Ræða álitamál sem upp hafa komið í skrifum á Deiglunni síðustu vikuna. Meðal annars fara þeir yfir ýmis konar erindisrekstur sem úthverfafólk þarf að sækja í miðborgina og rifja upp framsýnan pistil stofnandans. Í lokin bjóða þeir upp á ráðgjafaþjónustu fyrir þá hlustendur sem hafa áhuga á því að gerast aðdáendur hafnaboltans.
Category: Einu mennirnir með viti
Einu mennirnir með viti ræða um jarðhræringar og sóttvarnir eins og allir landsmenn. En þar að auki er rætt ástandið á gamalli Ford-bifreið sem þarf á meiri spennu að halda í tilveru sína, annars gæti illa farið.
Einu mennirnir með viti fjalla áfram um raka og loftgæði. Borgar Þór býður upp á nýja þjónustu sem stendur eingöngu til boða á Seltjarnarnesi. Þeir rifja upp dagana þegar veik von um bólusetningu þjóðarinnar varð að algjörri fullvissu. Að lokum er farið ýmis áhugaverð atriði í tengslum við körfuboltadómgæslu, en Þórlindur átti fyrir höndum tvo leiki síðar um daginn.
Einu mennirnir með viti halda áfram rannsóknum á rakastigi og fjalla um þann leyndarhjúp sem virðist vera um raunverulegt ástand raka á landinu. Þeir ræða um mögulegan forystumann í málefnum Reykjavíkurborgar. Stærstur hluti þáttarins fer þó í að ræða háþróaðar aðferðir Borgars Þórs í kjötsúpugerð.
Einu mennirnir með viti heilsa nýju ári og halda upp á afmæli tveggja ritstjóra við erfið en batnandi loftgæði á 8. hæð við Austurströnd. Eftir ítarlega umfjöllun um margvíslegar lausnir í þeim efnum fara þeir stuttlega yfir helstu málefni samtímans, faraldurinn og valdaskiptin í Bandaríkjunum. Og Diego Maradona kemur við sögu.
Í síðasta þætti Radíó Deiglunnar árið 2020, og þeim 23., ræða Einu mennirnir með viti® um daginn, nóttina, veginn og vegaleysur. Fjallað er um sóttvarnalimrur sem gætu komið í stað opinberra sóttvarnaráðstafana og í framhaldinu um verndarhagsmuni sóttvarna- og umferðarlaga. Einnig er tæpt á því helsta sem fram fór á jólaglögg Deiglunnar 2020.
Í 22. þætti Radíó Deiglunnar á þessu ári spjalla Einu mennirnir með viti saman um átrúnaðargoðið Diego Armando Maradona og fara yfir fjölbreytt pistlaskrif á Deiglunni síðustu tvær vikur.
Einu mennirnir með viti fara yfir blómleg pistlaskrif á Deiglunni í liðinni viku. Þar gætti ýmissa grasa og gáfu skrif vikunnar tilefni til margvíslegra vangaveltna.
Einu mennirnir með viti settust niður á laugardagskvöldi og spjölluðu saman um ferðasumarið á Íslandi 2020, íslenskasta sumar í heila kynslóð. Og úr því fór umræðan yfir í íslenskasta tónlistarmann þeirra allra—Bubba Morthens, sem verið hefur innblástur allra skrifa á Deigluna í þessum mánuði.
Eftir rúmlega eins árs fjarveru snúa Einu mennirnir með viti aftur í Radíó Deigluna. Þar sem annar þeirra útskrifaðist af náttúrufræðibraut MR þykir þeim óhætt að veita ráðleggingar í tengslum við útbreiðslu smitsjúkdóma, en meginefni þáttarins er hæfnimat út frá námskröfum 6. bekkjar í grunnskóla sem annar þáttastjórnandinn framkvæmir á hinum.
Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann ræðir um atvinnumennsku, fagmennsku, verkferla, viðbragðsáætlanir, fagaðila og fleiri spennandi málefni sem fólk þyrstir í að kryfjuð séu til mergjar.
Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn og að þessu sinni er áherslan lögð á hina skapstóru feðga; Sonny og Vincent. Þáttastjórnendur velta fyrir sér hvernig skólakerfið hefði tekið á persónuleika Santinos og ræða líka um það hvar þeir hefðu haft höfuðstöðvarnar ef þeir hefðu stofnað mafíu á Íslandi. Búddismi kemur líka […]
Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn. Í þessum þætti beina þeir sjónum sínum að helstu kvenpersónum myndarinnar og áhrifum þeirra á söguna. Feðraveldið er tekið til bæna og femmínisminn er allsráðandi rétt fyrir jólin.
Einu mennirnir með viti snúa aftur með umfjöllun um Guðföðurinn. Í þessum þætti fjalla þeir fyrst og fremst um hinn dáðlausa Fredo Corleone. Farið er yfir hið vægast sagt stormasama samband hans við Michael, litla bróður sinn, og hinn sviplegu og sögufrægu endalok hans, og leikarans sem fór með hlutverk hans.
Einu mennirnir með viti halda áfram umfjöllun um klassísk ævintýri; en beina nú sjónum sínum að hinu nýklassíska ævintýri um Corleone fjölskylduna. Í fyrsta hluta af sex er fjallað um þrjá af mönnunum sem mættu til Don Corleone í upphafi myndarinnar og óskuðu eftir greiða. Einu mennirnir með viti biðjast velvirðingar á hljóðgæðum í þessum […]
Einu mennirnir með viti fjalla um ævintýrið um Mjallhvíti (og dvergana sjö) og koma að venju víða við. Vísað er í lærðar sálfræðigreinar og óformlegar kannanir á klámmyndagerð. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.
EInu mennirnir með viti fjalla um Nýju fötin keisarans út frá ýmsum hliðum. Þeir koma líka við í tveimur brúðkaupum, á Spáni og þótt þátturinn sé ekki í boði Oddsson þá er sagt frá boði með Oddsson. Flateyri kemur líka við sögu, en mjög óbeint, þannig að einungis innvígðir og innmúraðir eru líklegir til þess […]
Einu mennirnir með viti taka íslensku þjóðsöguna um 18 barna föður í álfheimum til umfjöllunar en fara líka víða um annars konar velli. Þeir ræða hlutverk og valdmörk sundlaugarvarða, skoða samvinnu Johns og Yoko, fara yfir stöðuna í Framsókn og ræða um Deigluna, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Einu mennirnir með viti, nú í steríó, eru semsagt […]
Einu mennirnir með viti taka hið klassíska ævintýri um Rauðhettu til umfjöllunar. Í þessum þætti fara þeir út fyrir þægindarammann og gera tilraun til leiklesturs en skríða svo aftur inn í hann þegar þeir taka til umfjöllunar forsetakosningarnar og nýja áhugamálið sitt, ameríska hafnaboltann.
Einu mennirnir með viti fjalla um hið klassíska og stórskemmtilega ævintýri um Stígvélaköttinn. Margt ber á góma, meðal annars Hauck&Aufhauser og hinn þýski stígvélaköttur—Peter Gatti. Línan er gefin um um forsetakosningar heima og erlendis, knattspyrnuþjálfarinn George Kirby kemur við sögu og þáttastjórnendur lýsa aðdáun á nýjum utanríkisráðherra.