Af nýsköpunarfrumvarpi, gegnsæi og gráum markaði

Rétt fyrir lok síðasta árs voru samþykkt lög frá alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Lögunum ber að fagna sem fyrsta skrefinu að breyttum áherslum hins opinbera í stuðningi við nýsköpun. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að horfa með gagnrýnum augum á þessi nýju lög og velta því upp hvað hefði mátt betur fara og hverju þarf því að breyta á vorþingi.

Hugsum í lausnum, kjósum Vöku!

Vaka leggur áherslu á að Stúdentaráð sé í senn virkt framkvæmdarafl og öflugt þrýstiafl. Jafnvægi milli þess að nýta kraft og þekkingu stúdenta til þess að framkvæma hagsmunamál fyrir stúdenta er lykilatriði í hagsmunabaráttu stúdenta, sérstaklega á erfiðum tímum þar sem fjármagn er ekki á hverju strái.

Vöku til forystu

Í dag og á morgun verður kosið um hverjir leiða hagsmunabaráttu stúdenta á næsta starfsári, og verður hægt að kjósa rafrænt í fyrsta skipti. Þetta heyrir til stórra tíðinda þar sem þetta þægilega fyrirkomulag mun vonandi auka kjörsókn til muna og færa okkur þannig öflugra og lýðræðislegra Stúdentaráð með stærri hóp stuðningsmanna á bak við sig.

Er hægt að bæta ímynd Íslands?

Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason bendir á á bloggsíðu sinni að japanskir kollegar hans sem voru hér í heimsókn á dögunum töldu að fjöldi fólks væri á götunni vegna fjármálakreppunnar. Var þetta afleiðing þess hversu illa kynnt ástandið á Íslandi er.

Er Arnold með einokun?

19. janúar árið 2001 var myndin Donnie Darko sýnd í fyrsta sinn og var hún frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin vakti strax mikla athygli en það var ekki fyrr en í lok þess árs sem hún var sett í takmarkaða sýningu í Bandaríkjunum. Áhorfendur voru einstaklega ánægðir með myndina og rataði hún á marga topplista fyrir árið 2001. Samt gerðist ekkert hérna á Íslandi, hvorki í kvikmyndahúsum né á myndbandaleigum. Það var svo í ágúst árið 2002 sem kvikmyndaútgefendur hérna heima sáu sér fært að frumsýna myndina og þá einungis á VHS/DVD. Svona mynd passar nefnilega ekki inn í hin fín pússaða Hollywood heim íslensku kvikmyndaútgefendanna og því var henni bara skellt á vídeó. En hvernig má það vera? Er ekki til markaður fyrir svona kvikmyndir hérlendis?

Brandarahreyfingin

Þingmenn (Borgara)hreyfingarinnar halda áfram að skemmta landanum með fáránlegum hugmyndum og almennu rugli, nú síðast með að biðja lagadeild HÍ að gefa álit hvort ákæra ríkissaksóknara á hendur mótmælendum væri viðeigandi. Það er vel brosandi að svona bulli en er það ekki verulegt áhyggjuefni þegar þingmenn landsins eru farnir að lýsa því sem „borgaralegri skyldu“ þegnanna að ráðast að öðru fólki?

Ríkið veit best

Stjórnvöld, taumhald, einokunarverslun, hækka verð, stýra neyslu. Orð sem að láta hárin rísa á hnökkum og handabökum víða, og öll stóðu þau í frétt sem birtist í gær á Eyjunni um niðurstöður starfshóps um áfengisstefnu stjórnvalda. Samkvæmt fréttinni vill hópurinn hækka verð á áfengi enn meir en orðið hefur með aukinni skattlagningu.

Endurnýjun verður að vera möguleg

Nú þegar prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík er lokið, vakna upp margar spurningar hvað hafi valdið því að eins lítil endurnýjun hafi átti sér stað, eins og raun ber vitni. Úrslitin hljóta að vera mörgum Sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði og því má velta fyrir sér hvort að breytinga sé þörf á því hvernig sé valið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ísland – Argentína

Ísland er á barmi þess að gera sömu hagstjórnarmistök og Argentína gerði í kreppunni miklu. Þá náðu ýmsar skammtímaaðgerðir ríkisstjórnarinnar fótfestu til lengri tíma og gjörskemmdu hagkerfi sem hefði haft alla burði til að vera eitt það öflugasta í heimi. Ef örlög Íslands reynast þau að verða Argentína 21. aldarinnar verður sekt þeirra sem nú halda um stjórnartaumana seint vanmetin.

Mega, Omega

Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskanna. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallin var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu.

1989 – 2009 – Straumhvörf í Germaníu

Eftir fall Berlínarmúrsins, haustið 1989, varð pólitískt landslag í hinu sameinaða Þýskalandi gjörbreytt. Hið rótgróna flokkakerfi í Vestur-Þýskalandi var óundirbúið að takast á við þær nýju aðstæður sem upp komu þegar 6 ný ríki í gamla Austur-Þýskalandi bættust við. Fljótt náðu hinir rótgrónu Vestur-þýsku flokkar fótfestu í hinu nýju löndum Þýskalands, en hinn gamli Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands (SED) breytti um nafn og kallaði sig, allt fram að árinu 2005, PDS en nú heitir flokkurinn Die Linke.

