Nýlega kynnti SPRON nýtt greiðslukort sem ber hið frumlega nafn e-kort. Kortaumsóknin er fjölmargar síður og þar verða umsækjendur að gefa ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar um sig t.d. margvíslegar upplýsingar um fjárhag, fjölskyldu, menntun, atvinnu, viðskipta- og vanskilasögu. En þessi hnýsni er bara toppurinn á ísjakanum. Til að bæta gráu ofan á svart þá kemur fram í umsókninni að viðkomandi samþykki að öll notkun hans á kortinu sé skráð og notuð ásamt hinum upplýsingunum til að búa til svokallað persónusnið um hann.
Sagt hefur verið að tvennt verði aldrei hægt að sanna eða afsanna. Í fyrsta lagi að Guð sé til, og í öðru lagi að heimurinn sé til. Þótt nútímaheimspekingar þykist eftir aldalangar rannsóknir vera búnir að slá því nokkuð föstu að heimurinn sé í raun og veru til, er áhugavert að sjá hversu mikilli orku nútímamaðurinn eyðir í slíkar vangaveltur.
Þessa dagana er hart deilt um réttindi samkynhneigðra í Bandaríkjunum í kjölfar þess að Gavin Newsom borgarstjóri San Francisco ákvað að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni. Bæði George Bush forseti Bandaríkjanna og Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri í Kaliforníu hafa lýst yfir andstöðu sinni við stefnu borgarstjórans. Bush er að íhuga hvort breyta eigi stjórnarskránni og banna þar afdráttarlaust hjónabönd samkynhneigðra, en Schwarzenegger hefur lýst þeirri túlkun sinni að þau séu þegar bönnuð samkvæmt lögum Kaliforníuríkis.
Bresk stjórnvöld íhuga nú að leggja sérstakan „fituskatt” á óhollan mat til þess að bregðast við vaxandi offituvandamáli hjá þjóðinni. Hugmyndir hafa verið settar fram um að merkja matvörur á þann hátt að ekki fari á milli mála hvaða matur sé óhollur og hver ekki. Sérstaklega eru hér hafðar í huga neysluvörur á borð við hamborgara, kartöfluflögur og gosdrykki.
Fasteignasalar hafa meiri hag af því að selja sem flestar eignir en að fá sem hæst verð fyrir hverja og eina eign. Þeir eru því of fljótir að ráðleggja fólki að taka tilboði í eignir sínar.
Breytingar á stjórnarskrá Íslands hafa komið til tals að undanförnu. Hafa þær hugmyndir einkum snúist um hlutverk Forsetans og skemmtanafrelsi. Hins vegar hefur ekki komið til tals að undanförnu að bæta við tveimur ákvæðum sem hafa yfir sér alþjóðlegt yfirbragð og löngu er tímabært að bæta við. Fyrra ákvæðið er um beinar heimildir til framsals ríkisvalds við gerð þjóðréttarsamninga og hið síðara um skerðingu mannréttinda á hættutímum.
Svo margt vont hefur verið skrifað um McDonald’s á Netið gegnum tíðina að einn skitinn föstudagspistill sem hallast að hinni hlið málsins mun lítil áhfrif hafa á þau hlutföll. En hér kemur hann nú samt.
Árið 2003 var frábært fyrir hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinn og aldrei hefur orðið önnur eins eignamyndun í íslensku samfélagi. Þótt nokkuð sé liðið á nýtt ár ætlar pistlahöfundur að nefna til sögunnar bestu og athyglisverðustu hlutabréfakaupin sem áttu sér stað í Kauphöll Íslands á nýliðnu ári.
Athygli manna beinist nú í ríkari mæli að forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum næstkomandi haust. Reyndar eru forsetakosningar hér á landi í millitíðinni og þó svo að hvorki George Bush né John Kerry séu sérstaklega tilkomumiklir stjórnmálamenn, þá hafa þeir engu að síður vinninginn fram yfir Ólaf Ragnar Grímsson og Ástþór Magnússon.
Eitt magnaðasta verkefni nútímans á sviði vísindanna hófst árið 1990 þegar hafist var handa við kortlagningu erfðaefnis mannsins (e. Human Genome Project). Verkefnið hefur þegar stuðlað að margvíslegum framförum í læknisfræði og allt bendir til að áhrifin verði enn víðtækari í framtíðinni.
Í síðustu viku varð mikið fjaðrafok í kringum lýtaaðgerð sem stóð til að fylgjast með í sjónvarpsþættinum Ísland í bítið. Lýtalæknirinn sem hugðist framkvæma aðgerðina var kallaður til landlæknis sem setti honum stólinn fyrir dyrnar þar sem aðgerðin fæli í sér auglýsingu. Varð niðurstaðan sú að aðgerðin verður framkvæmd fjarri sjónvarpsmyndavélum.
