Í tilefni af konungskomunni 1907 var ruddur vegur frá Reykjavík, eftir Mosfellsheiði og upp á Þingvelli og þaðan upp í Haukdal.
Þetta er enn ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, miðað við tíma, höfðatölur og allt það. Vegurinn að hafa kostað 14% af fjárlögum síns tíma, svona rétt eins og ef við hefðu lagt 140 milljarða í eina samgönguframkvæmd.
Þennan veg, Gamla Kóngsveginn, fór Friðrik 8. konungur þegar hann heimsótti þennan þáverandi part Danaveldis fyrir hartnær 113 árum síðan.
Þessi vegur, tilurð hans og tilvist eru ólýsanleg verðmæti sem þarf að gera meira með. Með tíma vex gróður yfir svona slóða, náttúran slítur þá í sundur, aðrir vegir eru lagði ofan á eða þvert yfir. Með tímanum hverfum minningin og þekking á legu þeirra. Það væri synd að láta það gerast.
Það væri frábært að merkja þennan veg almennilega, halda honum við, fjarlægja gróður og ryðja hann á þeim stöðum sem þess er þörf, án þess þó að breyta honum í einhverja nútímalegan asfaltsstíg. Þetta yrði vegur fyrir gangandi fólk, hugsanlega hesta. Andi ferðalaga síns tíma þarf að halda sér.
Hugsa sér að það það væri gaman að standa í Elliðarárdal og horfa á skilti sem á stæði „Geysir í Haukadal – 103 km“. Að geta lagt af stað í langa gönguferð, án þess að þurfa að fara langt út fyrir bæinn fyrst, eða taka rútu inn á forhálendið og ganga svo heim.
Eina sem maður er hræddur við að einhver myndi freistast til að koma upp 100km+ ofurmaraþoni sem myndi kallast „Reykjavik-Geyser King’s Ultra.“ Það má náttúrlega ekki gerast.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021