Vanhæfur menntamálaráðherra!

Félagshyggjustjórnin hefur beint spjótum sínum að námsmönnum til þess að reyna að hagræða í ríkisrekstri. Þetta er þvert á það sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu námsmönnum í kosningabaráttu sinni í vor.

Af lumbrum og lymjum

Eftir að hafa borðað milljarða í morgunamat í nokkur ár nærist alþýðan nú á gjaldþrotum, svikum og prettum eins og þau birtast okkur í fyrirsögnum morgunblaðanna. Leikendur eru mikið til þeir sömu og áður en leikmunirnir aðrir – milljarðar í gær, undaskot í dag, Kvíabryggja á morgun. Það er merkilegt til þess að hugsa að í áraráðir skuli heil þjóð hafa komið út sem hvítþegið bleyjubarn í alþjóðlegum spillingarkönnunum en virðist nú vera samansafn gerspilltra fjárglæframanna.

Vafasamt efni á netinu

Í fréttum í gærkvöldi var fjallað um umdeilda heimasíðu, ringulreid.org, sem vefþjónn Vodafone lokaði 10. júní. Þetta var gert þar sem talið var að á síðunni hafi farið fram rafrænt einelt og ærumeiðandi ummæli. Í þættinum Ísland í dag var svo bætt um betur og talið að á síðunni birtist barnaklám. Ásakanirnar eru því af ýmsum toga sem athyglisvert er að skoða nánar.

Eru fjárhættuspil áhættunnar virði?

Í gegnum árin hafa ríki sett ákveðna hluti á bannlista og í flestum tilvikum er erfitt að breyta því. Að vísu var áfengi bannað í stuttan tíma áður en það var leyft aftur, en það er undantekningin frekar en reglan. Hvernig er samt staðan í dag? Eru einhverjir hlutir sem við ættum að líta á aftur og leyfa? Er ekki líka nauðsynlegt að spyrja sig af hverju bannið var sett á?

Kvótinn, fyrningin og ESB

Það eru gömul sannindi og ný að fiskveiðilögin verða erfiðasta samningsatriðið ef til þess kemur að Ísland sæki um aðild að ESB. Þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum 116/2006 um stjórn fiskveiða að úthlutun aflaheimilda skapi ekki „eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ er nánast öruggt að dómsmál verða höfðuð verði gerðar á þeim umfangsmiklar breytingar. En fyrir ESB yrðu lög 116/2006 líklega einfaldari viðureignar en lög 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.

Bílastæðin við Háskólann

Það er skiljanlegt, en jafnframt rangt af meirihluta Stúdentaráðs að leggjast gegn gjaldskyldu á mest ásetnu bílastæðunum við Háskóla Íslands. Ekki einasta gengur það gegn eðlilegri hugsun í nýtingu og framboði, rétti háskólans til að taka gjald af veittri þjónustu til ákveðins hóps, heldur styðja þeir ósjálfbæra og óréttláta styrkveitingu skólans til þess hóps sem í dag kemur á bíl, á kostnað þeirra sem það gera ekki.

Stjórnmálamenn skulda okkur sannleikann

Staðan eins og ég sé hana í dag. Hún er slæm en það hafa allir vitað um nokkurn tíma. Stjórnmálaflokkarnir brugðu á það ráð í síðustu kosningum að bindast þegjandi samkomulagi um að segja ekki að staðan væri slæm. Þeir skýldu sér á bakvið að það lægi ekki fyrir hversu slæm hún væri og því væri ómögulegt að segja nokkuð. Svo láta menn eins og það sé að renna upp fyrir þeim núna að staðan sé virkilega slæm og að það þurfi að skera niður – líka í velferðarmálum.

Sjómannadagur í nagandi óvissu

Í dag fögnum við sjómannadegi. Þökkum þeim sem færa heim þau auðæfi sem í auðlindum sjávarins búa fyrir starf sitt og minnumst fórna þeirra og forvera þeirra í gegnum tíðina. Sjómannadagurinn í ár er hins vegar haldinn í skugga nagandi óvissu um framtíðarfyrirkomulag atvinnugreinarinnar. Óvissu sem er tilkomin vegna glannalegrar framkomu stjórnvalda og vanhugsaðrar þjóðnýtingarstefnu samfylkingar og vinstri grænna í sjávarútvegsmálum.

Endalokin

Á morgun opnar Feneyjar-tvíæringurinn fyrir almenning. Tvíæringurinn eða oft kallaður Bínalinn (e. biennale) var fyrst haldinn árið 1895, hann er alltaf haldinn annað hvert ár í Feneyjum og er þetta í 53ja sinn sem hátíðin er haldin. Það er mikill heiður fyrir íslenska listamenn að vera valdir til að vera fulltrúar Íslands á þessari gígatísku listahátíð og í ár er Ragnar Kjartansson okkar fulltrúi.

Eigrað um stefnulaust

Stjórnmál á Íslandi skortir stefnu. Pólitísk umræða á Íslandi er viljandi eða óviljandi föst í smáatriðum og útúrsnúningum sem kemur þegar allt kemur til alls mest niður á öllum nema stjórnmálamönnum sem fitna eins og skrattinn á fjósbitanum. Aftur og aftur virðist fólk sætta sig við það að stjórnmálamenn maldi í móinn yfir smáatriðum, horfa um öxl og spá í fortíðina og hreinlega neiti að svara erfiðum spurningum.

