Við erum stödd um miðbik aprílmánaðar. Faraldurinn og tilheyrandi takmarkanir hafa tekið margvíslegum breytingum. Í gærdag voru jafnvel kynntar enn frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum – en hvað sem öðru líður kynnir Reykjavíkurborg engar fyrirhugaðar tilslakanir á þjónustuskerðingum leikskólanna.
Category: Deiglupistlar
Illa ígrunduð ákvörðun sóttvarnayfirvalda um að loka komufarþega inni á sóttvarnahóteli er ber með sér virðingarleysi gagnvart grundvallarréttindum.
Þetta er klaufaleg gestrisni, svolítið eins og að bjóða gesti sínum upp á kökusneið og kaffi, en passa sig alltaf á því að hafa sína sneið þykkari og aðeins meira í bollanum.
Ég hljóp fram með tölvuna í fanginu og kom að hundinum hálfhlaupandi um húsið með niðurgang og ælu. Ég átti engra annarra kosta völ en að kveikja á hljóðnemanum á tölvunni og trufla fundinn til þess að bera fyrir mig forföll þar sem hundurinn minn væri búinn að skíta og æla um allt hús heima. Eins og gengur og gerist.
Elísabet II Bretadrottning tilkynnti með djúpri hryggð um andlát eiginmannsins í dag en hann fékk friðsæl lífslok í Windsor-kastala í morgun. Filippus hefði fagnað aldarafmæli sínu þann 10. júní næstkomandi.
Fyrir ári síðan, í heimavinnu, með börnin sem lifandi bakgrunn á Teams fundum, var ég uppfull af baráttuþreki gagnvart veirunni eins og flestir landsmenn á þeim tíma. Allt snerist um að þrauka fram á sumar, vernda viðkvæma hópa, fletja út kúrfuna og verja heilbrigðiskerfið. Við horfðum fram á betri tíð með blóm í haga.
Um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ríkir ágæt þverpólitísk sátt. Þó eru ekki allir ánægðir og ákveðinn hópur reynir að grafa undan sáttmálanum með nýjum hugmyndum sem reynast þó, þegar betur er að gáð, gamalt vín á nýjum belgjum.
Eftir rúmlega ár af heimsfaraldri er farið að reyna verulega á þolgæði landsmanna og margir finna fyrir svokallaðri faraldursþreytu. Við erum öll orðin hundleið á þessu, svo það sé orðað beint út. Sóttvarnarlæknir og yfirvöld á Íslandi hafa hins vegar staðið sig vel í markvissum og hófsömum aðgerðum sem hefur skilað sér í sterkri ímynd […]
Við notum lög til þess að fá fram samfélagslegt réttlæti, öryggi og velferð. En til þess að þau virki þurfa þau að vera skýr og óumdeild; við viljum búa í réttarríki. Því verður að gera þá kröfu að stjórnvöld á borð við sóttvarnarlækni gæti þess sérstaklega að þau hafi nægar lagaheimildir til athafna og ákvarðana gagnvart borgurunum sem teljast verulega íþyngjandi og mikið inngrip í líf þeirra.
Í augum samtímafólks Jesú hafði þessi samfélagstilraun, sem hann boðaði, mistekist þegar hann var krossfestur á Golgatahæð. Lýðurinn sem fagnaði honum á Pálmasunnudegi og veifaði pálmagreinum hrópaði síðan krossfestu, krossfestu. Það gekk eftir á föstudeginum langa.
Það er margt í heiminum hverfult, flest ef út í það er farið, en sumt má stóla á og eitt af því er páskahretið. Nú þegar líður að miðnætti aðfararnótt páskadags er hann þegar farinn að snúa sér í orðanátt og á morgun mun ískalt heimskautaloftið steypa sér yfir landið. Það vekur raunar furðu að […]
Þrátt fyrir allir séu sammála um þetta markmið, þá er varhugavert að yfirvöld ætli sér að treysta á þessa samstöðu og gefa afslátt á þeim leikreglum sem almennt gilda í samfélaginu. Að almenningur búi við það að settar séu harðar reglur án þess að alveg skýrt sé að þær eigi sér stoð í lögum. Sú nálgun og hugmyndafræði byggir nefnilega líka á því að vernda allan almenning.
Það er merkilegt með hvaða hætti sumt í lífinu rekur á fjörur manns. Löngu áður en ég las stafkrók eftir nóbelsskáldið hlustaði ég sem smástrákur á ljóðin hans í flutningi og við frumsamin lög Árna Johnsen af plötunni Ég skal vaka.
Sá tími er liðinn þegar sem fólk menntaði sig til ákveðinna starfa, sem það sinnti svo í 40 ár áður en það fékk gullúr og var að lokum lagt inn á stofnun eða með öðrum hætti afskrifað úr daglegu lífi. Opinber menntakerfi eru þó enn byggð upp eins og línuleg dagskrá fjölmiðlanna í takt við þennan liðna tíma.
Auðvitað er gott að það sé gripið strax inn í til að koma í veg fyrir að smitin breiðist hratt út og valdi skaða en ég verð að viðurkenna að ítrekað hefur mér fundist vera gengið helst til langt í réttlæta aðgerðirnar án trúverðugs rökstuðnings.
Hvað sem fólk segir þá er gagnlegt að bera saman mótmælin á Íslandi 2009 og árás í Bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Ekki út af því að þessir atburðir eru eins, þeir eru það ekki, en þeir eru samt nógu svipaðir til að gagn sé af samanburðinum. Það er gagnlegt að bera þessa atburði saman […]
Það er hrikalegt áhyggjuefni að virðingarleysi fyrir friðhelgi einkalífs og mannhelgi sé orðin svo útbreidd að svona ráðabrugg geti gengið árum saman án þess að gripið sé í taumana.
Það hafa verið augljós sannindi í áraraðir að Vinnumálastofnun hefur engin betri verkfæri til að hjálpa þeim sem hafa verið lengi án atvinnu en að fá skammtímaráðningu í gegnum Ráðningastyrk. Nú má segja að þörfin fyrir slíkt úrræði hafi aldrei verið meiri og hvatinn fyrir atvinnurekendur aldrei verið meiri heldur.
Afstaðan litast af áratuga vonbrigðum, skilnings- og afskiptaleysiborgaryfirvalda þar sem hugmyndir og orðagjálfur eru eitt en raunveruleikinn annað.
Ég fæ nú reglulega úthlutað pistlaplássi á því vandaða vefriti, Deiglunni, án þess að hafa beðið sérstaklega um það. Ritstjórinn er vinur minn og líklega finnst honum ég eitthvað hafa til málanna að leggja.