Í gegnum miklar tæknibreytingar undanfarinna ára hefur bókin haldið velli. Það gæti nú hillt undir byltingu í þeim efnum. Frá tímum Gutenbergs þá hafa bækur haldið sama ákveðna forminu, prentaður texti á pappírsörk.
Category: Deiglupistlar
Þrátt fyrir að ljósvakamiðlar hafi verið uppfullir af hagfræðilegum álitaefnum síðustu mánuði hefur lítið borið á öðru en Icesave, ESB, ASG og gjaldeyrismálum. Niðurskurður í ríkisfjármálum hefur ekki verið fyrirferðarmikið umfjöllunarefni, en framkvæmd hans og afleiðingar hafa verið lítið í umræðunni.
Að mati ráðamanna er fólksflótti eðlilegur og óumflýjanlegur og þeir sem upplifa að fólk í kringum sig sé að flytja af landi brott fyllast öfund, hvers vegna? Ber þetta vott um minni þjóðerniskennd ungs fólks eða hefur fólk enga trú á framtíðinni á Íslandi?
Ég tók þátt í hátíðahöldum samkynhneigðra líkt og áttatíu þúsund aðrir íslendingar um helgina. Það er kannski ekki ýkja margt sem við Íslendingar getum verið stolt af þessa dagana, en Gay Pride hátíðin okkar er svo sannarlega þar á meðal.
Sú hugmynd að taka upp sumartíma hefur af og til skotið upp kollinum hér á landi. Fyrir mönnum hefur þá vakað að samræma vinnudag hér við vinnudag nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Eðlilegra væri þó að taka upp öðruvísi sumartíma sem væri sniðinn að séríslenskum aðstæðum.
Gleðileg tímamót urðu í júní í sögu Grænlands þegar Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn í ríkjasambandinu við Danmörku. En nú hafa daprar fréttir frá Grænlandi enn og aftur náð í fjölmiðla og nú um sorglega fortíð grænlenskra barna sem beitt voru miklum órétti af dönskum yfirvöldum þegar þau voru fjarlægð frá fjölskyldum sínum á 6. áratugnum til að vera þáttakendur í ógeðfelldri félagslegri tilraun sem gekk út á að uppræta grænlenskan uppruna barnanna. En á sama tíma og þessar fréttir koma fram þá er líka vert að veita því athygli að í dag búa því miður mörg grænlensk börn við mjög slæmar félagslegar aðsæður.
Svo virðist sem nánast allt gangi út á það um þessar mundir að tryggja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn láni okkur þá peninga sem lofað hefur verið. En er það virkilega sérstakt hagsmunamál okkar, úr því sem komið er, að fá þetta risastóra lán?
Í dag er Ísland feit þjóð, sem hefur étið yfir sig af lánum, myntkörfum og íslenskum krónum. Þetta er eins og einstaklingur sem hefur gegnum árin bætt á sig lítillega. Eitt árið er svo bara pitsa í matinn alla daga og í október eru nokkur aukakíló orðin rúmlega hundrað. Nú stöndum við öll sem eitt og öskrum að vigtinni sem hlustar ekki. En hvað er til ráðs? Er ekki komi tími til að skoða töfralausnir megrunnar? Það er aldrei að vita nema við finnum eitthvað sem myndi leysa þetta stóra vandamál á nokkrum árum í staða áratuga.
Eiga listamenn að setja upp sýningar um hvað gengur á í okkar samfélagi eða eiga þeir bara að vera að skemmta okkur? Hefur listamaðurinn í raun eitthvað hlutverk?
Áhugi á því að lúta í gras í Icesave málinu og trú á að ESB aðild muni leysa flestan vanda virðist fara saman hjá mörgum. En hvernig getur það samræmst „Evrópuhugsjóninni“ að lítil og herlaus þjóð sé barinn til uppgjafar án dóms, laga eða sanngjarnra samninga?
