Í fjölmiðlafrumvarpi er þetta helst

Umræða um fjölmiðla, sjálfstæði þeirra og ábyrgð á ríkt erindi, nú sem áður, við fólk sem lifir og hrærist í heimi þar sem fjölmiðlar gegnumsýra alla umræðu. Menntamálaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga sem áætlað er að leggja fram í næsta mánuði. Í auglýsingu á vef Menntamálaráðuneytisins kemur fram að „Með frumvarpinu [sé] stefnt að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra“. Þó vissulega sé verið að steypa fleiri en einum lagabálki saman í einn þá er slík yfirlýsing náttúrulega dálitlar ýkjur í ljósi þess að ekki er einu orði minnst á umdeildasta atriðið sem snýr að fjölmiðlum og tengist hámarki á eignarhaldi þeirra.

Útrás og víkingar – já takk

Orðið útrás hefur undanfarið fengið á sig nokkuð neikvæða merkingu og hefur nánast orðið hálfgert bannorð. Það þarf enda ekki að fara mörgum orðum um að hinir títtnefndu útrásarvíkingar íslenska fjármálalífsins áttu ekki erindi sem erfiði í sinni vegferð. Gamla máltækið „brennt barn forðast eldinn“ kemur strax upp í þessu samhengi. Kannski ættu íslensk fyrirtæki bara að læra af reynslunni og forðast þennan eld sem gæti brennt aftur litlu útrásarbörnin. Það er sennilega bara best fyrir hvítvoðungana norðan úr Atlantshafinu að halda sig heima. Nei.

Peter Schiff

Það voru ekki margir sem sáu fyrir lánsfjármagnskreppuna sem reið yfir Bandaríkin og fleiri ríki á Vesturlöndum fyrir ári síðan. En einn þeirra var hagfræðingurinn og viðskiptamaðurinn Peter Schiff. Með nýtilkominni frægð í kjölfar myndbands sem tekur saman öll þau viðtöl þar sem hann er niðurlægður fyrir neikvæðni sína undanfarin ár hefur hann nú ákveðið að bjóða sig fram til Bandaríkjaþings í komandi kosningum. Tilgangurinn? Jú, að bjarga Bandaríkjamönnum frá yfirvovandi óðaverðbólgu.

Stríð og friður

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hlaut nýlega friðarverðlaun Nóbels mörgum til mikillar undrunar. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur haft aðsetur í skamman tíma í Hvíta húsinu, heldur standa Bandaríkin í hernaðaraðgerðum í Írak og Afganistan. Obama hefur gefið það út að hann vilji kalla herliðið heim frá Írak en litla eftirgjöf er að finna þegar kemur að Afganistan. Þvert á móti hefur æðsti hershöfðingi bandaríska hersins beðið Obama um 40.000 hermenn til viðbótar við þá sem fyrir eru í landinu. Það sé nauðsynlegt til að sigra hryðjuverkasveitir Talíbana og tryggja öryggi landsins.

Miðborg Reykjavíkur

Gamli miðbærinn í Reykjavík, eða miðborg Reykjavíkur eins og hann er oft kallaður, er ekki mikið annað en skelin utan af sínu fyrra sjálfi sem miðstöð viðskipta og athafnalífs. Eins og er svo sem algengt um miðborgir margra annarra borga. En staða hennar er býsna sérstök og erfið miðar við annars staðar sem hefur veikt stöðu hennar umfram það sem algengt er. Það er hreint ekki víst að það séu forsendur fyrir því að hefja hana til fornrar frægðar á nýjan leik og hugsanlega er hún eins góð og hún getur verið, einmitt núna. Það þýðir þó ekki að hún eigi sér ekki framtíð.

Fall ríkisstjórnarinnar

Það er áhugavert að skoða þróun á fylgi stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði. Fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur hrapað og hefur skv. nýjustu skoðanakönnun Gallúps, ekki stuðning meirihluta þjóðarinnar. Á meðan mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur íslenska stjórnmála á ný, fylgi búsáhaldarflokksins er nánast horfið og Framsóknarflokkurinn bætir einnig verulega við fylgið sitt.

Stórborgarar

Upp úr hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu varð til nýtt stjórnmálaafl, Borgarahreyfingin. Henni var ætlað að tryggja nýja tíma í íslenskri pólitík. Spilling átti að fara út en lýðræði og gegnsæi áttu að koma í staðinn. Tilgangurinn var einlægur en nú nokkrum mánuðum síðar logar allt stafnanna á milli í þessum nýja stjórnmálaflokki og hafa allir þingmenn flokksins yfirgefið hreyfinguna.

Fjölmiðlar falla á eigin bragði

Fullvíst er nú talið að ein æsilegasta frétt síðustu missera vestan hafs – af sex ára gömlum dreng sem heimsbyggðin fylgdist með og taldi vera fastan um borð í heimatilbúnum loftbelg föður síns – hafi verið útsmogið ráðabrugg foreldra drengsins. Reynist þessar ásakanir réttar þá er vonandi að Richard Keene hljóti makleg málagjöld. Hitt er þó hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum og hneykslan bandarískra fjölmiðla í málinu.

Fangi væntinga

Sú ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar að veita Barack Obama friðarverðlaunin er fráleit með öllu. Raunar má halda því fram að þessi verðlaun hafi glatað gildi sínu fyrir mörgum árum þegar hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat fékk þau afhent.

