Gagnrýni Morgunblaðsins á hömluleysi í málflutningi í opinberri umræðu er réttmætt. Mikilvægt er að fólk kunni fótum sínum forráð þegar það tjáir skoðanir sínar þótt vitaskuld verði hver að axla þá ábyrgð sem tjáningarfrelsinu fylgir.
Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru aðfaranótt mánudags eru mikið fagnaðarefni. Ekki aðeins vegna þess að ekki kom til verkfalla heldur einnig vegna þess að samningurinn siglir milli skers og báru hvað launahækkanir varðar.
Á Alþingi eru hafnar umræður um frumvarp þriggja sjálfstæðismanna um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í meginatriðum gengur frumvarpið út á að auka skilvirka samkeppni á fjölmiðlamarkaði með því að breyta stofnunnni í hlutafélag og að efna til opins útboðs um gerð og dreifingu dagskrárefnis.
Það er ekki fögur framtíð sem bíður okkar jarðarbúa ef spár bandaríska varnarmálaráðuneytisins ganga eftir. Í leyniskýrslu Pentagon-manna, sem komst í fréttirnar fyrir nokkru, er talið að mannkyni stafi mesta ógnin af loftlagsbreytingum og öðrum umhverfisvandamálum í nánustu framtíð.
Hvað þarf til, svo að lönd verði að lýðræðisríkjum? Og það sem meira er, hvernig verða lönd að frjálslyndum lýðræðisríkjum? Þessu verður auðvitað ekkert svarað endanlega í einum pistli – en nokkrar orð skemma hins vegar ekki fyrir.
Flestir vilja búa í miðbænum eða Vesturbænum og er það eftirsóttast meðal ungs fólks. Skref hafa verið stigin til að fjölga íbúðum á þessum svæðum og búseta ungs fólks í miðbænum er veigamikill þáttur í uppbyggingu svæðisins. Á dagskrá er einnig að kljúfa í sundur miðbæinn frá Vatnsmýrinni og Háskólasvæðinu.
Hvað eiga Kristinn H. Gunnarsson, gormæltir, fitubollur, reykingamenn, fasistar, tóbaksvarnarráð, breska stjórnin, kontrapunktur, hræsnarar og þeldökkar samkynhneigðar grænmetisætur sammerkt? Jú, þau eru öll gestir helgarnestisins.
Í fjórum pistlum hér á Deiglunni í þessari viku hefur Andri Óttarsson farið á ítarlegan og greinargóðan hátt í gegnum málflutning þeirra sem telja að það sé sérstakt vandamál í samfélaginu að fólk úr öðrum menningarheimum kjósi að setjast hér að.
Í pistli mínum á mánudag kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist upp á þremur lykiþáttum eða klisjum. Í dag er ætlunin að fjalla um síðustu klisjuna um heimfærslu neikvæðra frétta og tölfræði um útlendinga upp á Ísland.
Á hluthafafundi í Walt Disney fyrirtækinu í gær var einum þekktasta forstjóra Bandaríkjanna velt úr stóli stjórnarformanns. Ekki veitir af að arftaki hans hefur reynslu af að leiða saman stríðandi fylkingar.
Í pistli mínum á mánudaginn kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist á þremur lykiþáttum eða klisjum. Í dag er ætlunin að fjalla um aðra klisjuna sem gengur út á að ýkja og afskræma tölfræði um málaflokkinn.
Í þessum pistli skoðum við þrjár aðferðir til þess að raða hlutum í röð. Aðferðirnar byggja á mismunandi hugmyndum sem gott er að þekkja. Afar ósennilegt er að lestur pistilsins hjálpi til við lausn vanda heilbrigðiskerfisins en það má hugsanlega hafa eitthvað gagn af honum næst þegar spilað er á spil.
Í pistli mínum í gær kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist á þremur lykilþáttum eða klisjum. Í þessum pistli er ætlunin að fjalla um fyrstu klisjuna sem gengur út á heimfærslu neikvæðra frétta um útlendinga upp á alla útlendinga eða einstaka kynþætti.
Hér á landi eru nú starfrækt a.m.k. þrjú meint rasistasamtök, Félag íslenskra þjóðernissinna, Félag framfarasinna og hin nýja Aríska upprisa. Þessi samtök berjast öll opinberlega gegn búsetu og dvöl fólks af erlendum uppruna hér á landi. En baráttan gegn nýbúunum einskorðast ekki við þessi félög. Stundum koma fram einstaklingar ótengdir þeim sem boða eða bergmála mikið afturhald í málum útlendinga með sama hræðsluáróðri og einkennir málflutning rasistaklúbbana.
Hvað sem öðru líður er það fyrirtakshugmynd að skála í dag: fyrir afmælisbarninu og fyrir því að loksins hyllir undir vorið, þó svo að ávallt geti brugðið til beggja vona þegar veðrið á í hlut. Verst að enn er ekki hægt rölta út í kjörbúð og kaupa sér einn kaldan til að skála með afmælisbarninu. Pistlahöfundur vonaðist til að geta gert það á fimmtán ára afmælinu en verður líklega að bíða a.m.k. fram að því sextánda.
Ralph Nader hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi. Það segir svolítið um bandarísk stjórnmál að fylgið sem Ralph Nader fékk fyrir 4 árum síðan er svipað fylginu sem Ástþór Magnússon fékk í forsetakosningunum 1996. Svo mikil eru áhrif þriðju framboða á bandarísk stjórnmál.
Ef miðað er við síðustu fimm ár virðist frelsi borgaranna vera á undanhaldi í heiminum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um framtíð Afganistan og Írak.
Að einu leyti er íslenska landsbyggðin aðdáunarverð. Víða erlendis yrði erfitt að troða óvinsælu mannvirki eða vandræðastofnun inn í smátt bæjarfélag. Menn stofna félög og hlekkja hönd við fót bara til að koma í veg fyrir að útvarpsmastur verði reist í bænum, meðferðarstofnun flutt þangað eða nýtt fangelsi byggt. Slíkir baráttumenn hafa verið kallaðir NIMBA-fighters, fyrir „Not in My Backyard,“ enda fáir þeirra sem leggjast gegn fyrirbærum sem slíkum en vilja, af misfordómafullum ástæðum, að þeir verði hafðir annars staðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hér á landi er þessu öfugt farið.
Þann 10. desember síðastliðinn lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til laga um erfðafjárskatt. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög frá árinu 1984 um sama efni. Í frumvarpinu kemur fram að helstu breytingar miði að því að lækka skatthlutföll og hækka skattfrelsismörk og draga þar með úr jaðarskattsáhrifum. Samkvæmt frumvarpinu verður vikið frá stighækkandi skatthlutföllum sem í eðli sínu er ógagnsætt og flókið fyrirbæri. Þá verður einstaklingum í staðfestri samvist tryggð sömu réttindi og hjón og sambýlisfólk af gagnstæðu kyni hafa samkvæmt núgildandi lögum.
Íslendingar munu á árinu velja sér forseta. Ástþór Magnússon er einn þeirra sem hyggjast skila inn framboði og hefur framboð hans hefur verið gagnrýnt fyrir að kalla á of mikinn kostnað m.v. líklegt fylgi. Pistlahöfundur telur alla slíka umræðu vera til þess fallna að grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem þjóðfélag okkar byggir á.