Í tilefni stórafmælis

Þann 24. Nóvember eru 150 ár frá því að eitt áhrifamesta vísindarit allra tíma var gefið út, Þróun tegundanna. Í þeirri bók setti Charles Darwin fram þróunarkenninguna sem þótti gífurlega umdeild. Menn máluðu Darwin í skopstíl sem apa með mannshöfuð og kirkjunnar menn gerðu sitt besta til að þagga niður í þessari nýju kenningu. Flestir hafa ábyggilega lesið um þetta í sögutímum og hlæja að fáfræði forfeðra okkar. Við Íslendingar ásamt meirihluta af hinum vestræna heimi lítum í dag á þróunarkenninguna sem trausta kenningu í líffræði. Eða það hélt ég.

Computer says no

Árlega koma tugir flóttamanna hingað til lands. Þrátt fyrir að landið hafi á sínum tíma verið byggt af fólki sem hraktist frá öðrum löndum hingað til lands og tók sér hér búsetu, þá höfum við farið þá leið í okkar löggjöf og framkvæmd í málefnum flóttamanna hér á landi að hafa landið nánast lokað. Afar fáar umsóknir ná í gegn, flestar þeirra eru sendar til umfjöllunar í öðrum löndum en þær sem ná í gegn er í flestum tilfellum hafnað.

Ung var ég kommúnisti

– fer ekki saman að vera skapandi og hægrisinnaður? –

Af hverju er sál mín sem eitt sinn var iðandi af spenningi og sköpunarkrafti allt í einu orðin beigelituð og bæld? Hvenær villtist ég af leið hressleika og flipps og ráfaði úr Grjótaþorpi inn í Garðabæ, táknmynd fyrir samfélag hægrisinna þar sem ég hef andlega dvalið síðustu ár með nýtt gildismat, aðrar áherslur og fálkatattú á upphandleggnum?

Mikilvægasta breytan í formúlunni

Í síðustu viku var þáttur sýndur í Þýska ríkissjónvarpinu um Ísland og var viðfangsefnið niðursveiflan og hvernig Íslendingar bregðast við hinum breyttu aðstæðum. Hingað til hefur fréttaflutningurinn verið meira á neikvæðu mótunum og vilja sumir benda á Ísland sem skólabókadæmi hversu niðursveiflan hefur leikið hinn vestræna heim illa. En umfjöllunin í þættinum sem sýndur var í síðustu viku var á öðrum nótum og fékk höfund til að líta á aðstæður frá fleiri hliðum enn fjölmiðlar hafa viljað líta á.

Að velja sér vini

Dominique Strauss-Kahn staðfesti grun margra þegar hann, í bréfi sínu til Gunnars Sigurðssonar leikstjóra, útskýrði að Ísland myndi ekki fá endurskoðun hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en lausn fengist í Icesavemálinu. Sú krafa hafi þó ekki verið sjóðsins, heldur okkar svokölluðu vinaþjóða í Skandinavíu. Norðurlöndin neita nefnilega að afgreiða lán til vinaþjóðarinnar Íslands fyrr en við höfum gengist að fullu við ríkisábyrgð gagnvart tryggingasjóði innistæðueigenda.

Alþjóðleg Athafnavika er hafin!

Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika (16-22 nóv) sem milljónir manna um allan heim taka þátt í. Vikan er hugsuð til þess að hvetja til almennrar athafnasemi og hrinda hugmyndum í framkvæmd undir markmiðunum; hvatning, leiðsögn, tenging og virkjun.

Kínamúr Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur síðustu viku verið á ferðalagi í Asíu. Þessi ferð er talin vera fyrsti prófsteinninn á Obama á alþjóðavettvangi. Sérstaklega mun eftir því verða tekið hvernig honum tekst til í fyrstu heimsókn sinni til Kína.

Neikvæðni fjölmiðla

Undanfarið ár hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla einkennst af mikilli neikvæðni. Vissulega hefur efniviðuriinn verið nægur til þess og oft á tíðum virðist ekki vera af neinu jákvæðu að taka. Nú er hinsvegar komin upp sú staða að margir eru löngu komnir með nóg af neikvæðninni og eru samtök byrjuð að hvetja fjölmiðla að auka flutning jákvæðra frétta.

Vanhugsað persónukjör

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um persónukjör sem stefnt er að verði að lögum fyrir komandi sveitastjórnarkosningar næsta vor. Skiptar skoðanir eru á Alþingi um ágæti slíks persónukjör en sumir telja að með því sé verið að færa lýðræðið í hendur kjósenda meðan aðrir telja að með þessu sé aðeins verið að fresta prófkjörum fram á kjördag. Stærsta spurningin hlýtur svo að vera hvort sanngjarnt sé að breyta leikreglum eftir að leikurinn er hafinn.

Enginn veit hvað átt hefur…

„Og ég sem hélt að allt væri orðið svo gott í Suður-Ameríku… en þá er bara vatns-og rafmagnsskortur og stríð í uppsiglingu!“ Þessi orð lét hollensk vinkona mín falla síðastliðinn mánudag en daginn áður var rafmagnið tekið af borginni okkar, Manta, og sama dag bað Hugo Chavez, forseti Venesúela, þjóð sína um að vígbúast.

Ekki benda á mig …

Í dag er Íslandi stjórnað af heiglum og hænum sem virðast ekki hafa neinn kjark. Erfiðum ákvörðunum er frestað hvað eftir annað í von um að vandamálið hverfi. Hvað gerist svo? Erfileikarnir verða bara meiri og meiri. Eina lausnin sem hugmyndasnauð ríkisstjórn kemur fram með eru skattahækkanir. Hvað áhrif hefur það?

