Svölun forvitninnar er nú megintilgangur fjölmiðlunar og flestir fjölmiðlar höfða nánast blygðunarlaust til þessarar fýsnar. Leitin eftir því að vita, þekkja og að lokum skilja verður erfiðari og erfiðari.

Svölun forvitninnar er nú megintilgangur fjölmiðlunar og flestir fjölmiðlar höfða nánast blygðunarlaust til þessarar fýsnar. Leitin eftir því að vita, þekkja og að lokum skilja verður erfiðari og erfiðari.
Raunveruleg saga stjórnlagaráðs yrði seint efni í hugljómandi Hollywood-mynd, þótt stundum megi annað greina af seinni tíma skýringum.
Eftir jólafrí á mínu fyrsta ári í menntaskóla gekk íslenskukennari minn á alla í bekknum og spurði hvaða bækur hver og einn hafi lesið um jólin. Hann byrjaði á sætaröðinni úti við stofudyrnar og gekk á hvern nemanda í fremstu röð, alveg framhjá kennaraborðinu og út að glugga. Þá næstu röð og út að snögunum sem héngu á […]
Þegar fólk þjáist af kvillum þá uppsker það – sem betur fer – yfirleitt samúð og stuðning frá náunganum og nærumhverfi. Einn er þó sá kvilli sem vekur ekki sömu viðbrögð heldur þvert á móti bakar viðkomandi jafnvel óvild samferðamanna og óþolinmæði ástvina. Talið er að einn af hverjum 50 sé með þennan kvilla að […]
Um síðustu aldamót var eitthvert vinsælasta sjónvarpsefnið bandarísku þættirnir The West Wing. Þar var fjallað um starfslið bandaríska forsetans Jed Bartlett yfir alla forsetatíð hans. Þættirnir þóttu raunsæir um margt og höfðu mikil áhrif á flesta þá sem voru að fá hvolpavit á stjórnmálum þegar þeir voru í sýningum. Í þáttunum var almannaþjónusta (Civil Service) […]
Ísland kom hlutfallslega vel út úr fyrstu bylgju faraldurins. Í einungis sjö Evrópuríkjum eru látnir vegna Covid-19 færri, miðað við höfðatölu. Það var gert með mörgum skynsömum og oft hörðum aðgerðum: Ferðatakmörkunum, samkomubanni og víðtækri skerðingu á atvinnufrelsi. Allan þennan tíma var sá hópur mjög hávær sem vildi alltaf “ganga lengra”, til dæmis með útgöngubönnum, […]
Gagnrýni á pólitískan rétttrúnað er stundum lítið annað en afsökun til þess að geta leyft sér að básúna óverjandi og mannfjandsamlegar skoðanir. En gagnrýni á gagnrýni á pólitískan rétttrúnað getur líka verið afsökun til þess að reyna að kæfa niður óþægilega umræðu og komast hjá efnislegri umræðu. Það er skiljanlegt að mörgum finnist fordómatal og […]
Reglulega koma upp mál sem vekja upp áleitnar spurningar um meðferð stjórnvalda á fólki sem leitar hér hælis. Það nýjasta, nú í vikunni, varðar brottvísun fjögurra egypskra barna ásamt foreldrum þeirra í ástand og aðstæður í heimalandinu sem haldið er fram að séu hættulegar. Brottvísun á fjórum saklausum börnum sem hér hafa verið í tvö […]
Ég fylgdist í vikunni með viðtali við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands í Kastljósi en hún hefur að mínu mati sýnt bæði kjark og styrk í því embætti. Agnes er gjörólík forverum sínum og leggur sig mikið fram um að ná sáttum við fólk. Agnes er hæglát í fasi og vandar orð sín vel. Ef […]
Fátækt og hungur er veruleiki fólksins í landinu eftir tveggja áratuga óstjórn sósíalista og þrjár milljónir manna hafa flúið landið á síðustu árum.
Lengi vel efaðist enginn að leggja ætti veginn með eightíslega nafnið: Sundabraut. Nema kannski einstaka skattanirfill. En í dag efast margir og telja réttast að leggja áætlanirnar til hliðar um ókomna tíð. En það má draga úr meintum göllum sem geta fylgt nýjum samgöngumannvirkjum og gera Sundabraut þannig úr garði að hún gagnist þeirri heildarhugsun í þróun borgarinnar sem við vinnum nú eftir.
