Eitt tvít sem nú gengur milli er svona: “Hvernig getur þessi kapitalismi verið svona frábær ef að sósíalismi þarf að beila honum út á áratuga fresti?”. Það auðvitað hnyttin samlíking hún sé ekki endilega nákvæm. Vissulega hafa ríki ýmis úrræði í kreppum eins og dreifa peningum í gegnum seðlabanka með hagstæðum lánum, greiðslufrestum og hvers kyns styrkjapökkum. En þetta í raun ákveðin leið til að halda frjálsum markaði gangandi. Um hana má alveg deila, en hugsunin er ekki sérlega sósíalísk.
Það er mjög margt gott við frjálsan markað. Eitt af því er vörudreifing. Það er raunar alveg merkilegt hve fljótt smásalar og veitingamenn hafa aðlagast breyttum aðstæðum. Mörg þúsund heimili þurftu skyndilega að reiða sig á heimsendingaþjónustu einkafyrirtækja. Og þótt biðtímar hafi eitthvað aukist þá hefur þetta að mestu gengið vel. Eins hefur sala á tölvum hvers kyns fjarlausnum aukist til muna. Þetta er frjáls markaður að störfum.
Það var ekki haldinn risastór blaðamannafundur þar sem aðgerðir til að koma mat til þúsunda fjölskyldna í sóttkví voru kynntar. Þar var ekki gefið út minnisblað um aðgerðir til að hjálpa veitingastöðum að breytast í heimsendingarþjónustur. Það var ekki samþykktur neinn bandormur á þingi sem gerði fólki kleift að vinna í gegnum tölvu. Þetta gerðist bara.
Ég er ekki að segja að frjáls markaður leyst allt. En hann getur leyst fjári margt. Og gerir það oft hratt og í hljóði.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021