20 ár frá hruni kommúnismans í Póllandi

Þann 4. júní 1989 gengu Pólverjar að kjörborðinu í fyrstu hálflýðræðislegu kosningum í austurblokkinni. Stjórnarandstaðan vann þar mikinn sigur undir forystu Samstöðunnar. Í kjölfarið tók við fyrsta borgaralega ríkisstjórnin í Austur-Evrópu.

Vont og það versnar

Við fengum af því fréttir enn og aftur í gærkvöldi að staða ríkisfjármála og efnahagslífsins sé verri en menn áttu von á. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra lýsti því yfir við fjölmiðla í gær að það þurfi að taka enn fastar á ríkisfjármálunum. Yfirlýsing forsætisráðherra er furðuleg en kemur svo sem ekki á óvart því þessi ríkisstjórn hefur verið bæði máttlaus og svifasein þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðandir um ríkisfjármálin.

Hvernig sykurskattur verður óþarfur

Í síðasta pistli mínum lofaði ég hugmyndir Ögmundar Jónassonar um sykurskatt í hástert. Þær eru skref í þá átt að gera einstaklinginn fjárhagslega ábyrgan fyrir heilsu sinni – að því gefnu að fé skattgreiðenda sé notað til að greiða niður heilbrigðisþjónustu. Best af öllu væri þó ef einstaklingurinn tæki enn meiri þátt í að greiða heilbrigðiskostnað sinn og axlaði þar með fulla fjárhagslega ábyrgð á lifnaðarháttum sínum. En er hægt að útbúa slíkt greiðslukerfi án þess að gefa upp á bátinn fullkomið og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu?

Samræmd stefna um að óttast Kína

Enginn ráðherra ætlar að hitta Dalai Lama meðan hann er hér á landi. Fjármálaráðherra hefur sagt að engin samræmd stefna hafi verið mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar um heimsókn hans og er það svar nokkuð í anda ríkisstjórnarinnar sem virðist líta á samræmingu áætlana sem sitt helsta viðfangsefni. Raunveruleg ástæða er þó augljós – þjónkun við stórveldið Kína sem vill fyrir alla muni að enginn þjóðarleiðtogi hitti Dalai Lama að máli.

Arðgreiðslur Orkuveitunnar

Reiði starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur vegna arðgreiðslu til eigenda fyrirtækisins var að vissu leyti skiljanleg. Þeir höfðu nýverið sætt sig við kjaraskerðingu vegna slæmrar afkomu fyrirtækisins og sveið því að sjá eftir þeim sparnaði til sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna. En þegar málið er krufið til mergjar er kannski eðlilegt að Orkuveitan greiði út arðinn, ekki síst í ljósi þess hverjir eigendurnir eru, hvaða ábyrgð þeir bera og hvers konar fjármuni þeir hafa bundna í fyrirtækinu.

Íslenskir kjósendur ráða litlu

Einn mælikvarði á lýðræðislegra skilvirkni á stjórnmálakerfa ríkja er hve algengt það sé að kjósendum takist að koma sitjandi valdhöfum frá í kosningum. Skemst er frá því að segja að Ísland skorar ekki hátt á þeim mælikvarða. Það eru oftast íslenskir stjórnmálamenn en ekki kjósendur sem taka ákvörðun um að fella ríkisstjórnir eða koma þeim til valda.

Góða ferð!

Síðustu daga hefur veðrið leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins og ungir sem aldnir hafa flykkst í Nauthólsvík og á Austurvöll til að njóta blíðunnar. Sólardagarnir eru svo sannarlega kærkomnir því þrátt fyrir að veturinn hafi ekki verið sem verstur með tilliti til snjóþunga og kulda, var hann mörgum erfiður vegna bankahrunsins.

Fjárlagahallinn er nú meiri kallinn

Ef íslenska þjóðarbúið á að eiga sér viðreisnar von á næstu árum er algert lykilatriði að stjórnvöld líti á ríkisfjármálin með raunhæfum hætti og taki upp niðurskurðarhnífinn. Kynjuð hagstjórn mun því miður ekki duga ein og sér til að loka fjárlagagatinu.

Verjum það nauðsynlega – skerum niður munaðinn

Stjórnvöld á Íslandi standa nú frammi fyrir því að þurfa að skera umtalsvert niður af fjárlögum ríkisins. Sama verkefni blasir við sveitarstjórnum um allt land. Hingað til hafa fáar gagnlegar hugmyndir komið fram nema hvað allir virðast nokkurn veginn sammála um að það þurfi að finna lausnir. Það er hins vegar sjaldgæfara að finna fyrir nokkurn mann sem þorir að leggja þessar lausnir til, enda er það ljóst að allar breytingar í ríkisrekstrinum munu vekja upp hörð viðbrögð.

Ekki vegna heldur þrátt fyrir

Dagur 114 í Alþýðulýðveldinu er runninn upp og í dag ætlar forsætisráðherra að segja okkur hvað er að gerast í efnahagsmálum. Á þessum 114 dögum hefur byltingarstjórnin komið mörgu til leiðar.