viðhalda samkeppni á bankamarkaði. Þeir hinir sömu telja jafnframt að sparisjóðirnir séu nauðsynlegir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins.
Núverandi baráttuaðgerðir í baráttunni gegn vímuefnum hafa minnkað neyslu verulega. En þær hafa á hinn bóginn líklega aukið verulega glæpi og annan samfélagslegan kostnað sem neyslu fylgir. Það er áleitin spurning hvort baráttan sé þess virði.
Fyrir þá sem áhuga hafa á stjórnmálum var árið 2003 viðburðarríkt, bæði hér heima og erlendis. Kosningaár er ávallt sérstakt fyrir áhugamenn um stjórnmál en margt bendir til að árið 2004 verði jafnvel enn viðburðaríkara. Í eftirfarandi pistli verður sjónum beint að árinu 2004 og reynt að spá um hvernig umhorfs verður á hinu pólitíska sviði hér heima á árinu.