Okkar eigin Trump?

Örskömmu áður en hún varð að veruleika í Bandaríkjunum þótti hugmyndin um að Donald Trump yrði kjörinn forseti svo fjarstæðukennd að hún var gjarnan notuð í svipuðu samhengi eins og „þegar svín fljúga.“ Obama gerði illþyrmilega grín að honum á árlegum fögnuði félags blaðamanna í Hvíta húsinu árið 2011, og halda sumir því fram að […]

Kapítalisminn kvaddur

Fyrir þá sem eru ekki eins dyggir hlustendur Radíó Deiglunnar og ég, mæli ég eindregið með nýjasta þætti stöðvarinnar sem kom út fyrir skemmstu. Þar ræða saman þeir Þórlindur Kjartansson og Pawel Bartoszek, og kveðja kapítalismann, eins og yfirskrift þáttarins gefur til kynna. Í þættinum viðra þeir hugmyndir sínar um hvernig bylting nýfrjálshyggjunnar í Bandaríkjunum […]

Að hugsa sig út úr atvinnuleysi

Ég fæ sting í magann í hvert sinn sem ég les um fjöldauppsagnir hjá fyrirtækjum þessa dagana. Þá hugsa ég til þeirra sem þurfa að fara heim og segja maka og fjölskyldu frá því að nú sé afkoman í uppnámi og algjör óvissa um framtíðarhorfur. Atvinnumissir er þungt áfall og þessum tímamótum tengjast alls konar […]

Lífs og liðnir flýja Reykjavíkurborg

Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma ræddi við Morgunvaktina á RÚV 10. ágúst síðastliðinn, tilefni viðtalsins var slæmt ástand fjölmargra minningarmerkja í kirkjugörðum í Reykjavík. Það var hins vegar annað sem vakti athygli mína í máli forstjórans, ummæli hans um að pláss væru að verða uppurin í kirkjugörðum í Reykjavík – þau væru hreinlega að klárast. Það væru […]

Pistill til heiðurs hinu hæga og varfærna

Mig langar til að segja nokkur orð um það sem sumir kalla gömlu stjórnarskrána okkar. Hún er að vísu enn í gildi og hefur verið síðan 1944 og byggir að mestu leyti á enn eldri stjórnarskrá frá Danmörku á 19. öld. Hún hefur hins vegar uppfærð nokkrum og tekið breytingum en þær hafa verið frekar […]

Lífshlaupið

„Af hverju er mér alltaf illt í fótunum?“ spurði blaðamaðurinn Christopher McDougall lækninn sinn einn daginn og fékk svarið „af því þú skokkar“. Svarið þótti lækninum hans mjög eðlilegt þar sem hans reynsla var sú að sjúklingar hans sem skokkuðu fengu flestir einhver eymsli í fæturnar. McDougal var þó með þrjóskari mönnum og vildi ekki […]

Menntamálaráðherra fortíðar

Á haustin gerist alltaf eitthvað stórkostlegt. Það er líkt og haustvindarnir blási burt áhyggjum gærdagsins og við blasir nýtt skólaár þar sem allir reyna að leggja sig fram og gera betur en á síðasta ári. Hugmyndin með skólakerfinu, og ég held lífinu öllu raunar, er að með hverju árinu lærir þú eitthvað nýtt og nytsamlegt […]

Brauð og körfuboltaleikar

Nú stendur yfir úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfuknattleik. Leikirnir eru allir háðir í Orlando þar sem leikmenn, þjálfarar, dómarar og fréttamenn hafa komið sér fyrir í veirufríum hliðarveruleika til þess að bjóða almenningi upp á afþreyingu og skemmtan. Þeir sem þekkja til í Bandaríkjunum vita vel hversu mikilvægar íþróttirnar eru í dægurmenningunni; þær eru leikarnir […]

Aðgerðir gegn gömlu atvinnuleysi

Pistlahöfundur fór með bíllinn sinn á verkstæði í mánuðinum. Biðtíminn eftir viðgerðinni var nokkrar vikur. Reikningurinn yfir hundrað þúsund eins og gengur og gerist. Þjónustufulltrúinn upplýsti að maður gæti fengið virðisaukaskattinn af vinnunni endurgreiddan. Það er ekki óeðlilegt að bregðast við kreppum með tímabundnum örvunaraðgerðum. Alls ekki. Maður veltir því samt fyrir sér hve markviss […]

Þegar ég var 19 ára á McDonalds – og af hverju vinnustaðalýðræði er ekkert spes hugmynd

