Við erum stödd um miðbik aprílmánaðar. Faraldurinn og tilheyrandi takmarkanir hafa tekið margvíslegum breytingum. Í gærdag voru jafnvel kynntar enn frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum – en hvað sem öðru líður kynnir Reykjavíkurborg engar fyrirhugaðar tilslakanir á þjónustuskerðingum leikskólanna.