Undanfarna daga hafa málefni Sundabrautar verið ofarlega á dagskrá þannig að margir hafa kallað eftir því að hafist verði handa án tafar að byggja hana og bæta jafnvel við að það eigi að stöðva ýmsar aðrar framkvæmdir í leiðinni. Svo maður umorði fjölda greina sem hafa birst undanfarin misseri um aðra samgönguframkvæmd þá eru ýmsum […]
Myndin er tekin í Vallarstræti 21. ágúst. Þarna er frábært veður. Göngugatan er vel merkt sem slík. Staðirnir við Vallarstræti hafa fært stóla og borð út. Setið er í hverju sæti en þó hægt að ganga milli borðanna í átt að Ingólfstorgi. Eftir göngugötunni. Myndin sýnir reyndar líklegast lögbrot. Og ekki bara meint brot á […]
Gætu herdeildir Sameinuðu þjóðanna tekið völdin fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir sigur Donalds Trump? Er covid-19 uppskáldaður gervisjúkdómur? Stundar valdaelítan í Demókrataflokknum rán og misþyrmingar á börnum? Er valdamikið fólk í Hollywood samsekt í þeim glæpum? Drekka þessi ómenni blóð úr börnum? Með örlítilli heimildavinnu á netinu er hægt að […]
Gríðarleg aukning atvinnuleysis er helsta efnahagslega birtingarmynd Covid-19 faraldursins á Íslandi og víðar. Faraldurinn hefur leikið margar atvinnugreinar grátt en þó ferðaþjónustuna sýnu verst. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek en í ársbyrjun störfuðu 23.500 í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustutengdum skv. upplýsingum Hagstofunnar. Til samanburðar var fjöldinn 13.900 í ársbyrjun 2013. Því varð snemma ljóst þegar landinu var svo gott sem […]
Nýleg hótelheimsókn hefur framkallað mikla og heitaumræðu. Umræðu sem stundum er reyndar merkilega laus við inntak, þó orðin séu stór og stundum ljót. Umræða án umræðu. Um leið hefur umfjöllun í kjölfarið náð utan um nokkrar grundvallarspurningar. Þar undir fellur friðhelgi og æra, tjáningarfrelsi, sóttkví og auðvitað klassískt stef um að gera konur ábyrgar fyrir feilsporum karlmanna– og síðast en ekki síst rétturinn til að vera fáviti á netinu. Minn eigin fjölmiðill […]
Eitt sinn elskaði ég að fara á góða Morfís keppni, heyra liðin berjast fyrir sínum málstað og gera allt til þess að vinna keppnina. Umræðuefnin voru á ýmsa vegu en alveg sama hvaða hlið þitt lið var að verja þá hélstu með liðinu, þó þú værir ósammála. Þitt lið skyldi vinna. Mér er minnisstætt að […]
PISA könnunin gaf til kynna að íslenskir nemendur virðast verr undirbúnir fyrir framhaldsskólanám en jafnaldrar þeirra í OECD löndunum. Svo virðist sem tíminn sem krakkarnir okkar eyða í skólanum sé ekki nægjanlega skilvirkur og að þeir standi ekki jafnfætis nemendum annars staðar. Þó svo að hægt sé að velta upp ýmsum ástæðum fyrir þessu er […]
Ferðaþjónusta hefur fært Íslandi mikla velsæld á undanförnum árum. Það er einfalt að horfa á tölur og sjá hvernig ferðaþjónusta óx í að verða sú atvinnugrein sem hefur fært mestar útflutningstekjur inn í þjóðarbúið og skapað flest ný störf. En ferðaþjónusta hefur einnig aukið lífsgæði Íslendinga umfram það sem ætla mætti í strjálbýlasta landi í […]
Sæll. Smá viðvörun: Fyrstu þrjár efnisgreinar af þessu opna bréfi munu ekki innihalda nein málefnaleg rök heldur einungis rætnar árásir í þinn garð. Þær munu fyrst og fremst ganga út á það að gera lítið úr þér, viðtakanda bréfsins, til dæmis með því að kalla þig öðru nafni og með öðrum starfstitli heldur en þú […]