Sannleikurinn um sáttmálann

Töluverð harka er nú að færast í baráttuna í kring um seinni þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um Lissabonnsáttmálann, en hún mun eiga sér stað 2. október. Evrópusambandið leggur nú allt kapp á að Írar samþykki sáttmálann og hafa gripið til þess ráðs að greiða fyrrum starfsmönnum DELL á Írlandi, sem allir misstu vinnuna, 14,8 milljónir €.

Grætt á gjaldeyrishöftum

Gjaldeyrishöft hvíla nú sem mara á íslensku atvinnulífi. Rökin fyrir höftunum eru þær gífurlegu upphæðir sem eru bundnar í margumræddum jöklabréfum, en eins og staðan er í dag fá aðeins vaxtagreiðslur af þeim bréfum að fara úr landi. Stjórnvöld reyna þannig að tappa smám saman af greftrinum sem myndast í því kýli sem gjaldeyrishöftin eru óneitanlega á íslensku efnahagslífi. Hægt er að hagnast á þessu ástandi.

Faglegur forsendubrestur frelsisskerðingar

Það voru eflaust fleiri en ég sem supu hveljur þegar þeir sáu tillögur Læknafélags Íslands um tóbaksvernd sem viðraðar voru á tóbaksvarnarþingi félagsins nú fyrir helgi. En hvaða skoðun sem menn hafa á neyslustýringu hins opinbera í prinsippinu hljóta allir að geta sammælst um að hún komi ekki til greina nema rökstuðningurinn sé algjörlega hnökralaus.

„345 háskólanemar svíkja út 300 milljónir“

Í vikunni beindu helstu fjölmiðlar landsins augum að þeim 345 námsmönnum sem hafa verið skráðir í lánshæft nám og þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma. Talið er að námsmönnunum hafi tekist að svíkja út allt að 300 milljónir úr Atvinnuleysistryggingarsjóði.

Afnám gjaldeyrishafta er þjóðarnauðsyn

Gjaldeyrishöftin skapa aðstæður þar sem menn hagnast á því að finna leiðir til að fara í kringum óeðlilegt ástand, eins og fyrrverandi bankaráðsmaður Seðlabankans gerði. Slíkt brask þrífst best í flóknu og órökréttu umhverfi. Þess vegna þarf að afnema gjaldeyrishöft en ekki herða eftirlit eða viðurlög.

Erlend fjárfesting: lífsnauðsynlegt súrefni fyrir kafnandi atvinnulíf

Til þess að skapa verðmæti þá þarf í langflestum tilfellum fjármagn. Fjármagn er yfirleitt tvenns konar: lán eða eigið fé. Lánin þarf að greiða aftur samkvæmt fyrirfram ákveðnum samningi. Eigið fé sem menn leggja fram sem fjárfestingu getur haft meiri sveigjanleika.

Hvað er að gerast í bönkunum?

Af og til eru fluttar fréttir af áformum bankanna um að fella niður skuldir fyrrum stóreignamanna og fyrirtækja þeim tengdum. Viðbrögð almennings láta ekki á sér standa. Og sem betur fer hafa þessi viðbrögð í einhverjum tilfellum haft þau áhrif að betur hefur farið en á horfði. En hversu mörg slík mál ætli nái fram að ganga án þess að fjölmiðlar komist á snoðir um þau fyrr en það er um seinan?

Eru konur, konum verstar ?

Við höfum öll gott af því að vera meðvituð um jafnrétti, ekki bara jafnrétti milli karla og kvenna heldur jafnrétti í þjóðfélaginu almennt. Misjafn er sauður í mörgu fé og handahófskennd flokkun sem snýr að kynferði er engan veginn réttlátur mælikvarði á hæfileika hvers einstaklings í frjálsu samfélagi.

Hryðjuverk, vinir og viðskipti

Gordon Brown hefur áskotnast sá vafasami heiður að beita umdeildum hryðjuverkalögum, sem ganga óeðlilega langt inn á persónulegt frelsi borgaranna, á mjög lúalegan hátt gegn vopnlausri vinaþjóð, Íslandi. Nú hefur hann bætt um betur og frelsað raunverulegan hryðjuverkamann úr fangelsi til að liðka fyrir olíuviðskiptum við Líbýu. Hver næstu skref hans í baráttunni við hryðjuverk verða hefur pistlahöfundur ekki ímyndunarafl til að spá fyrir um.

Stóri bróðir er nær en þig grunar

Miðað við þróun undanfarinna ára þá er ekki laust við að maður hafi áhyggjur af því að í framtíðinni muni vestræn ríki og Kínverjar mætist á miðri leið í því hvað telst eðlilegt eftirlit stóra bróðurs með hegðun og (ó)hlýðni borgaranna. Bretland hefur nú náð þeim áfanga að vera mest vaktaða þjóð í heimi og slær nú meira að segja út Kína í fjölda eftirlitsmyndavéla.