Ísland þarf ný hlutafélagalög

Einn helsti lærdómur hrunsins hlýtur að vera að sá frumskógarkapítalismi sem við Íslendingar bjuggum við síðasta áratuginn kann ekki góðri lukku að stýra. Eitt brýnasta verkefni stjórnvalda nú þegar bráðaaðgerðum er að ljúka er því að leggja grunninn að heilbrigðum markaðsbúskap. Á undanförnum árum var svo gott sem löglegt að stela frá smærri hluthöfum á Íslandi. Engar líkur eru til þess að á Íslandi rísi aftur upp öflugur markaðsbúskapur nema ný hlutafélagalög séu sett sem veita smærri hluthöfum þolanlega vernd. Við eigum að líta til Bretlands hvað þetta varðar.

Hverjum selja ríkisbankarnir gullin sín?

Í þeim efnahagslegu hörmungum sem íslendingar ganga nú í gegnum hefur fjöldi fyrirtækja lent í umsjón bankanna. Allir þessir bankar eru undir stjórn skilanefnda sem eru skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, sem heyrir undir Viðskiptaráðherra. Hvenær verða þessi fyrirtæki seld og hverjum?

Skásti kosturinn í vonlausri stöðu

Bankasýsla ríkisins hefur frá því að frumvarp um hana var lagt fram síðasta vor verið hálfgerður tákngervingur alls þess sem hægrimenn hata – ríkisrekstrar og afskipta stjórnmálamanna af atvinnulífinu. Þannig eru flestir minnugir þess hvernig stjórnarandstaðan kepptist við að finna Bankasýslunni allt til foráttu – og gerir í raun enn. En er Bankasýslan vonlaus ráðstöfun? Hefði verið hægt að finna heppilegri lausn á þeim vanda sem stjórnvöldum er á höndum, eða er Bankasýslan hugsanlega skásti kosturinn í vonlausri stöðu?

Í neikvæðum fréttum er þetta helst

Nú þegar rúmt ár er frá hruni íslensk bankakerfis virðast margir hreinlega hafa gefist upp á að fylgjast með fréttum þar sem fjölmiðlar kappkosta við að flytja sem neikvæðastar fréttir. Tilgangur fjölmiðla virðist ekki lengur vera sá að upplýsa almenning um atburði líðandi stundar heldur gefa þjóðinni sem svartasta mynd af íslensku samfélagi.

Ég á mig sjálf

Baraáttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna á síðari hluta 20. aldarinnar er oft eignuð kvennahreyfingu sem átti upptök sín í Rauðsokkunumm sem þorðu að bjóða borgararlegum hefðum birginn á áttunda áratugnum. Þó ég geti seint fallist á mörg þau meðöl, t.d. kynjakvóta, sem sumir vilja beita í svokallaðri jafnréttisbaráttu í dag þá áttu Rauðsokkur sér eitt stefnumál sem ég get verið sammála.

Þétting byggðar breytir engu

Það er auðvitað ekki alveg rétt. Eftir því sem íbúaþéttleikinn er meiri næst oft á tíðum betri nýting ýmissa stofnkerfa, þ.á.m. almenningssamgangna. Borgarmyndin getur líka orðið meira aðlaðandi fyrir vikið. En þétting byggðar í Reykjavík, undir þeim formerkjum sem hún hefur verið hingað til, mun skila litlum sem engum ávinningi fyrir samgönguvenjur. Þ.e. fólk kýs engan veginn að gefa bílinn upp á bátinn í umvörpum fyrir strætó þótt það takist að auka íbúaþéttleikann. Ef forðast á slíkt þarf þétting byggðar að eiga sér stað sem stuðningsaðgerð undir formerkjum samgönguskipulags sem snýr á hvolf öllum helstu prinsippum sem fylgt hefur verið síðustu öldina eða svo. Eru menn tilbúnir í slíkt?

Fagmennska í fjölmiðlum

Fáar tuggur eru orðnar jafn slitnar og bragðdaufar eins og umræðan um fjölmiðla, þó svo að hún verði aldrei útrunninn. Það viðfangsefni virðist kynda hressilega undir þorra þjóðarinnar sem hefur myndað sér skoðun á hverjum og einum miðli, fólkinu sem mannar stéttina og hlutverki fjölmiðla yfirleitt. Ljóst má telja að ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni sé slík ótæmandi uppspretta ástríðufullra deilna sé sú að fjölmiðlar hafa gríðarlegt vald á höndum sér.

LÍN

Margir Íslendingar eiga það sameiginlegt að hafa leitað á náðir Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í gegnum tíðina til þess að framfleyta sér meðan þeir hafa gengið menntaveginn. Hluti þeirra hafa vafalaust á einhverjum tímapunkti þurft að hafa samskipti við LÍN og því miður heyrast yfirleitt frekar slæmar sögur en góðar af slíkum samskiptum.

100 milljarða kr. lán gegn mörghundruð milljarða skuldbindingu

Málefni Íslands voru loks tekin fyrir á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær og var endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands afgreidd sama dag eða 8 mánuðum á eftir áætlun. Þessi niðurstaða felur í sér að að Íslendingar fá nú 168 milljónir bandaríkjadala að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og 675 milljónir bandaríkjadala frá Póllandi og Norðurlöndununum eða í heild um 100 milljarða króna lán. Upphaflega þegar samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var undirritað var ekki hægt að gera sér í hugarlund að Íslendingar þyrftu að undirgangast mörg milljarða ríkisábyrgð gegn því að fá aðgang að fjárhagsaðstoð sjóðsins.