Klofin Bandaríki

Þetta er birtingarmynd af þróun undanfarinna tveggja áratuga þar sem millistéttin í Bandaríkjunum hefur dregist saman en fjölgað í hópi þeirra sem eiga mjög mikið annars vegar og ekkert hins vegar.

Við þurfum að tala um Danmörku

Um aldamótin, þegar maður var að komast til vits og ára í stjórnmálum, hét ein tískubókin endalok sögunnar. Eiginlegri stjórnmálabaráttu átti að heita lokið, og breið sátt í vestrænum þjóðfélögum stóru línurnar í stjórnmálum. Það er ekki hægt að segja að þeir spádómar hafi elst vel.

Svona segir maður ekki, Víðir!

Við aðstandendur þekkjum þetta viðhorf vel og af miður góðri raun, því margt í okkar vegferð og baráttu hefur litast af slíkum viðhorfum. Þau voru einmitt innblásturinn að vel heppnaðri auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð að fyrir nokkru síðan. Yfirskriftin að henni var „Það ætlar enginn að verða fíkill.“

Hinn nýi falski óvinur flóttamannsins

Þó að einhverjir séu andvígir því að hingað flytji fátækt fólk þá getur svarið við því, fjandakornið, ekki verið að mótmæla því að ríkt fólk geti flust til landsins.

Þernur og ambáttir

Venjulegt er bara það sem þið hafið vanist. Þetta virðist ekki venjulegt í ykkar augum akkúrat núna, en eftir því sem tíminn líður þá verður það svo. Þetta verður ósköp venjulegt.

Ríkisvaldið er ekki handhafi sannleikans

Það er fullt tilefni til að vera á varðbergi gagnvart upplýsingaóreiðu, þar reynir fyrst og fremst á upplýsingu hvers og eins. Enn meira tilefni er þó til þess að vera á varðbergi gagnvart sjálfskipuðum handhöfum sannleikans og aldrei meiri ástæða en þegar ríkisvaldið á í hlut.

Covidkvíðinn

Við erum hrædd. Þá er einmitt mikilvægt að átta sig á því að í þessu samhengi þá ber að gæta að hvað mestu aðhaldi þegar kemur að auknum valdheimildum ríkisins.

Í kvöld er gigg

Það sem erlendis hefur kallast gig-economy mun skella á Íslandi af mikilli hörku í vetur. Íslenskur atvinnumarkaður er því að breytast varanlega.

Frelsið og forræðishyggjan

Það er skynsamlegri leið að hafa fleiri mánuði til skiptanna milli foreldra og meiri sveigjanleika og tryggja þannig börnum sem lengstan tíma með foreldrum sínum á mikilvægum fyrstu mánuðum lífs þeirra.

Samuel Paty

Þessi barátta snýst um að standa vörð um opið og lýðræðislegt samfélag, þar sem mannréttindi eru ofar öllu, deilumál eru leyst með friðsamlegum hætti fyrir dómstólum og veraldlegt vald ríkir framar trúarbrögðum.

Ávísun sem lausn við heimilisleysi

Það ætti enginn að þurfa að vera heimilislaus. Um það erum við örugglega flest sammála. En hvaða aðgerðir virka best til að tækla heimilisleysi? Þessari spurningu hefur verið reynt að svara í stórri rannsókn á vegum bandaríska húsnæðismálaráðuneytisins (HUD) sem staðið hefur yfir frá 2008. Rannóknin, Family Options Study, fólst í því að fylgja eftir […]

Radíó Deiglan 20_20 – Heilinn

Davíð Guðjónsson og Þórlindur Kjartansson tala saman um heilann og mikilvægi félagslegra tengsla fyrir manninn. Maður er jú manns gaman. En á tímum covid þá er fólki kennt að forðast hvert annað og jafnvel hræðast, og ungt fólk sem elst upp við þessar aðstæður gæti misst af tækifærum til að mynda ómetanleg vinabönd, eins og […]

En hvað um börnin?

Það er jákvætt að umboðsmaður barna láti skerðingu á réttindum barna loks til sín taka á þessum „fordæmalausu tímum“.

Varnarræða fyrir líkamsrækt og rakarastofur

Ég skil vel að eigandi Sporthússins hafi ákveðið að loka. Það er ekkert grín þegar óánægjumaskína samfélagsmiðla fer á fullt, þar grunar mig hins vegar að flestir sem tjáðu sig hafi ekki haft hugmynd um hversu mikið starfsfólk líkamsræktarstöðvanna, eins og Sporthússins, lögðu á sig til að tryggja sem bestar sóttvarnir.

Konan sem vissi ekki að hana vantaði jarðskjálfta

Mitt í þeirri gjöf sem hver dagur er, hversu fínn eða ferlegur sem hann kann að vera, umkringdur fjölskyldu eða fávitum – situr maður uppi með sjálfan sig.

Stórhuga gallagripur

Alls staðar í kringum okkur er verið að glíma við kórónaveiruna, efnahagskreppuna sem fylgir og tilheyrandi erfiðleika hjá almenningi í formi atvinnuleysis, tekjumissis og óöryggis vegna framtíðarinnar. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur Íslendinga. Einn munur er þó á. Hvergi í þessum löndum er setning nýrrar stjórnarskrár ofarlega á dagskrá. Sem hlýtur að teljast mjög sérstakt […]

Covid og skynsemi þess að skólar byrji snemma

Í nýlegri rannsókn á líðan bandarískra unglinga í Covid sem fjallað var um í tímaritinu Atlantic kemur fram að líðan unglinga hefur, þrátt fyrir það sem búast mátti við, ekki hríðversnað í ástandinu. Hlutfall unglinga sem upplifðu sig einmana eða þunglynd var þannig ekki hærra árið 2020 heldur en árið 2018. Það var lægra. Höfundur […]

Sviðsmyndin sem enginn bjóst við

Það er óvíst hvernig heimsfaraldurinn þróast og hvenær hægt verður að taka á móti erlendum gestum aftur í þeim mæli sem við gátum. Við sem hér búum höfum þó tækifæri á að leggja okkar lóð á vogaskálarnar.

Radíó Deiglan 20_19 – Frjáls vilji

Tengdabræðurnir Hafsteinn Gunnar Hauksson og Þórlindur Kjartansson ræddu ýmsa heima og geima, þar á meðal um meðvitund og núvitund, frjálsan vilja manna og dýra. Hljóðgæðin hafa oft verið betri, en það mun vonandi ekki draga um of úr ánægju þeirra sárafáu sem hlusta.

Hleypið okkur út

Margir gráta þá slæmu stöðu sem upp er komin á mörkuðum ástarinnar. Það eru rauðir dagar í þeirri kauphöll dag eftir dag og engin von á að það breytist í bráð.