Íbúar eyjunnar

Nú á dögum lifum við í heimi þar sem menn nota tæki og aðferðir sem þeir skilja ekki, en treysta engu að síður. Flestir Íslendingar horfa á sjónvarp, ferðast í flugvél, keyra bíl og borða slátur, en hafa einungis takmarkaða þekkingu á því hvernig þetta varð allt saman til. Það er ekki gott að allir viti allt um allt, sérhæfing er lausnin. Íslendingar veiða fisk og Spánverjar framleiða vín, svo skiptumst við á vörum og allir hagnast.

Tökum erfiðar ákvarðanir

Í fjárhagslegum erfiðleikum er nauðsynlegt að skera niður. Flestir byrja á því að skera burt allan óþarfa og fara síðan út í erfiðari ákvarðanir. Ríkisstjórn Íslands stendur frammi fyrir þessum erfiðleikum í dag en gallinn er að það hefur ekki verið farið nógu djúpt í fjárlögin. Í staðinn hefur verið ákveðið að taka auðveldu leiðina og skera bara flatt á alla og er niðurskurðurinn alls ekki nægilegur þegar öllu er á botninn hvolft.

Bókadómur: Frá Evróvision til evru – allt um Evrópusambandið

Nýverið leit bókin Frá Evróvision til evru – allt um Evrópusambandið eftir Eirík Bergmann, dósent í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst, dagsins ljós. Einn umsagnaraðila bókarinar, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur svo til orða að svo skemmtilega sé haldið á penna að honum hafi fundist bókin minna á spennusögu. Í pistli dagsins er að finna álit pistlahöfundar á spennufræðum evrópusinnans.

Yfirburðir, dramatík og stjörnuhrap

Fyrir viku var lokahóf KSÍ haldið í Háskólabíói með þó nokkuð minni viðhöfn en undanfarin ár. Fátt kom á óvart við val á leikmönnum ársins, úrvalsliðum og vonarstjörnum framtíðarinnar en hér á eftir fer eigið uppgjör pistlahöfundar á Pepsideild karla árið 2009.

Húrra fyrir auðlinda- og umhverfissköttum

Stór hluti af tekjum margra ríkja koma í gegnum auðlindagjöld/skatta af sameiginlegum náttúruauðlindum. Ísland er líklega það land í heiminum sem býr yfir mestum náttúruauðlindum miðað við höfðatölu. En á Íslandi hafa skattgreiðendur ekki notið góðs af þessum sameiginlegu auðlindum svo neinu nemur. Það er tími til kominn að slíkt breytist.

Fjárfestum ævisparnaðinum líka í hugvit

Í Deiglupistli á mánudaginn var vikið að Lífeyrissjóðunum á Íslandi og hlutverki þeirra í breyttri heimsmynd á Íslandi.
Hér kemur ein lítil hugmynd sem gæti bæst í hóp annarra varðandi lífeyrissjóðina.

Örfáir hlutir sem við gætum verið án

Í stað þess að skrifa hefðbundinn pistil ákvað ég að taka saman örstuttan og handahófskenndan lista yfir hluti sem margir Íslendingar væru örugglega tilbúnir að fórna áður en ráðist yrði í niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, almannatryggingakerfinu eða löggæslu, ellegar skattahækkanir sem verst bitna á fjölskyldum í landinu.

Nýtt líf í lífeyrissjóðina

Það er fagnaðarefni að Pétur H. Blöndal, alþingismaður, vinni nú að tillögum um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Tillögur hans miða að því að skilgreina eignir sjóðanna sem eign sjóðsfélaga, að sjóðsfélagar kjósi stjórn lífeyrissjóðanna og fái upplýst hve verðmæt eign þeirra er í lífeyrissjóðunum.

Pólitísk heilindi

Sem fyrr er um fátt meira rætt í samfélaginu en pólitík. Allir hafa skoðun og eru tilbúnir að tjá sig á kaffistofunum, nafnlausum bloggum og við barborðin um helgar. Því fólki sem tekur hins vegar virkan og raunverulegan þátt í stjórnmálum virðist því miður fara fækkandi.

Hvað er að frétta?

Eins og sakir standa fylgist ég ekki af ákafa með umræðunni á Íslandi; ég læt dvöl mína í Ekvador koma í veg fyrir það. Í rúman mánuð hef ég hvorki séð fréttatíma í íslensku sjónvarpi né hlustað á útvarpsfréttir. Vefmiðlana les ég lauslega; fyrirsagnirnar grípa helst augað og það er ansi sérstakt að fylgjast jafnyfirborðskennt með og raun ber vitni. Hins vegar fæ ég það alltaf á tilfinninguna við skimlesturinn að ástandið heima hafi lítið breyst til batnaðar á því tæpa ári sem liðið er frá bankahruninu.

Á að breyta auglýsingalögum?

Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki beðið hnekki í slæmu efnahagsástandi hér á landi. Fjölmiðlaiðnaður og auglýsingaiðnaður eru meðal þeirra sem hafa komið mjög illa út úr hruninu . Mjög hefur dregist saman á auglýsingamarkaði undanfarið og hefur það haft gífurleg áhrif fyrir báðar þessar atvinnugreinar. Hvernig er hægt að aðstoða fyrirtæki í þessum geirum?