Hægri mennirnir með vinstri kjörþokkann ræða um vinsældir annars þáttastjórnandans og vinsældir þáttarins. Hlustendur eru minnstir á að sá sem er værukær eru veirukær og í lokin er fjallað um að sumarið 2020 verður að öllum líkindum líkara sumrinu 1985 heldur en 2019.
Category: Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann
Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann fagnar því að fulltrúi þáttarins sé kominn á þing. Þessi smávægilega breyting á ráðahag annars þáttastjórnandans er þó afgreidd sem tiltölega smávægilegt aukaatriði í samanburði við mikilvægustu umfjöllunarefni þáttarins sem eru annars vega Hraunbitar og hins vegar brauðtertur.
Þórlindur Kjartansson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir spjalla saman. Fyrst ræða þau stuttlega um höfuðsyndirnar sjö í tilefni þess að sería Einu mannnanna með viti hefur verið endurútgefin. En meginefni þáttarins er umfjöllun um heitasta sjónvarpsefnið í dag, Þríeykið. Rætt er um gagnkvæma rafræna aðdáun Þorgjargar Sigríðar og Víðis Reynissonar og tekin ákvörðun um að hann verði veislustjóri í stóru brúðkaupi sem hún hefur í hyggju að halda.
Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann, Þórlindur og Þorbjörg Sigríður tala um vorboðann ljúfa í vestrinu áður en persónuleiki annars þáttastjórnandans er krufin. Svo er farið yfir hina umdeildu sjónvarpsþætti Exit og er þeim sem ekki vilja kynnast framvindunni bent á að bíða með að hlusta.
Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann ræðir um atvinnumennsku, fagmennsku, verkferla, viðbragðsáætlanir, fagaðila og fleiri spennandi málefni sem fólk þyrstir í að kryfjuð séu til mergjar.