Vald og ábyrgð

Þeirrar tilhneigingar hefur gætt á Íslandi undanfarinn áratug að ákvörðunarvald hefur verið að færast frá þeim sem ábyrgð bera á ákvörðunum til þeirra sem hvergi þurfa að svara fyrir slíkar ákvarðanir. Það er kallað faglegt þegar svona háttar til, þegar fólk sem enginn hefur kosið, enginn þekkir, enginn getur kosið burt í næstu kosningum, enginn […]

Veðrabrigði í Hvíta-Rússlandi

Þegar þjóðir Austur-Evrópu brutust undan oki kommúnismans undir lok níunda áratugarins vonuðust flestir eftir því að frelsi og lýðræði yrði til langframa. Lagið góða Wind of change varð eins konar einkennissöngur þessara atburða. Því miður urðu ekki allar þjóðir Austur-Evrópu þeirrrar gæfu aðnjótandi að frelsi, lýðræði og mannnréttindi kæmu í stað ógnarstjórnar, ofsókna og kúgunar. […]

Grímulaus æska

Með þeim rökum sem nú hafa verið notuð til þess að skylda alla sem hyggjast fara yfir íslensk landamæri til tvöfaldrar sýnatöku með sóttkví á milli er ógjörningur að ímynda sér að nokkurn tímann komi upp sú staða að hægt verði réttlæta neitt annað fyrirkomulag á landamæravörslunni. Ein manneskja var á spítala, við bærilega heilsu […]

Ágúst með sitt mjúka myrkur

Haustið er heiðarlegt. Það þykist ekki vera neitt annað en það er. Lömbin eru leidd til slátrunar og berin eru tínd úr lynginu. Litirnir birtast og hverfa á örfáum dögum.

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa

Það er mjög merkilegt, nú þegar upplýsingar um allt milli himins og jarðar eru eins aðgengilegar eins mörgum og þær hafa nokkurn tímann verið, að þrætur manna snúist nær undantekningarlaust um staðreyndir. Hér er ekki átt við þá óáran sem nú tröllríður samfélaginu að allir hafi skoðanir á öllu og um leið tæki og tól […]

Aldnir hafa orðið

Forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum fyrsta þriðjudag í nóvember á hausti komandi. Það hefur í það minnsta ekki annað verið ákveðið og verður vonandi ekki, því grímulaust lýðræðið á alltaf að vera í forgangi. Þótt framboðsfrestur sé ekki runninn út má slá því föstu að tveir frambjóðendur muni bítast um sigurinn, um atkvæði þeirra kjörmanna […]

Íþróttir efla alla dáð

Íþróttir skipa veigamikinn sess í tilveru margra en gildi þeirra fyrir mannlegt samfélag er engu að síður verulega vanmetið. Sannleikurinn býr í úrslitum kappleikja og frammistaða einstaklinga og liða er í flestum tilvikum metinn á hlutlægan mælikvarða. Það er mikilvæg og góð tilbreyting frá flestum öðrum sviðum mannlífsins þar sem sannleikurinn byggir á upplifun hvers […]

Það sem enginn á

Mörgum gengur óendanlega illa að skilja muninn á þjóðareign og ríkiseign. Lengi vel mátti hér á landi finna svæði sem enginn átti og allir áttu, almenning. Víða annars staðar var litið svo á að það sem enginn ætti, það ætti kóngurinn, ríkið. Almenningur var svo dásamlegt fyrirbæri, ríkið átti ekkert í því, allir áttu það […]

Radíó Deiglan 20_17 – Ungdómurinn

Í sautjánda þætti Radíó Deiglunnar á árinu reyna frændurnir Þórlindur Kjartansson og Kjartan Sveinn Guðmundsson að brúa kynslóðabilið í samtali um allt það sem hæst ber í samfélaginu um þessar mundir og um það sem gengur á í afkimum internetsins þegar foreldrarnir sjá ekki til. Þeir fara yfir félagsleg, fjárhagsleg, menningarleg, líkamleg og andleg áhrif […]

Kennari gegn einræðisherra

Á morgun kjósa Hvít-Rússar sér forseta. Það eru rúmlega tólf ár liðin frá því að ég eyddi nokkrum dögum í Hvíta-Rússlandi. Það voru dagar sem ég gleymi seint. Tilefni ferðarinnar var að DEMYC, sem eru evrópsk stjórnmálasamtök, skipulögðu ferð þagnað og við hittum hóp af ungum Hvít-Rússum. Þau voru stjórnarandstæðingar en í Hvíta-Rússlandi hefur Alexander […]

Hvar er tunglhótelið mitt?

