Vala Veinólínó viðskiptaráðherra lagði á þriðjudag fram frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki í þeim tilgangi að hindra söluna á SPRON til KB banka. Óhætt er að segja að með þessu frumvarpi séu stigin mörg skref til baka á fjármálamarkaði. Ríkisvæðing sparisjóðanna er hafin.
Að veita skynjunum sínum athygli er snar þáttur í því að vera til. Bragðskyn mannsins er ófullkomið og frumstætt en eykur ánægju okkar og gerir lífið skemmtilegra.
Það er eitt sem miðlar þola illa og það er gagnrýni á sjálfa sig. Í Fréttablaðinu um helgina birtist frétt um að RÚV hafi neitað að birta auglýsingu frá SkjáEinum sem höfðaði til þeirra sem nauðugir greiða afnotagjöld en RÚV kallar „viðskiptavini sína“ á tyllidögum. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem „hornsteinn lýðræðislegrar umræðu í landinu“ neitar að birta auglýsingu sem gagnrýnir tilvist og rekstrarform sjálfs sín.
Ég ætla að biðja lesendur um að leggja frá sér skriffæri, taka sér góða stöðu og koma með pistlahöfundi í stutt ferðalag um ankanaleg hugarfylgsni: Ímyndið ykkur í skamma stund að þið séuð stödd í heiladinglinum á Júlíusi Hafstein, skipuleggjanda Heimastjórnarafmælisins…
Þeir einstaklingar sem eru svo lánssamir að hafa fæðst á Íslandi mega ekki halda að í því láni felist forréttindi. Og enn síður mega þeir leyfa sér að hindra aðra einstaklinga, sem ekki hafa verið jafn lánssamir með sinn fæðingarstað, í að sækjast eftir betri lífskjörum af eiginn rammleik og dugnaði.
Allt frá endalokum síðari heimstyrjaldar hefur ákveðin eining verið ríkjandi innan alþjóðakerfisins; draga skuli úr tollum og öðrum viðskiptahömlum, forðast verði eftir fremsta megni viðskiptastríð milli ríkja, og að vænlegasta leiðin til að ná þessum markmiðum sé í gegnum fjölþjóða fríverslunarsamninga. En eftir hina misheppnuðu samningalotu í Cancun, s.l. haust, er hins vegar óvíst hvert framhaldið verður.
Plánetan Mars hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og ekki að furða því vangaveltur eru uppi um það hvort þar hafi eitt sinn þrifist líf. Þetta hófst allt saman með því að loftsteinn, sem talinn er vera frá mars, fannst á jörðinni er innihélt steingervðar leifar af einhvers konar gerli (e. bacteria). Hafi gerillinn í raun komið frá Mars kollvarpar það sjálfsögðu öllum okkar hugmyndum um alheiminn – og Mars.
Hundrað ár eru í dag frá því Íslendingar fengu stjórn eigin mála í hendur. Leiðtogi þjóðarinnar þá var maður sem ekki óttaðist breytingar heldur taldi að í umróti og stormi gæfist fólki og þjóðum tækifæri til að styrkjast og eflast. Sá boðskapur eldist vel.
Pistlahöfundur verður seint talinn ábyrgur faðir. Ein meginástæða þess er fólgin í þeirri staðreynd að hann á ekkert barn. Þrátt fyrir það hefir hann ítrekað sent skólastjóra Fósturskóla Íslands beiðni þess efnis að fá að halda framsögu á ársfundi skólans um nýjar og árangursríkar aðferðir í barnauppeldi.
Innherjaviðskipti – Falsanir – Fjárdráttur – Hringamyndun – Skattsvik. Þetta eru fyrirsagnir sem blasa við okkur í fjölmiðlum á hverjum degi. Fjárdráttur í Landssímanum og lífeyrissjóðum, innherjaviðskipti í bönkunum, rífleg laun forstjóra KB-banka, hringamyndun Baugs og Norðurljósa og meint skattsvik Jóns Ólafssonar eru meðal mála sem hafa skokið íslenskt viðskiptalíf undanfarið ár. Í erlendum fréttum eru vandamálin af enn stærri toga, fyrst Enron í Bandaríkjunum, Skandia í Svíþjóð og nú Parmalat á Ítalíu svo einhver dæmi séu tekin.
