Alþingi í gíslingu

Alþingi Íslendinga fjallar nú um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Kristaltært er að mjög svo skiptar skoðanir eru um málið í þjóðfélaginu og ekki síður innan ríkisstjórnar. Hvernig sækir ríkisstjórn sér umboð í máli sem þessu?

Hávær minnihluti á ekki að ákveða málsmeðferðina

Ein sterkustu rökin fyrir hinni svokölluðu tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild er hve illa hörðustu talsmenn málsins taka henni. Það er aldrei góð regla að láta háværasta minnihlutann ráða því hvernig málsmeðferðinni er háttað. ESB-málið er flókið, umdeilt og fyrir því er ekki skýr meirihluti á þingi. Það er eðlilegt að aðkoma þjóðarinnar sé sem allra mest að málinu.

Dráttarklárinn þrýtur örendi

Hægt er að hugsa sér hagkerfið sem hest sem dregur kerru á eftir sér. Þá er atvinnulífið hesturinn og velferðarkerfið er kerran. Þessir tveir hlutir þurfa að vinna saman, sterkt atvinnulíf skapar miklar tekjur í hagkerfinu og þá er hægt að halda uppi góðu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðakerfi, því sterkari sem hesturinn er þeim mun þyngri kerru getur hann dregið.

Munurinn á „will“ og „may“

Tryggingarsjóður innistæðueigenda oftúlkaði að því er virðist íslensk lög á enskri útgáfu heimasíðu sinnar. Í þýðingunni var gengið miklu lengra í að sannfæra fólk um að lán yrði tekið til að greiða út innistæðutryggingar heldur en gert er í íslensku útgáfunni og raunar mun lengra en íslensk lög gefa tilefni til. Það er skítalykt af þessu.

Höft eru axarsköft

Gjaldeyrishöftin hafa skapað veruleika þar sem hægt er að græða hundruð milljóna á því að kunna á gloppur kerfisins. Samfélag sem verðlaunar slíka þekkingu umfram allt annað er líklegt til að verða bæði spillt og staðnað.

Gull og grænir skógar

Í þessari viku gekk Real Madrid frá kaupum á franska sóknarmanninum Karim Benzema sem gerir fjárhæð sumareyðslu þeirra að rúmlega 200 milljónum punda. Er þessi eyðsla Real merki um nýja tíma í knattspyrnunni eða einfaldlega endurvakning galactico stefnunnar svokölluðu?

Samgönguæði

Nú í upphafi helgarinnar þeystu þúsundir landsmanna út úr borginni, allir á leið í útilegu í kreppufíling með gamla góða tjaldið og kolagrillið. Ein stærsta ferðahelgi landans er gengin í garð og klárt mál að umferðarfréttir af þjóðvegum lansins munu ekki fara framhjá okkur um helgina.

Byrjað á röngum enda

Sagt hefur verið að leiðin til heljar sé vörðuð góðum fyrirætlunum. Fá svið mannlífsins falla betur að því máltæki en stjórnmálin. Algengast er að fólk sem starfar á stjórnmálasviðinu taki ákvarðanir með góðum hug með þveröfugum afleiðingum.

Hversu vel er þér treyst?

Mörg fyrirtæki bæði innanlands og utan hafa farið þá leið að banna samskiptavefi eins og Twitter og Facebook. Yfirleitt eru áhyggjur fyrirtækja af tvennum toga, annars vegar eru þær að starfsmönnum er ekki treyst að þegja yfir leyndarmálum fyrirtækisins og að þeir muni deila þeim á leiftur hraða í gegnum þessar síður. Hin megin rökin hafa verið að síðurnar séu einfaldlega tímaþjófur og starfsmönnum sé ekki treystandi að verja eðlilegum tíma á þessum síðum.

Norrænt velferðarsamfélag?

Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ráðherrum og stjórnarliðum orðið tíðrætt um hið norræna velferðarsamfélag sem þeir vilja byggja hér upp. Mörgum líst eflaust vel á og þar með talið undirritaðri sem lengi hefur verið ákaflega hrifin af velferðarsamfélögum Norðurlandanna. Í vikunni fóru þó að renna á mig tvær grímur og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi allan tímann misskilið hugtakið „norrænt velferðarsamfélag“. Aðgerðir stjórnvalda virðast nefnilega ekki hafa það að augnamiði að ná þessu göfuga markmiði nema síður sé.