Evrópulaun

Umræður um lýðræði og ýmis afbrigði á lýðræðinu hafa mjög verið til umræðu eftir bankahrunið. Vilja sumir auka þátttöku þjóðarinnar í mikilvægum ákvörðunum en aðrir vilja frekar að við framseljum frekara vald til Evrópusambandsins og fáum fulltrúa á þeim vettvangi við ákvarðanatökur. Í öllu falli er ljóst að töluverður kostnaður fylgir lýðræðinu og ætla ég að gægjast aðeins ofan í launaumslag Evrópuþingmannsins hér á eftir.

Þegar hetjudáð verður víðsýni að bráð

Þessi erlenda fjölmiðlathygli hefur þó með einhverjum óskiljanlegum hætti vakið upp reiði ýmissa víðsýna neo-alþjóðasinna. Þessi tegund alþjóðasinna telur það iðulega vera hlutverk sitt að koma íslenskum almenningi í skilning um að í raun sé framlag okkar í öllum myndum svo ótrúlega smátt hlutfallslega. Án efa eru greinar þeirra þegar tilbúnar til að útskýra fyrir Íslendingum hvað handbolti sé lítil íþrótt í alþjóðlegu samhengi ef okkur skyldi nú ganga vel á EM.

Hinir syndlausu

Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endaði í blóðbaði.

Fólk er fífl

Árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta íslenska geisladisk, „Fólk er fífl“ með Botnleðju. Þetta var hinn fínasti diskur og spilaði ég hann talsvert á þessum tíma. Samt er það titill plötunnar sem hefur alltaf skilið mest eftir sig. Í hvert sinn sem ég sé skoðunarkönnun með fáránlegri niðurstöðu eða heyri af einhverju undarlegu átaki hjá fjöldanum þá hvísla ég að sjálfum mér: „Fólk er fífl.“

Friðarhugvekja velmegunarbarns

Nú þegar vel er liðið á janúarmánuð eru flestir búnir að fá smávegis veruleikaspark í rassinn og eru dottnir aftur inn í hversdagslega rútínu skammdegisins. Þó eimir kannski enn af hátíðleika jólanna og notalegheitunum sem fylgja hátíðarhaldinu. Á þeim tíma fjölgar samverustundum með fjölskyldu og vinum sem kalla fram bestu hliðar fólks og kærleikurinn fær að ríkja, þó ekki sé nema í stutta stund.

Er pláss fyrir menningu ?

Þrátt fyrir að vera ung þjóð, þá höfum við Íslendingar ógrynni af íslenskri menningu. En hvað er menning? Greinahöfundur hefur mikið velt fyrir sér stöðu menningar í þjóðfélaginu í dag. Eftir að hlusta á umræðu undanfarið, þá hefur oft komið upp í hugann sú spurning hvort það sé einfaldlega pláss fyrir menningu í íslensku þjóðfélagi í dag?

Leikjafræðin og leigubílstjórar

Ein af forsendum hagfræðinnar er sú að mannskepnan taki ákvarðanir með hagsmuni sína að leiðarljósi og bregðist við utanaðkomandi hvötum til að verja þá hagsmuni. Þetta er yfirleitt orðað sem svo að maðurinn sé „rational“ að upplagi, sem myndi útleggjast skynsamur eða rökréttur. Ástæða þess að ég hika við að nota íslensku orðin er sú að „rational“ ákvarðanir einstaklinga þurfa hvorki að virðast skynsamar né rökréttar á yfirborðinu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að margir eiga erfitt með að kyngja þessari forsendu hagfræðinnar.

Sundurlyndi á ögurstundu

Helstu persónur og leikendur í íslenskum stjórnmálum hafa á undanförnu ári sýnt það ítrekað í verki að á ögurstundu eru samvinna og samstaða því miður aftar í röðinni en persónulegir hagsmunir. Í alla þá 15 mánuði sem liðnir eru frá því að bankarnir hrundu og allt árið 2008 í aðdraganda bankahrunsins hefur barátta íslensku þjóðarinnar einkennst af liðahugsun og spuna á kostnað eindrægni og baráttu.

Heiðarlegri skattheimta II: Persónuafsláttur

Í síðasta pistli mínum lagði ég til að ríkisstjórnin notaði þá breytingahrinu sem nú gengur yfir skattkerfið til að gera skattheimtu á Íslandi „heiðarlegri“. Til að skattheimta geti talist heiðarleg þarf hún að vera tiltölulega einföld í sniðum, gagnsæ og áhrif hennar skýr. Í stuttu máli þarf hún að gera stjórnmálamönnum sem erfiðast fyrir að skerða kjör fólks með sköttum án þess að það geri sér grein fyrir því. Dæmi um einfaldan hlut sem gerður er flókinn einmitt með þeim afleiðingum er persónuafslátturinn á Íslandi.