Myndskeiðin af sprengingunni í Beirút-höfn hverfa seint úr minni manns. Blaðamaðurinn Asaad Hannaa birtir Twitter síðu sinni grafík sem sýnir eyðilegginguna í Beirút-borg.
Myndin sýnir gríðarlegar eyðileggingu í 2km radíus. Mjög mikla eyðileggingu í 5km radíus frá höfninni og tilkynntar skemmdir í skemmdir í 10km fjarlægð.
Yrði sambærileg sprenging í gömlu höfninni í Reykjavík myndum við horfa fram fá gjöreyðileggingu í Vesturbæ og Miðborg. Mikla eyðileggingu á öllu nesinu Vestan Elliðaráa og vesturhluta Kópavogs og allt Höfuðborgarsvæðið myndi finna fyrir áhrifunum.
Það er ljóst að mikill harmleikur hefur átt sér stað og mikilvægt að alþjóðasamfélagið komi til aðstoðar eins fljótt og auðið er. Næstu dagar og vikur skipta sköpum.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021