Frelsishugsjónin á erindi við ungt fólk í dag

Mikil áskorun bíður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á komandi vetri. Ekki er nóg með að félagið þurfi að standa áfram fyrir kröftugu innra starfi heldur bíður þess líka það verkefni að ná til ungs fólks og sannfæra það um gildi sjálfstæðisstefnunnar.

Spennandi og erfiðir tímar

Það eru bæði spennandi og erfiðir tímar framundan í stjórnmálum. Þeir eru spennandi því ákvarðanir stjórnvalda á næstu mánuðum munu skipta sköpum um það Ísland sem rís upp úr boðaföllum undanfarinna mánaða og það aðhald sem stjórnvöldum verður veitt er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þeir eru erfiðir af nákvæmlega sömu ástæðu. Ofan á það leggst síðan að ungt fólk hefur upp til hópa misst trúna á Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.

Hliðfótur?

Tilraun Reykjavíkurborgar til að takmarka umferð um nýjan Hlíðarfót, frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum við umferð annarra en þeirra sem aka einir í bíl gæti farið vel. En hún gæti líka farið miður vel. Ef seinni kosturinn verður niðurstaðan er hætta á að annars góð aðferðafræði lendi öfugu megin við almenningsálitið, leggist í dvala um langa framtíð og verði ekki unnt að beita annars staðar þar sem hún væri heppilegri, fyrr en seint og um síðir.

Að spara eyrinn en kasta krónunni

Um þessar mundir stendur yfir mikill og þungur niðurskurður af hálfu ríkisins. Skorið er niður á flestum, ef ekki öllum sviðum samfélagsins og fyrir marga kemur þetta sér ákaflega illa. Undanfarin ár hafa sumar mikilvægustu stoðir samfélagsins verið fjársveltar þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagi þjóðarinnar, ein þeirra er menntakerfið.

Erfitt framundan

Á sama tíma fyrir ári síðan vissu ekki nema innstu koppar í búri hvað var í vændum. Þeir voru hins vegar uppteknir við að reyna að snúa þróuninni við, þróun sem á endanum þeir réðu engan veginn við og allt fór á versta veg. Vissulega voru blikur á lofti í september í fyrra, en almenna borgara gat ekki órað fyrir því sem átti eftir að gerast. Þetta vekur upp spurningar um hver sé staðan í dag og hvað gerist í vetur?

Kraftmikið leikhús

Þegar skammdegið verður sem mest og áhyggjur af íslensku krónunni, Icesave og öðru misskemmtilegu eru að sliga mann getur það verið kærkominn flótti frá raunveruleikanum að stíga inn í undraheim leikhússins og gleyma stað og stund. Borgarleikhúsið býður áhorfendum sínum upp á fjöldann allan af áhugaverðum sýningum í vetur og það á góðu verði.

Hærri laun en forsætisráðherra

Fyrirmæli stjórnvalda um að enginn ríkisstarfsmaður skuli fá hærri laun en forsætisráðherra gætu hafa virst skynsamleg. Stjórnmálamenn standa frammi fyrir þeirri staðreynd að skera verður miskunnarlaust niður í ríkisrekstrinum og þar sem laun eru líklega stærsti kostnaðarliðurinn verður því ekki hjá því komist að lækka þau. Með það í huga, er ekki rétt að taka af allan vafa um að enginn eigi rétt á hærri launum en hæst setti embættismaður ríkisins?

Að yfirgefa Ísland…

Í þessum skrifuðu orðum er pistlahöfundur á leið sinni frá New York til fiskimannaþorps í Ekvador þar sem hún mun dvelja næsta árið eða svo. Í aðdraganda ferðarinnar hefur vinum og vandamönnum orðið nokkuð tíðrætt um það hvers vegna ég vilji yfirgefa Ísland; er ég kannski bara að flýja kreppuna?

Skuldaaðlögun gjaldeyrislána er varhugaverð

Skuldbreyting, skuldaaðlögun, greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun, skilmálabreyting, lánalenging. Úrræðin eru mörg, og geta komið ýmsum að gagni sem lenda í erfiðleikum. En nauðsynlegt er fyrir skuldara að kynna sér úrræðin vel áður en til aðgerða er gripið, því í sumum tilfellum geta úrræðin verið dýrkeypt.

Þingkosningar í Noregi

Nú er kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í Noregi komin á fullt enda tæpur mánuður til kosninga. Allt útlit er fyrir að kosningarnar verði mjög spennandi, en síðustu skoðanakannanir benda til þess að núverandi ríkisstjórn nái ekki að halda þingmeirihluta sínum.