Líkt og mörg önnur börn sem ólust upp á seinni hluta 20. aldarinnar man ég eftir að hafa litið til tunglsins fullviss um að borgir og hótel á tunglinu yrðu bráðum að veruleika og ferðalög þangað daglegt brauð. Fyrir hönd þess barns verð ég að segja: “Kæra 21. öld, þú ert að valda mér vonbrigðum.” […]

Lítill sómi í pólitískri andstöðu við smáhýsi

Sveitarfélögum er skylt að leysa úr bráðum húsnæðisvanda þeirra sem geta það ekki sjálfir. Sú skylda hverfur ekki þótt einstaklingur neyti vímuefna, löglegra eða ólöglegra og eigi við fleiri vandamála að etja. Þessi lagalega skylda kemur skýrt fram í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga  (sjá grein 46) og hefur verið áréttuð af umboðsmanni Alþingis. Hún er […]

Hrikaleg eyðilegging í Beirút

Myndskeiðin af sprengingunni í Beirút-höfn hverfa seint úr minni manns. Blaðamaðurinn Asaad Hannaa birtir Twitter síðu sinni grafík sem sýnir eyðilegginguna í Beirút-borg. Myndin sýnir gríðarlegar eyðileggingu í 2km radíus. Mjög mikla eyðileggingu í 5km radíus frá höfninni og tilkynntar skemmdir í skemmdir í 10km fjarlægð. Yrði sambærileg sprenging í gömlu höfninni í Reykjavík myndum […]

Bretar vilja auka hjólreiðar – hvað með okkur?

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti á dögunum áform um stórauknar hjólreiðar á Englandi. Íslenska ríkið ætti að taka þetta sér til fyrirmyndar. Auðvitað hefur margt verið gert, nú er til dæmis í gangi vinna við endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur, en þótt höfuðborgin megi alveg leiða þarf ríkið samt að vera með. Hér er hrár listi af […]

Það vill enginn rólegt

Ég heimsótti Minsk sumarið 2017 til að taka þátt í þingmannaráðstefnu ÖSE. Það má skrifa ýmsa pistla um stöðu lýðræðis- og mannréttinda í Hvíta-Rússlandi en þessi pistill fjallar ekki um það. Hann fjallar um ferðamennsku og ímyndarherferðir. Þrátt fyrir að Minsk komist sjaldnast á hinn eða þennan Topp 10 listann um bestu og lífvænlegustu borgir […]

Munu verslunarmiðstöðvarnar lifa af?

“Þetta eru seinustu eintökin, við erum að loka,” sagði afgreiðslumaður tölvudeildar í risastórri raftækjaverslun í einni af stærstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Á hæðinni fyrir neðan hafði útibú frá stærstu bókaverslanarkeðju landsins þegar skellt í lás. Mikið hefur verið fjárfest í verslunarhúsnæði víða um heim. Á Poznan-svæðinu eru til dæmis um stórar verslunarmiðstöðvar fyrir 600 þúsund íbúa. […]

Nokkrir ferkílómetrar af frjálsu landi

Í dag eru liðin 76 ár síðan uppreisnin í Varsjá hófst. Á fyrstu fjórum dögum náðu uppreisnarmenn umtalsverðum hluta borgarinnar á sitt vald. Pólskir fánar héngu á hæstu byggingum borgarinnar, blöð og komu út og sjálfstæðar útvarpssendingar hófu göngu sína. Ég hef heimsótt uppreisnarsafnið í Varsjá. Sú minning skildi mest eftir sig var veggur með […]

Með þér

Fjörutíu ár eru liðin frá því að Bubbi Morthens reið inn í svið íslenskrar dægurmenningar með áður óþekktum látum. Ríflega helming þess tíma hefur Deiglan komið út með misreglulegum hætti. Það var þó ekki fyrr en núna í þessum júlímánuði við það sem ranglega hafa verið kallaðar fordæmalausar aðstæður að Bubbi og Deiglan áttu samleið. […]

Blindsker

Hjá sæfarendum var það og er enn þó nokkkur kúnst að sigla milli skerja, gæta að straumum, veðri og vindum. Lengst var byggt á reynslu og á hennar grundvelli voru síðan gerð sjókort sem siglt var eftir. Löngu síðar leysti tæknin þessa þekkingu af hólmi, upp að vissu marki. Það sem við vitum af en […]

Frosin gríma

Það er fróðlegt að fylgjast með samstilltri þjóðarsál í glímu við farsótt. Samstaðan átti vafalítið stóran þátt í því að okkur tókst að fletja kúrfuna mjög hressilega þegar faraldurinn barst hingað. Skynsamleg ráð vísindamanna sem stjórnvöld gerðu að stefnu sinni vöktu með þjóðinni traust og fylgispekt. Síðan kom tímabil þar sem sigur virtist hafa verið […]