Andlegar, tilfinningalegar og efnahagslegar afleiðingar af ástandi síðustu mánaða verða, þegar upp er staðið, líklegast mun afdrifaríkari en beinar afleiðingar veirusjúkdómsins. En þær afleiðingar er erfiðara að sjá og mæla.
Mörgum spurningum er ósvarað og frumvarp um Hálendisþjóðgarð ber því miður öll merki um hömlulausa útþennslu hins opinbera án nokkurra röksemda.
Getur verið að við gleymum því stundum hvers konar hlaðborð við búum við vegna þess að réttirnir eru ekki allir okkur að skapi?
Síðustu fjögur ár hafa verið ansi óþægileg, skrýtin, asnaleg, og satt best að segja deyfandi líka – maður er hálfdofinn einhvern veginn eftir þetta allt saman. Loksins er hann farinn þessi appelsínuguli sorakjaftur, þessi megalómaníska karlugla, þetta ofvaxna barn sem er Donald Trump.
Þann 8. nóvember 2016 var nýgræðingur í stjórnmálum að nafni Donald Trump, fasteignamógúll og fyrrverandi raunveruleikaþáttastjarna kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna. Hann var ekki einusinni með gott hár.
Brottflutningur fyrirtækja úr Reykjavík er verulegt áhyggjuefni. Fljótlega verða aðeins fjögur af tíu stærstu fyrirtækjum landsins með höfuðstöðvar í borginni.
Þegar öllu er á botninn hvolft snúast efnahagsmál um hið daglega líf fólks.
Einu mennirnir með viti heilsa nýju ári og halda upp á afmæli tveggja ritstjóra við erfið en batnandi loftgæði á 8. hæð við Austurströnd. Eftir ítarlega umfjöllun um margvíslegar lausnir í þeim efnum fara þeir stuttlega yfir helstu málefni samtímans, faraldurinn og valdaskiptin í Bandaríkjunum. Og Diego Maradona kemur við sögu.
Að hafa öruggt húsaskjól er einn grunnurinn sem við byggjum líf okkar á. Hvort sem að við erum gömul, miðaldra, eða ungt fólk að stofna okkar fyrsta heimili, þá viljum við geta fest rætur okkar í traustu undirlagi.
Gengið er eftir hringstiga, nokkra tugi metra niður í jörðina. Komið er niður að þröngum bátagöngum, sem rúma eins og einn árabát í einu, 1-2 metra að breidd. Beggja vegna eru svartir steinveggir. Hér er dimmt. Ekki góður staður fyrir klástrófóba. Svartálsgöngin (e. Black Trout Adit, pl. Sztolnia Czarnego Pstrąga) í Tarnoskie góry eru um […]
Auðvitað er engin stemning um þessar mundir fyrir áhyggjum af mannréttindabrotum gegn tjáningarfrelsi Donald Trump og hans allra rugluðustu stuðningsmönnum
Áhrif heimsfaraldursins á þarfir okkar eru eflaust talsvert meiri en við kannski gerum okkur grein fyrir þar sem bæði grunnþörfunum okkar og sálfræðilegum þörfum hefur ekki verið mætt nema að takmörkuðu leyti.
Ef við lesum meira úr atburðunum síðasta miðvikudag en tilefni er til gefum við vanstilltum hópi fólks eða leiðtoga þeirra, sem ber enga virðingu fyrir undirstöðum vestrænna lýðræðisríkja, allt of mikið vægi sem þau eða aðrir geta nýtt sér þegar fram líða stundir.
Er til of mikils mælst að Reykjavíkurborg einbeiti sér að því að sinna lögbundnum skylduverkefnum sínum sómasamlega?
Saga heimsins sýnir því miður að flestir sem fljóta að feigðarósi kjósa að sofa eins lengi og þeir geta á leiðinni.
Áeggjan forsetans fráfarandi til fylgjenda sinna, ekki bara sama dag og árásin var gerð, heldur síðustu sex vikur, var bein árás á bandarískt lýðræði.
Ég er lögfræðingur og hef þar að auki stundum tilhneigingu til að vera óþarflega nákvæmur. Ég hef þann löst að ég vel frekar vandlega þau tilvik þar sem ég er mjög nákvæmur, en þegar ég fer að hugsa um þau get ég ekki hætt.
Nú þegar upphaf endaloka Covid faraldursins horfir við okkur má velta því fyrir sér hvort fólk muni hlaupa aftur í faðm kaffistofunnar og skrifstofugrínarans eða halda áfram að vinna heima með tilheyrandi tímasparnaði? Líklegasta svarið er bæði.
Sú höfuðskylda hvílir á stjórnmálaflokkum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum. Það tapa allir á langvarandi óvissu í stjórnmálunum. Stjórnmálaflokkarnir skulda kjósendum sínum að stefnumálunum verði sem flestum hrint í framkvæmd. Annað er óábyrgt og í sjálfu sér svik við kjósendur.
Árið 1918 er hluti af íslenskri sögu sem nánast hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Spænska veikin, Frostaveturinn mikli og Kötlugos geisaði þetta ár. En það fer minna fyrir árinu 1919 í söguþekkingu okkar. Hvernig var árið eftir hamfarirnar?