Hefurðu prófað að eiga ekki bíl, þó það sé ekki nema í viku? Hefurðu prófað að þurfa að labba innan um alla hina bílana og þurfa jafnvel að bíða eftir strætó nálægt risastórum, skítugum stofnbrautum? Hefurðu reynt að tala í símann eða hlusta á hlaðvarp á meðan þú gengur framhjá Kringlumýrarbraut? Hefurðu fundið lyktina sem er nálægt stærri stofnbrautum og séð ruslið í kringum þær? Hin einna sanna aðför er ekki að einkabílnum, heldur að þeim sem ekki eiga einkabíl.