Af olíudropum og undrum veraldar

Eina albestu dæmisögu sem ég hef heyrt er að finna í bókinni Alkemistanum eftir Paulo Coelho. Þar segir frá ungum kaupmannssyni sem dreymdi um að nema leyndardóm hamingjunnar af vitringi einum og lagði á sig langt ferðalag til að finna höll hans í eyðimörkinni.

Nafnlausi kröfuhafinn

Í allri umræðunni um efnahagsmál á Íslandi eru ákveðin orð eða heiti notuð reglulega. Sem dæmi má nefna: „erlendir fjárfestar“, „kröfuhafar bankanna“ og „eigendur jöklabréfa“. Hvernig stendur eiginlega á þessu endalausa nafnleysi?

Stækkunarþreyta ESB

Núverandi ríkisstjórn á Íslandi virðist, ef marka má fréttir síðustu daga, veðja á að aðild Íslands að ESB muni leysa flest okkar vandamál og því sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt að fórna því sem til þarf til að svo megi verða. Enginn hefur útskýrt á skýran og greinargóðan hátt hvernig aðild muni koma Íslandi til bjargar en í stað þess er boðið upp á óljóst tal um lækkun matvöruverðs, aukna tiltrú erlendis og styrkingu krónunnar.

Nauðasamningar um aðild

Sú ákvörðun Evrópusambandsins að hætta aðildarviðræðum við Króata er allrar athygli verð, ekki síst vegna þeirrar fyrirætlunar ríkisstjórnar Íslands að sækja um aðild að sambandinu eigi síðar en í haust.

Risavaxið lífeyrislán til ríkisins

Um fátt annað er rætt þessa dagana en mikilvægi þess að snúa þróun efnahagsmála við og koma ríkisfjármálunum í betra horf. Því eru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna um breytingar á skattlagningu lífeyrisiðgjalda kærkomið innlegg í umræðurnar. Tillögur sem hægt er að taka afstöðu til, vera á með eða á móti. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar í raun?

Eitt sem við höfum lært af kreppunni

Það er of snemmt að geta sér til um hvað stærsti lærdómurinn af þessari kreppu verður. En eitt atriði sem við höfum lært er nauðsyn þess að ríkisvaldið hafi tök á því að taka tímabundið yfir stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki og endurskipuleggja þau fjárhagslega þegar þau lenda í vanda.

Býr Íslendingur hér ?

Ævisögur og þá sérstaklega sjálfsævisögur hafa verið vinsælar á undanförnum árum á bókamarkaðnum. Ævisögurnar eru mismerkilegar en saga Íslendingsins Leifs Muller er bók sem enginn á að skilja ósnerta.

Óður til kvenna

Í dag höldum við 19.júní, kvenréttindadaginn, hátíðlegan en þennan dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Dagurinn í dag ætti að vera okkur áminning um að enn er jafnrétti kynjanna ekki náð að fullu en einnig ættum við að fagna þeim áföngum sem nú þegar hafa náðst.

Gul gósentíð?

Um tíma leit út fyrir að Strætónotkun leggðist af í núverandi mynd á höfuðborgarsvæðinu. Endastopp: Þjóðminjasafnið. En í kjölfar efnahagskreppu má spyrja hvort sá guli, sem missti kynþokka sinn fyrir allnokkru síðan, sé kannski að fara að endurheimta hann. Kannski ekki alveg. En með réttum ákvörðunum í náinni og fjarlægri framtíð er ekkert útilokað.

Tækifæri til að efna fögur fyrirheit

Í gær var sléttur mánuður frá því að Alþingi kom saman að loknum kosningum. Á þingi tóku sæti 27 nýir þingmenn auk margra góðra reynslubolta sem allir áttu það sameiginlegt, samkvæmt minni upplifun, að vilja bretta upp ermar og taka til óspilltra málanna við að endurreisa efnahag landsins. En orð og efndir fara ekki alltaf saman í pólitík og virðist það vera að sannast á yfirstandandi sumarþingi, eða hvað?