Með því að halda starfsemi leikskóla og skóla óskertri er verið að bjarga heill margra barna á hverjum degi.

Með því að halda starfsemi leikskóla og skóla óskertri er verið að bjarga heill margra barna á hverjum degi.
Það er auðvelt að afskrifa hugmyndir um borgaraleg réttindi og frelsi einstaklingsins sem háleitar eða jafnvel barnalegar hugmyndir á tímum COVID. Að göfugri markmið um að vernda viðkvæma hópa og hætta á því að spítalar ráði ekki við ástandið trompi þau einfaldlega. Hver gæti mótmælt fundabanni til að bjarga óræðum fjölda hugsanlegra fórnarlamba veirunnar?
Ef við viljum breyta ferðavenjum eyðum við ekki orku í að ráðast að bíleigendum – heldur í uppbyggingu nýrra valkosta.
Í dag eru 229 dagar frá því að fyrsta staðfesta Covid-19 tilfellið greindist á Íslandi. Við búum ennþá við að óútreiknanleg veiran stýrir daglegu lífi og metfjöldi smita hefur greinst á heimsvísu undanfarna daga. Þessum tímum hefur stundum verið líkt við stríðsástand sem er að vissu leyti lýsandi fyrir ástand sem hefur víðtæk áhrif á […]
„Lífið sjálft er eins og konfektkassi, þar sem allir molarnir eru nákvæmlega eins, gæðin tryggð og ekkert óþægilegt eða erfitt kemur upp á.“
Við eigum að fara að lögum. Ef við erum ósátt við lögin eigum við að breyta þeim. Ekki að brjóta þau.“ Þannig er þetta oft sett fram. Í lýðræðissamfélögum. Lög eru sett. Smám saman breytast viðhorf og einhver kemur og lætur breyta lögunum. Svo fara allir að haga sér öðruvísi. En þetta er gríðarlega oft […]
Hún býr yfir þessum fölskvalausa sigurvilja sem einkennir afreksfólk, þessum heiðarlega metnaði til þess að gjörsigra hvern einasta andstæðing.
Því miður sannast það í myrkraverkum hversu mikil áhrif ein manneskja getur haft á alla heimsbyggðina með vondri ákvörðun. Til allrar hamingju sannast það líka í þeim sem hafa hugrekki til að ganga fram í krafti hins réttláta máls að einn maður getur um leið breytt heiminum til hins betra. John Lennon var slíkur maður.
Þar til fyrir skömmu starfaði ég sem lögmaður. Hjá þeirri starfsstétt gilda skýrar siðareglur og lögmenn eru almennt mjög meðvitaðir um skilin milli starfs og einkalífs; skilin á milli lögmannsins og persónunnar.
Af og til eru sóttvarnaryfirvöld kröfð svara hvers vegna þau leggi ekki ofuráherslu á grímur. „Á ekki löngu búið að vera skylda alla til að nota grímur, spyrja blaðamenn?“ Fagfólkið horfið hvert á annað. Byrjar að reyna að svara. „Þetta gekk vel í vor. Þá var enginn með grímu.“ Þessi pistill fjallar ekki um það […]
Til þess að byggja upp öflugan stað þá þarf sterkt hjarta. Því skiptir það hvern stað miklu máli að vanda til verka og hugsa til langs tíma þegar ákvarðanir eru teknar um miðbæjarsvæði.
Þegar ég komst að því að ég væri ólétt fyrir rúmu ári síðan þá vissi ég að lífið yrði aldrei eins fyrir mig og kærasta minn, við yrðum von bráðar foreldrar. Þetta voru hinar mestu gleðifregnir sem við hefðum getað óskað okkur. Á fyrstu mánuðum meðgöngu minnar voru umræður á Alþingi um lengingu fæðingarorlofs ársins […]
Sumt í lífsgreglum dómarans nær langt út fyrir íþróttina. Tvær reglur eru mér hugleiknar núna; önnur nokkuð augljós en hin leynir kannski ögn á sér.
Nú þegar flestir jafnaldrar Lebron versla stoðtæki hjá Össuri og lýsa körfuboltaleikjum, er hann besti leikmaður deildarinnar, kominn í úrslitarimmu sem hann mun sigra í mesta lagi 6 leikjum og vafalaust verða valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar.
Ef við værum að horfa á bíómynd þá hefði Covid-19 greining forseta Bandaríkjanna verið atriðið sem við hefðum sagt okkur að þetta hefðum við átt að sjá fyrir að myndi gerast. Vísbendingarnar um þennan snúning í sögunni hefðu jú allar verið til staðar. Því hvernig hefði forsetinn talað? Hafði hann ekki látið eins og veiran […]
Þær útskýrðu fyrir henni að þarna væri verið að sækja kornungar stúlkur úr umskurðarathöfn og fylgja þeim til baka. Þegar konan rýndi betur í myndirnar sá hún að fyrir miðju voru þar stjarfar stúlkur, hvítmálaðar í framan. Allt í kringum þær var verið að fagna, en stúlkurnar fyrir miðju liðu líflausar áfram, starandi fram fyrir sig tómum augum.
Gjörbreyttur veruleiki blasir við frá undirritun kjarasamninga 2019. Algjört hrun stærstu atvinnugreinar Íslands veldur því að 300 milljarðar hurfu úr hagkerfinu innan árs. Þó að innlend eftirspurn hafi að hluta til komið í staðinn er ljóst að afleiðingar minni umsvifa eiga eftir að koma að fullu fram og verður veturinn mörgum erfiður.
Allt frá því að menn fóru að búa saman í samfélögum fóru leikreglur að mótast um hvað má og hvað má ekki gera. Í fyrstu voru þessar reglur einfaldar, sjálfsprottnar og óformlegar en fyrir tæplega 4000 árum varð mönnum ljóst að þörf var á að rita reglurnar í stein, bókstaflega.
Fyrir nokkrum áratugum byrjaði sú tíska að setja skrifstofufólk í stór opin rými. Það var auðvitað fyrst of síðast gert til að lækka húsnæðiskostnað fyrirtækja. En auðvitað tókst að búa til einhverja hugmyndafræði á bak við þetta. Að þetta létti andrúmsloftið, bryti niður múra og auðveldaði tengsl. Nú væri bara hægt að pikka í næsta […]
Það er einfalt að vinna körfuboltaleik. Það eina sem þarf að gera er að skora fleiri stig en andstæðingurinn. En þótt eitthvað sé sáraeinfalt er ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Og ekki hjálpaði það Chuck Daily, þjálfara Detroit Pistons á níunda áratugnum, að þurfa að eiga reglulega í höggi við lið Chicago […]