Það getur reynt á þolinmæðina að ferðast um Suðurlandsveginn þessa dagana. Reglulega myndast umferðarteppa vegna ferðamanna á leið austur sem eiga engra annarra kosta völ en að aka í gegn um Selfoss. Þó svo að tafirnar séu ekkert í líkingu við það sem vegfarendur þekkja i erlendum stórborgum og þó að þær séu bæði tíma- […]
Category: Pistlar
Það er fátt sem jafnast á við að ferðast í íslenskri náttúru.
Línur í íslenskri pólitík eru sjaldan eins skýrar eins og í afstöðu flokkanna til sölu ríkiseigna. Mikil andstaða við sölu Íslandsbanka í aðdraganda nýlegs útboðs á 35% hlut ríkisins lýsir viðhorfi stöðnunar og afturhalds sem hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum.
Óhætt er að fullyrða að t.d. Langjökull væri langflestum Íslendingum ófær ef áræðnir einstaklingar hefðu ekki haft hugmyndaflug í að grafa göng í jökul eða gert sér von um að skapa úr því verðmæti.
Illa ígrunduð ákvörðun sóttvarnayfirvalda um að loka komufarþega inni á sóttvarnahóteli er ber með sér virðingarleysi gagnvart grundvallarréttindum.
Þar sem flókið er að skilgreina eignarétt á andrúmsloftinu er erfitt að samræma skammtímahagsmuni einstaklingsins við hlýnun jarðar. Þó að afleiðingarnar geti verið hörmulegar, virka hvatarnir þannig að mikil hætta er á því að skeytingaleysi gagnvart umhverfismálum getur leitt til þess að ekki verði gripið tímanlega í taumana.
Ef við lesum meira úr atburðunum síðasta miðvikudag en tilefni er til gefum við vanstilltum hópi fólks eða leiðtoga þeirra, sem ber enga virðingu fyrir undirstöðum vestrænna lýðræðisríkja, allt of mikið vægi sem þau eða aðrir geta nýtt sér þegar fram líða stundir.
Í dag eru vetrarsólstöður og stysti dagur ársins. Nú þegar jólaundirbúningurinn nær hámarki getum við litið framtíðina björtum augum og fagnað því að birtustundum fjölgi.
Í upphafi faraldursins var íslenskum stjórnvöldum hrósað fyrir að halda sig til hlés og leyfa embættismönnum á sviði sóttvarna að upplýsa um gang mál og leggja línurnar um það hvernig bregðast skyldi við faraldrinum.
Það er auðvelt að afskrifa hugmyndir um borgaraleg réttindi og frelsi einstaklingsins sem háleitar eða jafnvel barnalegar hugmyndir á tímum COVID. Að göfugri markmið um að vernda viðkvæma hópa og hætta á því að spítalar ráði ekki við ástandið trompi þau einfaldlega. Hver gæti mótmælt fundabanni til að bjarga óræðum fjölda hugsanlegra fórnarlamba veirunnar?
Gjörbreyttur veruleiki blasir við frá undirritun kjarasamninga 2019. Algjört hrun stærstu atvinnugreinar Íslands veldur því að 300 milljarðar hurfu úr hagkerfinu innan árs. Þó að innlend eftirspurn hafi að hluta til komið í staðinn er ljóst að afleiðingar minni umsvifa eiga eftir að koma að fullu fram og verður veturinn mörgum erfiður.
PISA könnunin gaf til kynna að íslenskir nemendur virðast verr undirbúnir fyrir framhaldsskólanám en jafnaldrar þeirra í OECD löndunum. Svo virðist sem tíminn sem krakkarnir okkar eyða í skólanum sé ekki nægjanlega skilvirkur og að þeir standi ekki jafnfætis nemendum annars staðar. Þó svo að hægt sé að velta upp ýmsum ástæðum fyrir þessu er […]
Árið 2016 tilkynnti sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, að hann byði sig ekki fram. Í áramótaávarpi sagði Ólafur að þá væru ,,[..]hin réttu vegamót að færa ábyrgð forseta yfir á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs“. Þó svo að forsetinn virtist hafa tekið af allan vafa um að […]
Nú þegar stór hluti hagkerfisins er í fangi ríkisins freistast menn til að líta á þróun síðustu vikna sem sönnun fyrir skipbroti kapítalismans. Að þar með sannist að hann geti ekki staðið óstuddur heldur reiði sig á ríkið í hamförum eins og þeim sem nú ganga yfir heimsbyggðina. Því þurfi að hverfa frá opnu markaðshagkerfi og alþjóðavæðingu.
Á einum af fjölmörgum fréttamannafundum þríeykisins sagði Víðir litla ástæðu til að stæra sig af því hversu vel gengi í baráttunni við veiruna. Nú væri ekki tíminn til þess. Og það var ekki að ástæðulausu sem hann minntist á þetta. Nokkuð hefur verið um það í almennri umræðu að árangur þjóða og jafnvel landsvæða sé […]
Hvernig verður hversdagsleikinn öðruvísi eftir að veiran gengur yfir og er eitthvað af þeirri hegðun, sem við erum að tileinka okkur nú, komin til að vera?
Fyrir nokkrum mánuðum var þjóðfélagsumræðan gegnsýrð af deilum um orkupakka 3 sem var þó á endanum samþykktur. Þó ekki sé langt síðan að umræðan náði hámarki er samt ástæða til að rifja upp að hræðsla andstæðinga pakkans við samþykkt hans gekk að miklu leyti út á að ef hann yrði hluti af íslenskri löggjöf væri okkur gert að tengjast orkukerfi Evrópu um sæstreng. Að við myndum missa forræði yfir orkuauðlindunum, Íslendingar myndu einhvern veginn glata sjálfsákvörðunarréttinum um lagningu hans og í kjölfarið myndi unga fólkið flykkjast burt frá tækifærasnauðu landi.
Forsvarsmenn Orkunnar okkar hafa gert mikið úr því að með innleiðingu orkupakka EES-samningsins muni ríkinu verða skylt að ,,[..] ryðja úr vegi hindrunum fyrir millilandatengingu“ og ,,afnema takmarkanir í viðskiptum með rafmagn milli aðildarríkjanna“ og að þetta feli í sér einhvers konar skyldu íslenska ríkisins að heimila lagningu sæstrengs. Auðvitað er þetta ekki raunin. Með […]
Eitt það fallegasta við íslenska umræðu er hvernig helstu persónur og leikendur ná að endurnýja sig með reglulegu millibili. Einn daginn ertu að reka fjölmiðil fyrir auðmann og segja ungu fólki sem þráir að vinna sem blaðamenn, vita að þau geti kannski fengið vinnu en aldrei meira en 300 þúsund kall á mánuði. Þann næsta […]
Ég hlustaði á fréttirnar á BBC í morgun. Í faglegri samantekt um dólgslætin í Trömp var m.a. vitnað í kveðjuræðu Obama forseta þar sem hann talaði um hversu einsleit umræðan hefur orðið í kringum okkur. Á okkar persónulegu samfélagsmiðlum blasa gjarna við sömu skoðanirnar á fréttaveitunni og við keppumst við að taka undir með […]