Síðasta þriðjudag var ég svo heppin að vera boðið í hamborgaraveislu hjá bróður mínum. Eftir matinn fórum við öll að spjalla og ég spurði hvað þeim hafði þótt um afmæli tunglferðanna, sem var daginn áður. Þau komu bæði af fjöllum og höfðu ekki hugmynd um hvað ég var að tala. Kannski höfðu bróðir minn og mágkona lítið fylgst með fréttunum daginn áður eða kannski alls ekki. Ég hafði nefnilega sjálfur tekið eftir því hve lítið talað var um þessi mál á hérlendis. Meðan að erlendar fréttaveitur höfðu fylgst ítarlega með þessu síðan 16. júlí síðastliðinn en þá voru 40 ár frá geimskoti Apollo 11. Fjórum dögum síðar eða þann 20. júlí lentu fyrstu mennirnir á tunglinu.
Samkomulag ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna um uppgjör og eignarhald nýju bankanna er mikilvægt skref í endurreisn íslensks efnahagslífs. Það hefur mikilvæga kosti að kröfuhafar eignist Íslandsbanka og Nýja Kaupþing. En mikilvægum spurningum er ósvarað. Á hvaða kjörum er verið að selja nýju bankana og lána þeim fé? Akkillisarhæll síðustu einkavæðingar bankanna var spilling. Nú þarf fullkomið gagnsæi.
Flestir eiga ekki í miklum samskiptum við fjölmiðla og þurfa sjaldan að veita þeim viðtöl eða upplýsingar. Það getur þó komið fyrir okkur öll, og þá getur verið gott að vita hvaða starfsháttum fjölmiðlar fylgja þegar meðferð á munnlegum heimildum er annars vegar – enda geta jafnvel vönustu menn flaskað á því hvernig eftir þeim er haft.
„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Evrópusambandið í samstarfi við Icesave samninganefndina stefnt að því leynt og ljóst að knésetja íslenska þjóð og hafa hafið markvissa útbreiðslu á svínaflensu hér á landi. Það er því deginum ljósara að innan skamms verðum við öll dauð.”
Þann 6. júlí sl. var Cristiano Ronaldo kynntur til sögunnar sem leikmaður Real Madrid en hann var, eins og frægt er orðið, keyptur fyrir metfé fyrr í sumar frá Manchester United. Síðan Ronaldo steig fyrst fæti inn á Old Trafford hefur hann hægt en örugglega skotist upp á stjörnuhimin knattspyrnunnar og upplifað það sem svo gjarnan fylgir frægð og frama: að vera jafnhataður og hann er dáður.
Það er runninn upp örlagadagur í sögu Íslands. Útlit er fyrir að í dag munu 0.01% þjóðarinnar telja sig færa um að hafa vit fyrir okkur hinum og ákveða að sækja um aðild að tollabandalagi Evrópu.
Íslenzka krónan er dauð! Á síðustu 18 mánuðum hefur gjaldmiðill Íslendinga tapað 80% af verðgildi sínu og er leitun að gjaldmiðli vestræns ríkis sem hefur orðið svo illa úti. Skýringa á því hvers vegna svo illa er komið fyrir krónunni má leita víða en í kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar mátti skilja sem svo að orsakirnar mætti finna í þáverandi seðlabankastjóra og stefnu ríkisins í peningamálum…
Eins greinilega og Vinstri Grænir og Samfylkingin eru engan veginn að standa sig í því að stjórna landinu þá er Sjálfstæðisflokkurinn engu betri í hlutverki sínu í stjórnarandstöðu. Öll þau háleitu markmið eftir kosningar að veita vinstristjórninni gott aðhald virðast hafa fokið út um veður og vind við fyrsta mótbyr.
Nú er rétt rúmlega mánuður þar til að Evrópumót kvenna í fótbolta hefst í Finnlandi. Ljóst er að þetta verður ein stærsta stund íslenskrar íþróttasögu en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland keppir á stórmóti í fótbolta.
Framundan er mikill niðurskurður og nú reynir svo sannarlega á ráðamenn þjóðarinnar og hvar þeir skera niður. Í nóvember síðastliðnum fékk ég tækifæri til að deila áhyggjum mínum af framtíð íslensku þjóðarinnar með kambódískri vinkonu minni og út frá ólíkum aðstæðum okkar heimalanda hjálpaði hún mér að sjá betur hversu mikilvægt það er að grunnstoðir samfélagsins séu í lagi.