Þetta var eins og risastökkið til tunglsins, að sjá félagsaðstöðuna breytast í huggulegan matsal þar sem nemendur sátu glaðbeittir í hádeginu með heitan mat hver á móti öðrum. Síðan eru liðin mörg ár og nú er víðast hvar boðið upp á heitan mat í skólum. Markmiðið alls staðar er að bjóða upp á staðgóðan heimilismat sem allir hafa efni á að veita börnum sínum.
