EInu mennirnir með viti fjalla um Nýju fötin keisarans út frá ýmsum hliðum. Þeir koma líka við í tveimur brúðkaupum, á Spáni og þótt þátturinn sé ekki í boði Oddsson þá er sagt frá boði með Oddsson. Flateyri kemur líka við sögu, en mjög óbeint, þannig að einungis innvígðir og innmúraðir eru líklegir til þess […]
Category: Radíó Deiglan
Einu mennirnir með viti taka íslensku þjóðsöguna um 18 barna föður í álfheimum til umfjöllunar en fara líka víða um annars konar velli. Þeir ræða hlutverk og valdmörk sundlaugarvarða, skoða samvinnu Johns og Yoko, fara yfir stöðuna í Framsókn og ræða um Deigluna, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Einu mennirnir með viti, nú í steríó, eru semsagt […]
Einu mennirnir með viti taka hið klassíska ævintýri um Rauðhettu til umfjöllunar. Í þessum þætti fara þeir út fyrir þægindarammann og gera tilraun til leiklesturs en skríða svo aftur inn í hann þegar þeir taka til umfjöllunar forsetakosningarnar og nýja áhugamálið sitt, ameríska hafnaboltann.
Einu mennirnir með viti fjalla um hið klassíska og stórskemmtilega ævintýri um Stígvélaköttinn. Margt ber á góma, meðal annars Hauck&Aufhauser og hinn þýski stígvélaköttur—Peter Gatti. Línan er gefin um um forsetakosningar heima og erlendis, knattspyrnuþjálfarinn George Kirby kemur við sögu og þáttastjórnendur lýsa aðdáun á nýjum utanríkisráðherra.
Einu mennirnir með viti kryfja ævintýrið um Öskubusku. Þeir ræða meðal annars um ólíkar útgáfur af sögunni klassísku og velta fyrir sér hvort Öskubuskur nútímans myndu giftast kóngafólki eða myndarlegum milljarðarmæringum. Margt fleira kemur við sögu til dæmis Millet úlpur og uppbrettir sokkar.
Einu mennirnir með viti snúa aftur eftir langan dvala, þótt það hafi ekki verið í heila öld, eins og Þyrnirós. Þessi þáttaröð fjallar um ýmis konar ævintýri og sögur en margt annað kemst að. Þáttastjórnendur fjalla um árið 2015, bandaríska pólitík, forsetakjörið sem er framundan – og gera HC Andersen ævintýrinu um Eldfærin skil.
Síðasti þáttur annarrar seríu Einu mannanna með viti fer um víðan vígvöll. Þátturinn er tekinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og í vesturhluta Jerúsalem. Fyrri hlutinn á Valentínusardag en sá síðari í lok mars. Þáttarstjórnendur hneykslast á hópsálum samtímans, en komast að því að þeir eru kannski ekkert betri sjálfir. Og að sjálfsögðu gleyma þeir ekki […]
Einu mennirnir með viti eru í spreng að klára tímabilið. Í þessum þætti er upplýst um afdrif pennaveskis sem annar þáttastjórnenda glataði í Madríd. Þeir fjalla líka lauslega um jólaglögg Deiglunnar og boða epískan áramótaþátt þar sem farið verður ítarlega yfir áramótaboðskap forsætisráðherra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.
Einu mennirnir með viti brugðu landi undir fót og senda út þátt númer ellefu í seríunni frá höfuðborg Spánar. Þeir ræða ferðalagið, borgina. Vladimír Pútín og Guðni Ágústsson koma báðir við sögu í þættinum auk þess sem þeir lýsa því hvernig þeir bregðast við þegar þeir geta ekki fundið hluti sem þeir eru að leita […]
Einu mennirnir með viti ræða um heilsu sína og lifnaðarhætti. Þeir koma á framfæri mjög áhugaverðri kenningu um hvað sé raunverulega í gangi varðandi tætarana sem lögreglan fékk frá Noregi. Kynlíf ísaldarurriðans kemur að sjálfsögðu við sögu og margt fleira.
