Síðustu ár hafa bókstafstrúarmenn innan vissra safnaða í Bandaríkjunum verið að senda predikara sína til Afríkuríkisins Úganda. Nú í sumar fóru þrír hatursmenn með ein skilaboð í för. Hvað var þeirra málstaður? Að hægt væri að lækna samkynhneigð. Hver var afleiðingin? Hatur á nýju stigi.
Category: Deiglupistlar
Framtíðin er ekki fyrirsjáanleg nema með augum Völu Kazcinski og það er löngu fyrirséð að blaðamenn Flugufótar Deiglunnar hitti þessa miklu spákonu um hver áramót. Spádómar hennar hafa aldrei verið jafn skýrir enda skellti Vala sér í laceraðgerð á augum nýverið og það kæmi ekki á óvart ef þriðja augað hefði notið góðs af því líka.
Fjórða báiljan sem fjallað er um er sú hugmynd að nánast allt sem gerist á Íslandi sé hægt að tengja beint til eins manns – og að sá maður sé ýmist talinn óskeikull eða hinn fullkomni skussi.
Það er fátt sem ekki er rifist um þessi misserin. En eitt er það sem fáir virðast mæla á móti um þessar mundir – það er að útrásin hafi verið slæm. En var útrásin virkilega slæm?
Önnur bábilja sem margir trúa á er að það sé sérstakt ánægjuefni fyrir Ísland að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Hversu góður er gjaldmiðill sem þarf reglulega innpsýtingu fjármagns til að halda lágu gildi sínu og er auk þess varinn af gjaldeyrishöftum sem setja öll alþjóðaviðskipti í uppnám.
Á næstu dögum birtast nokkrar greinar um sumt af því sem oft er sagt en stenst kannski ekki nánari skoðun – eða má í það minnsta deila um. Í fyrstu greininni er fjallað um hina algengu kröfu um að fyrst af öllu skuli skera niður í utanríkisþjónustunni þegar sparað skal.
Eins og flestir hafa líklegast orðið varir við hefur ríkisstjórnin á prjónunum að gera stórstígar breytingar á bæði umfangi og eðli skattheimtu á Íslandi; flötum skatti verður varpað fyrir róða, þrepaskipt skattkerfi tekið upp og skattbyrðin almennt hækkuð mikið. Hvort sem þetta mun reynast slíkt óheillaspor og nú er útlit fyrir eða ekki, þá ætti ríkisstjórnin að nýta þessa breytingahrinu til að gera skattheimtuna jafnframt „heiðarlegri“.
Það er góð jólaguðsþjónusta að gæta þess sem okkur er trúað fyrir og á jólum er mikilvægt að gefa því gaum sem er innan seilingar og næst okkur er. Það er fólkið okkar sem er það dýrmætasta í lífi okkar.
Á aðventuni hafa okkur borist margar fréttir af neyð. Fréttir af kröppum kjörum, skorti og tilheyrandi tárum og kvíða. Ólíkt því sem oftast hefur verið hafa þessar fréttir borist úr næsta nágrenni okkar. Af fólki sem við erum líkleg til að hitta fyrir í daglegum önnum okkar og býr jafnvel á sömu þúfunni og við sjálf.
Fyrir um ári síðan fór virðing fyrir lögreglunni minnkandi meðal hluta Íslendinga. Gekk þetta svo langt að þingmaður gaf það í skyn að lögreglan væri í hefndarhug í aðgerðum sínum. Er eðlilegt að þingmaður tali með þessum hætti um lögregluna?
Þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum á örskömmum tíma. Það er stöðugt talað um að siðbótar sé þörf. Jafnframt heyrast dómar frá mönnum sem kalla sig siðfræðinga að siðgæði hins og þessa sé nú ekki upp á marga fiska. Það er vanlifað í heimi þar sem reynt er að gera allt tortryggilegt.
Slúður er ópíum fólksins. Vinsælustu heimasíðurnar sem við skoðum eru slúðursíður og vinsælustu dálkarnir sem við lesum eru slúðurdálkar. Fólki finnst forvitnilegt að skoða nýja kjólinn hennar Rihönnu, velta fyrir sér hvert Madonna fari í lýtaaðgerðir og að David Beckham telji, eftir að hafa virkilega vandað valið, að Tom Cruise sé myndarlegasti karlmaður sem hann hafi hitt.
Það er því miður eitt af okkar mannlegu einkennum að við veltum okkur gjarnan upp úr óförum annarra, sérstaklega þegar einstaklingarnir eru frægir fyrir einstaka hæfileika. Tiger Woods er eins og við öll, mannlegur, með kosti og galla.
Það má finna mikið af nýútgefinni íslenskri tónlist fyrir þessi jól. Fjölbreytnin er mikil og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um að tónlistarmenn séu að gefa út sína fyrstu plötu. Eldri og þekktari tónlistarmenn hafa einnig verið að gefa mikið út af nýju efni og spútnik bönd síðustu ára reyna að standast undir væntingum aðdáenda sinna með nýju efni.
Össur Skarphéðinsson líkti aðildarferlinu að Evrópusambandinu við maraþon. Hvað veit hann?
Það eru margar góðar ástæður fyrir þingmenn að hafna Icesave-frumvarpinu og engar góðar ástæður fyrir því að samþykkja það. Málsstaður Íslands á erlendri grundu hefur lítið sem ekkert verið kynntur og samkomulagið sem við ákváðum að gangast undir til þess að taka ekki áhættuna á því að tapa dómsmáli jafnaðist á við að við hefðum gjörtapað slíku máli. Í ofanálag er þjóðin klofin í málinu.
Ný verið hefur nokkuð verið rætt um alls konar hópa sem til eru á www.facebook.com. Það virðist sem álit flestra hafi loksins komist upp á yfirborðið. Íslendingar hafa nefnilega verið mjög duglegir á þessum nýja miðli. Samkvæmt síðustu tölum eru meira en 46% landans með síðu á fésbókinni. Fólk hefur svo verið að búa til alls konar síður til að sýna ákveðnum málstað, einstaklingum eða bara hverju sem er stuðning.
Ár eftir ár hefur hver Hollywood stórmyndin á fætur annarri verið sýnd hér á landi. Fæstir vita þó að bak við myndavélarnar og í kvikmyndaverunum sjálfum ríkir mikið karlaveldi. Allar helstu stórmyndirnar fjalla um hasarhetjur og innrásir geimvera. Markaðurinn snýst nefnilega að miklu leiti í kringum unga karlmenn. Auðvitað er nokkuð um rómantískar gamanmyndir og ástarsögur en þær ná sjaldan jafn mikill aðsókn og eru talsvert ódýrari í framleiðslu.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattakerfinu er að finna umdeilt ákvæði um niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Löngu var orðið tímabært að afnema afsláttinn og þó að ýmislegt megi gagnrýna í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er þessi breyting af hinu góða.
Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu. Dagur sem markar upphaf tíma sem er okkur mörgum dýrmætur enda sérstakur andi yfir þessum síðustu vikum fram til jóla. Annríkið mikið og tækifærin til afþreyingar og notalegheita nokkuð meiri heldur en aðra tíma ársins.