Í nýlegum dómi Hæstaréttar í svokölluðu gagnagrunnsmáli reyndi í fyrsta sinn verulega á túlkun réttarins á hinu nýja friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar. Dómurinn bendir til þess að ákvæðið muni hafa mjög sterka stöðu í íslenskum rétti.
Fyrir nokkru síðan áttaði ég mig á því að ég væri ekki eilífur, svo undarlegt sem það kann að hljóma. Skiljanlega olli þessi staðreynd mér töluverðu hugarangri og þá greip ég til þess ráðs að skrifa niður á blað lista yfir þau 25 atriði sem ég ætlaði að hafa að leiðarljósi og framkvæma á lífsleiðinni. Eitt af þessum 25 atriðum mun mér sennilega reynast erfitt að uppfylla og það er: 17. Fara út í geim.
Með aukinni notkun veraldarvefsins hér á landi fóru ýmis konar spjallþræðir að ryðja sér rúms. Spjallþræðirnir eru almennt skemmtilegt og áhugavert tjáningarform sem gefa öllum kost á að birta sínar hugsanir og skiptast á skoðunum við aðra. Því miður þá hafa spjallþræðir fengið á sig sífellt neikvæðari stimpil.
Nýjust sparnaðar ráðstafnir Landspítalans gera ráð fyrir að loka hjartabráðamóttöku við Hringbraut um helgar. Það er því ekki sama á hvaða degi vikunnar hjartasjúkdómur dynur yfir.
Síðasta sumar hófst starfssemi verkefnisins Kvennaslóðir. Verkefnið snýst um að starfrækja gagnabanka á netinu með upplýsingum um konur með sérþekkingu og reynslu á einhverju sviði. Hugmyndin er sú að búa til áhrifaríka leið fyrir fjölmiðla og fyrirtæki til að finna hæfar konur til álitsgjafa og trúnaðarstarfa.
Í árdaga Íslandsbyggðar fóru menn til Alþingis til að láta dæmast af kviðdómi jafningja sinna. Hvor málsaðili fékk tækifæri til að ryðja kviðinn og þeir sem eftir sátu fengu það hlutverk að skera úr um þrætuefnið. Þessi siður lagðist af og í dag þykir almenningur ekki hæfur til að leggja mat á rétt og rangt í dómskerfinu.
Þau eru ekki mörg fríríkin sem hafa hlotið náð fyrir augum stjórnvalda. Í Kaupmannahöfn hefur Kristjanía yfir sér ákveðinn dýrðarljóma enda vinsæll ferðamannastaður. Ef til vill er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við íbúum svæðisins, með því að skoða svipað svæði annars staðar í borginni.
Sú óvissa sem ríkir um eignarrétt yfir aflaheimildum í sjávarútvegi er alvarlegur dragbítur á hagræðingu í greininni. Flestir þeir sem berjast fyrir breytingum á kerfinu virðast hins vegar engann áhuga hafa á aukinni hagkvæmni. Það er umhugsunarefni fyrir þá sem berjast fyrir fyrningu aflaheimilda.
Geimáætlun Bush felur í sér endurkomu mannsins á tunglið og vonandi mannaðar ferðir til Mars. Flestir geta fundið eitthvað til að setja út á í áætluninni. Sárafáir virðast hins vegar fagna áætluninni sem skrefi í átt til búsetu á öðrum hnöttum.
Enginn veit enn hvort forsetakosningar verða á þessu ári eða ekki. Enginn veit heldur hvort sitjandi forseti hyggst bjóða sig fram að nýju eða ekki. Það verður að teljast afar undarleg staða að þegar um fimm mánuðir eru þar til forsetakosningar eru á dagskrá er óvíst hvort sitjandi forseti verður í kjöri.