Það er fínt og jafnvel nauðsynlegt að lesa umferðarlögin, en það væri ágætis byrjun að ákveða bara að vera ekki asni í umferðinni.
Category: Deiglupistlar
Þegar syrtir í álinn í efnahagslegu tilliti og atvinnuleysi eykst hefur það bein áhrif á stöðu og getu foreldra til að veita börnum sínum öruggar aðstæður og skyldi engan undra.
Skráning fleiri útgerðarfélaga á hlutabréfamarkað veitir almenningi beina aðild að auðlindinni og stuðlar vonandi að meiri sátt um sjávarútveg.
Þegar stjórnvöld, fjölmiðlar—og nú tæknifyrirtækin—leggjast á eitt við að breiða út tilteknar skoðanir og kaffæra aðrar, er mikilvægara en nokkru sinni að leyfa efasemdum, tortryggni og jafnvel vænisýki að vera hluti af umræðunni.
Óhætt er að segja að nefndin, undir forystu Bryndísar Haraldsdóttur alþingismanns, hafi skilað góðu verki, gagnmerkum tillögum sem byggja á vel ígrunduðum forsendum sem mynda traustan grunn að þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um nýja norðurslóðastefnu.
Tilgáta Deiglunnar byggði á þeim einfalda sannleika að annað hvort gerist eitthvað eða það gerist ekki.
Á stríðsárum var byggður flugvöllur í Vatnsmýri. Land var tekið eignarnámi, hús flutt og heilu hverfi skipt í tvennt með flugbraut. Síðan þá hefur oft verið rætt um flytja flugvöllinn og taka landið undir byggð. Sú umræða náði nýjum hæðum fyrir akkúrat 20 árum, með sérstakri, ráðgefandi kosningu um framtíð hans. Niðurstaðan með þeirri ráðgefandi […]
Á komandi tíu árum er fyrirséð að tveir þriðju hlutar millistéttar heimsins verði í Asíu og að stórborgir í Afríku verði á meðal þeirra stærstu í heiminum. Það er raunveruleg hætta á því að þessi tíðindi muni alfarið fara framhjá okkur vegna þess að við horfum ekki lengra en yfir á næsta hól að sjá hver hafi verið að fá vinnu hjá nýja sprotafyrirtækinu, mataræði viðkomandi og hvernig tvíhöfðinn hefur það eftir æfingu dagsins.
Framtíðin er í sífelldri mótun. Lifandi borg þarf að taka mið af tíðaranda samtímans og fyrirsjáanlegri framtíð. Fólk biður um nýjar lausnir og borgarumhverfið þarf að bregðast við.
Nýlegt morð á Söru Everard í Englandi minnir okkur á hversu hættuleg veröldin getur verið fyrir okkur konur. Í nýlegri könnun í Bretlandi kemur fram að 97% kvenna á aldrinum 18 – 24 hafa orðið fyrir áreitni, við gætum því nánast sagt að allar konur verði fyrir áreitni, en höfum í huga Bretland er ekki […]
Lengi framan af sögu lýðveldisins virðist það ekki hafa þótt vera traustvekjandi að brosa á myndum—og kannski bara ekki yfir höfuð. Kannski markaðist það af alvarleika verkefnanna sem ráðherrarnir tókust á hendur. En kannski var það hluti af einhvers konar leikriti, þar sem skipti máli að viðhalda fjarlægð milli valdsins og þegnanna?
Fyrir tveimur árum gerði ég merkilega uppgötvun sem leysti úr mörgum álitaefnum sem alla jafnan sækja á mann.
Heimsmyndin hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og allar okkar nánustu nágranna- og vinaþjóðir hafa brugðist við því með aukinni áherslu á öryggis- og varnarmál, ekki síst innan raða eða í samstarfi við NATO. Ísland nýtir sér þekkingu bandalagsins m.a. til að efla og móta viðbrögð okkar við fjölþátta ógnum. Það er því óskiljanlegt að hlusta á ekki bara einn heldur þrjá kjörna fulltrúa tala þetta mikilvæga varnarsamstarf niður.
Við vitum öll að áhugamál eru mjög mikilvæg en svo virðist vera að áhugamál sem snúa að því að bæta sig í einhverju, komast í nýtt umhverfi, kynnast nýju fólki og mæta einhverskonar áskorunum séu alltaf vinsælust.
Þar sem flókið er að skilgreina eignarétt á andrúmsloftinu er erfitt að samræma skammtímahagsmuni einstaklingsins við hlýnun jarðar. Þó að afleiðingarnar geti verið hörmulegar, virka hvatarnir þannig að mikil hætta er á því að skeytingaleysi gagnvart umhverfismálum getur leitt til þess að ekki verði gripið tímanlega í taumana.
Glóandi hraunelfur rennur á ógnandi hraða, rústir bygginga sem hafa hrunið til grunna og örvæntingarfullt fólk á flótta. Þetta eru hughrif sem fregnir af jarðskjálftum og eldsumbrotum geta vakið og má að einhverju leyti rekja til draumaverksmiðjunnar í Hollywood þar sem dramatík er eitt mikilvægasta hráefnið. Kvikmyndahandrit sem myndi byggja á raunverulegum aðstæðum á Íslandi […]
Þegar ég var tvítugur ákvað alheimurinn að nú væri rétti tíminn til að gefa opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík frjálsan. Þetta ástand varði ekki lengi en lenti akkúrat á réttum tíma fyrir mig. Tvítugt fólk í dag hefur klárlega ekki verið heppið með fæðingarár því allt hefur verið gert til að fórna félagslífi þeirra á altari […]
Þjóðarleiðtogar eru líka fólk—og fólk er bæði þreytt og óþolinmótt í þessu ástandi. En það er fremur dapurlegt í mínum huga að fylgjast með framgöngu leiðtoga okkar góðu frænd- og vinaþjóðar á þessum tímum. Hin skrýtna hegðun danskra stjórnvalda minnir okkur rækilega á hversu dýrmætt og mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að vera sjálfstæð þjóð, með okkar eigin góðu leiðtoga og bera sjálf ábyrgð á hegðun okkar. Að við séum þjóð meðal þjóða, í farsælu og drengilegu samstarfi í alþjóðlegu samfélagi, á jafningjagrunni.
Á Íslandi er það helst í fréttum sem ekki gerist. Daglega halda almannavarnayfirvöld blaðamannafundi til að greina frá faraldri sem ekki geisar hér á landi. Það er helst að fréttir af eldgosi sem ekki er byrjað og enginn getur sagt um hvort eða hvenær það hefst dragi athyglina frá því sem ekki er að gerast í útbreiðslu og veikindum vegna kórónuveirunnar.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað felst í því að búa yfir spádómsgáfum. Kannski eru raunverulegir töfrar í þessum plastlagða prentaða pappír.