Einu mennirnir með viti eru loksins að ná sér eftir þáttaröðina um syndirnar sjö. Í þessum þætti eru umræðuefnin sótt í efnistök síðustu vikna á vefritinu Deiglan.is. Lögmaðurinn Konráð Jónsson kemur nokkrum sinnum við sögu, ósigri Gunnars Nelson er fagnað, Neanderdalskonan kemur við sögu – og þáttastjórnendur barma sér undan hlutskipti kynslóðar sinnar.
Einu mennirnir með viti ljúka umfjöllun sinni um höfuðsyndirnar sjö í lostafengnu uppgjöri við sínar dýrslegustu hvatir. Hafi Einu mennirnir með viti gengið nálægt sjálfum sér í fyrri umfjöllunum þá má segja að þeir séu komnir alveg inn að skinni í þetta sinn. Hlustendur eiga ekkert minna skilið en að þáttastjórnendur komi til dyranna eins […]
Fyrri hluti annarrar seríu hjá Einu mönnunum með viti er óðum að renna sitt skeið á enda. Í næstsíðasta þættinum er fjallað um reiðina. Þáttastjórnendur eru jafnvel enn persónulegri og berskjaldaðri heldur en í umfjöllun um aðrar syndir – enda hafa þær af nógu að miðla í þessum efnum. Corleone fjölskyldan kemur mjög mikið við […]
Einu mennirnir með viti halda áfram að leggja þjóðinni lífsreglurnar í umfjöllun sinni um höfuðsyndirnar sjö. Að þessu sinni er hlustendum boðið upp á að fá fylli sína – og rúmlega það – af umfjöllun um ofát. Þeir og ausa einnig úr brunni takmarkaðrar þekkingar sinnar á ofdrykkju – og bjóða þar að auki upp […]
Einu mennirnir með viti bera saman bækur sínar um öfundina og fjalla um ýmsar hliðar á fjórðu höfuðsyndinni sem tekin er fyrir í þáttaröðinni. Johnny Cash og John Lennon koma við sögu – en líka Jimmy Hendrix og að sjálfsögðu Mjallhvít og JR Ewing. Þáttastjórnendur fara yfir öfundina í sínu eigin fari og annarra og […]
Einu mennirnir með viti halda áfram að synda í syndunum sjö. Þeir halda því fram að þeir séu býsna saklausir af synd þáttarins – græðginni – en Magnús Þór Torfason, gestur þáttarins, bendir þeim á eina tegund græðgi sem þeir geta ekki algjörlega skilið sig undan. Einu mennirnir með viti ræða líka um réttarfar í […]
Letin er í forgrunni hjá Einu mönnunum með viti í þessum nýjasta þætti sem tekinn er upp í tveimur höfuðborgum samtímis. Sovétríkin, kommúnisminn og hinn prússneski Helmuth Karl Bernhard Graf von Moltke koma við sögu, að ógleymdum þáttastjórnendum sjálfum sem undanskilja vitaskuld ekki sjálfa sig í umfjöllun um höfuðsyndirnar sjö.
Einu mennirnir með viti hefja aðra þáttaröðina með umfjöllun um höfuðsyndina dramb. Sex þættir framundan til vors og sex höfuðsyndir eftir. Drambið er af sumum talin stærsta syndin og því eðlilegt að byrja á henni og við hæfi í þætti með þetta nafn. Joey Zasa, Jose Mourinho, Nýi Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri aðilar eru þáttastjórnendum hugleiknir.
Í lokaþætti fyrsta tímabils hjá Einu mönnunum með viti eru þáttastjórnendur uppteknir af samfélagsmiðlum, hamingjunni, Úkraínu, jafnrétti – en umfram allt sjálfum sér – eins og venjulega. Einu mennirnir með viti kveðja í bili.
Innreið Einu mannanna með viti á Twitter er krufin til mergjar og farið yfir óvænta aðdáendur á þeim vettvangi. Kynslóðaskipti og hnignun annars þáttastjórnandans koma til tals. Raunverulegur tilgangur heimavistarskóla er afhjúpaður og flokkshollusta er rædd í þaula.