Fyrsta launavinnan mín, önnur en vinna hjá bænum, var á veitingastaðnum McDonalds við Suðurlandsbraut. Það var yndisleg kvöldvinna meðfram námi á seinasta ári menntaskólans. Fólk vildi fá mat. Það gaf mér pening. Ég gaf því mat. Þetta var einfalt og skýrt. Ábyrgðin hófst þegar ég setti má mig derhúfuna í búningherberginu klukkan fimm eftir hádegi […]

Gerum Gamla Kóngsveginn að merktri gönguleið

Í tilefni af konungskomunni 1907 var ruddur vegur frá Reykjavík, eftir Mosfellsheiði og upp á Þingvelli og þaðan upp í Haukdal. Þetta er enn ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, miðað við tíma, höfðatölur og allt það. Vegurinn að hafa kostað 14% af fjárlögum síns tíma, svona rétt eins og ef við hefðu lagt 140 milljarða í […]

Gátlisti fyrir Lúkasjenka

Það hafa áður verið mótmæli í Hvíta-Rússlandi. Skalinn er þó annar í þetta skiptið. Andstaðan hefur nú ekki einskorðast ekki dæmigerða “andófsmenn”, vestrænt þenkjandi sálir eða minnihlutahópa í hluta landsins. Þá bendir líka til þess raunverulegur stuðningur við mótherja hans sé meiri en oft áður. Enda er búið að senda hana í útlegð. Forsetinn mætti […]

Fleiri nýtt rými á göngugötunni en utan hennar

Síðastliðinn mánudag gekk ég heim og taldi atvinnurýmin á Laugavegi og Bankastræti milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Langflest rýmin voru í notkun, ýmist undir verslun, bari, veitingastaði, hótel eða minni þjónustu á borð við rakarastofur. Eitthvað var um húsnæði sem stóð laust og var auglýst til leigu. Einhver endurnýjun er ekkert nema eðlileg. Ef við tökum […]

Þjóðríkið strikes back

Ef marka mætti umræðuna er nú talsvert um útlendinga sem vilja ólmir flytja til Íslands, í von um að sitja af sér faraldurinn í kyrrð og áhyggjuleysi. Þetta hefur verið stutt með stöku fréttum af einstaka manni sem hefur sannarlega gert það. Mikilvægt er hins vegar að átta sig á að staðan hér á landi […]

Radíó Deiglan 20_18 – Kapítalisminn kvaddur

Í átjánda þætti ársins tala þeir saman Þórlindur Kjartansson og Pawel Bartoszek um árstíðirnar og Pawel útskýrir af hverju eina rétta svarið við spurningu um uppáhaldsárstíð sé haustið. Svo fer samtalið um víðan völl þar sem sem siðfræði og kapítalismi koma við sögu, einkum spurningar um það hvort hagnaðarvon eða græðgi sé líkleg til þess […]

Þegar stórt er spurt

Andspænis erfiðum spurningum, og raunar hvaða spurningum sem er, viljum við fæst standa á gati. Spurningar, einkum hinar erfiðari, eru þess eðlis að þær lýsa í gegnum okkur, opinbera alla okkar veikleika og gera okkur berskjölduð. Við þessar aðstæður freistumst við til þess að svara með óræðum hætti. Við sem höfum tekið munnlegt próf í […]

Það sem enginn sér

Flest erum við hrædd við það sem við ekki sjáum. Og fátt hræðumst við meira en að einhver sjái það hjá okur sjálfum það sem enginn sér. Í baráttunni við farsótt erum við að kljást við okkur sjálf um leið. Hræðsla hjarðarinnar gerir einstaklingana veika og býr þannig til tækifæri fyrir hina valdasæknu. Í hysteríunni […]

Framlag til góðs og ills

Þróunarsamvinna, sem áður hét þróunaraðstoð, er af hinu góða í grundvallaratriðum. Hún felst í þvi að ríkari þjóðir aðstoði eða vinni með fátækari þjóðum að því markmiði að bæta lífskjör hinna síðarnefndu. Eins og með flest annað bera þjóðir sig saman til að sjá hvort þær séu að standa sig vel eða illa í þessum […]

Svikalogn

Afleiðingar af viðbrögðum stjórnvalda hér á landi og um heim allan við útbreiðslu kórónaveirunnar eru einungis að mjög litlu leyti komnar fram. Framundan er þungur og erfiður vetur á alla hefðbundna mælikvarða.

Sköpun skiptir sköpum

Samtal þeirrar Þórs Magnússonar og Jóns Reynis á skemmistaðnum Óðali í hinni klassísku mynd Dalalífi er með þeim merkilegri sem íslensk kvikmyndasaga hefur að geyma. Fyrir utan allt hið augljósa í samtalinu þá geymir það heilmikinn sannleik þegar kemur að peningum. Þegar tal þeirra félaga berst að námskeiðinu sem Þór Magnússon skáldaði upp á staðnum […]