Samþykkt aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 var sögulegt skref sem hefur og mun hafa miklar og jákvæðar afleiðingar fyrir Reykjavík sem borg. Ef einhver heldur að skipulagsmál skipti ekki máli er einfalt að kíkja á eftrifarandi graf sem sýnir þéttleika byggðar eftir hverfum og hvaða aðalskipulag var í lýði þá.
[Heimild: Reykjavík 2040. Nýr viðauki að aðalskipulagi Reykjavíkur.]
Í stuttu máli má sjá að fram að seinustu aldamótum byggðu menn sífellt alltaf dreifðar og dreifðar. Meira og meira land var tekið undir færra og færra fólk. Til að koma öllu þessu fólki til vinnu þurfti fleiri og meiri breiðari vegi.
Þessari þróun hefur nú verið snúið við. Svo um munar. Munurinn er tífaldur!
Gagnrýnin á núverandi skipulagsstefnu er helst sú að verið sé að þvinga og neyða eitthvað upp á markaðinn. Öllum sem lifa og hrærast í skipulagsmálum má vera ljóst að það er varla tilfellið. Markaðurinn vill alltaf byggja þétt miðsvæðis. Markaðurinn vill oftast ekki eyða ógrynni lands undir bílastæði. Markaðurinn vill frekar búa til margar íbúðir heldur en fáar. Þrýstingurinn á að byggja dreift kemur ekki þaðan.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021