Í síðustu viku kvörtuðu forsetaframbjóðendur í Rússlandi yfir rússnesku ríkisfjölmiðlunum eftir að þeir sjónvörpuðu hálftíma ávarpi Pútíns forseta á besta tíma er hann hóf baráttu sína fyrir endurkjöri. Fyrr sama dag hafði forsetinn neitað að taka þátt í umræðuþætti með öðrum forsetaframbjóðendum og það sem meira er að ekki var minnst einu orði á þann umræðuþátt í kvöldfréttatímum sama dag. Framganga rússnesku ríkisfjölmiðlanna er gagnrýnisverð og ekki er langt síðan að fréttaþulur á einni ríkisstöðinni lét þau orð falla í útsendingu að senn liði að „endurkjöri Pútíns“.
Nú er víst verið að pranga upp á Íslendinga útlensku grænmeti sem þykist vera íslenskt og í ofanálag er því haldið fram að sumt útlenskt grænmeti sé þvegið með íslensku vatni. En íslenska vatnið er auðvitað ekki nóg. Það þarf líka íslenska sápu. Meira að segja til þess að þvo alíslenska ráðherra – hvað þá útlenskt grænmeti.
Í nýlegri skýrslu Læknasamtakanna var endanlega staðfest að þjóðin samanstendur af hálfvitum. Reyndar 67%-vitum, til að halda tölfræðinni til haga. Í vikunni kom Guðni Ágústsson svo í Kastljósið og sagði að landbúnaðarráðuneytið hefði aldrei haft meira vægi en einmitt þessa dagana. Á hinni stöðinni mökuðu síðan þáttastjórnendur terpentínu á andlit barnastjörnumóður í nafni fegurðar. Pistlahöfundur spyr: „Er ekki allt í sóma í Oklahóma“?
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram í dag og á morgun. Kosið er á milli Vöku, Röskvu og H-listans. Umræðan um skólagjöld hefur verið mikil og öll framboðin hafna skólagjöldum við Háskóla Íslands.
Baráttuaðferðirnar eru þó ólíkar og af því má draga þá ályktun að kosningar snúist um starfsaðferðir.
Kosningaárið í Bandaríkjunum er aðeins lengra en við eigum að venjast hér heima. Um þessar mundir eru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af vangaveltum um hvert verði forsetaefni demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Fyrir nokkrum vikum síðan virtust flestir sammála um að maðurinn væri Howard Dean. Í dag er það hins vegar John Kerry sem leiðir kapphlaupið og virðist hann samkvæmt skoðanakönnunum vestra eiga ágæta möguleika gegn George Bush. Spurning er hins vegar hvort það sé vegna góðrar frammistöðu hans eða áður óþekktra óvinsælda George Bush. Óháð því hvernig demókratakjörið og síðar forsetakjörið fer þá læðist á þessu stigi sú spurning að fólki, hverjir eru þessir menn og fyrir hvað standa þeir fyrir utan hina klassísku skiptingu í demókrata og repúblikana?
Eitt af mínum uppáhaldslögum úr barnæsku heitir ,,Ég er furðuverk“. Ég hef hingað til ekki velt mér mikið upp úr boðskap lagsins heldur dáðst að kraftinum í flutningi Rutar Reginalds og laglínunni sem er grípandi og skemmtileg. Eftir að ég las viðtal við hana á blaðsíðu 46 í Fréttablaðinu á sunnudaginn var fór ég hins vegar af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér inntaki textans og hef komist að því að boðskapur hans gengur þvert á þann boðskap sem Rut Reginalds sendir þjóðinni með gjörbreytingu útlits síns á næstu mánuðum.
Fyrir helgi samþykkti Alþingi lög til höfuðs einum samningi – samningi um kaup KB-banka á SPRON að undangenginni breytingu sparisjóðsins í hlutafélag. Setning laganna orkar mjög tvímælis þegar hún er skoðuð í ljósi þeirra hugmynda sem menn almennt hafa um réttarríkið og meginviðmið þess.
Þeir sem telja sig bera hag fólks í fátækum löndum fyrir brjósti en eru á móti frjálsri verslun (eða fylgjandi því að settar verði alþjóðlegar reglur um réttindi launafólks) ættu að ferðast til þróunarlanda og ræða þessi mál við innfædda.
Í þættinu Ísland í býtið á Stöð 2 í morgun var athyglisvert viðtal við formann félags múslima á Íslandi. Meðal þess sem þar kom fram var að konur hyldu ekki andlit sitt vegna trúarinnar heldur vegna hefða í löndunum þar sem þær búa. Feðraveldið hefur nefnilega meiri áhrif en margan grunar þegar kemur að túlkun manna á Íslam.