Bestu skilaboðin

Nýtt framboð, Besti flokkurinn, hefur litið dagsins ljós og ætlar að bjóða fram lista í Borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Samkvæmt skoðanakönnunum næði þessi nýi flokkur undir forystu Jóns Gnarrs inn tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði nú. Á sama tíma og hægt er að hafa mjög gaman að þessu framboði sem slíku er ljóst að Besti flokkurinn flytur skýr skilaboð til annarra stjórnmálaflokka.

Sjaldan er annar fullkominn hálfviti þegar tveir deila

Skynsamleg hagstjórn í alvarlegri niðursveiflu felst ekki í skattahækkunum sem letja bæði neyslu og fjárfestingu. Þetta hljóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar að vita, en hafa samt valið að fara einmitt slíka leið. Skýringin felst líklegast í himinháum skuldum hins opinbera sem setja hagstjórninni verulegar hömlur. En skuldirnar eru ekki nema að hluta til komnar vegna hallareksturs ríkissjóðs. Hvað eru þá skattahækkanirnar á þjóðina að fjármagna? Svarið við þessu, og miklu fleira, í pistli dagsins.

Vinsælasta stúlkan

Málaflokkurinn jafnrétti er eins og sjóðandi heit kartafla, sem enginn kærir sig um að halda á lofti lengur en fáeinar sekúndur af ótta við að skaðbrenna sig. Af einhverjum óskiljanlegum orsökum virðist þessi kartafla vera mun heitari í höndum Sjálfstæðismanna, og alveg sjóðandi í höndum kvenna innan flokksins. Jafnréttisstefnu skilgreini ég á þá vegu að hún geri okkur kleift að skapa ástand þar sem einstaklingar eru metnir eftir hæfni, ekki kyni. Að metnaður og dugnaður komi fólki nær takmarki sínu og að kyn þeirra þurfi ekki að spila þar inn í.

Frumvarpið sem mun breyta Bandaríkjunum

23. mars síðastliðinn voru undirrituð lög sem fela í sér róttækustu breytingar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna í marga áratugi. Ýmsum mikilvægum spurningum um þýðingu laganna og afleiðingar þeirra verður ekki svarað fyrr en á komandi árum, jafnvel áratugum, en í upphafi skyldi endinn skoða.

Páskadagur 2010

Páskahugvekja eftir Kjartan Örn Sigurbjörnsson:
Viku fyrir páskahátíð gyðinga nálguðust tvær fylkingar Jerúsalem. Úr vestri kom landstjórinn Pontius Pílatus og með honum rómverskir hermenn. Þar var gengið í takt og þar voru veifur á lofti og það glampaði á hertygi riddara og fótgönguliða.

Undanfari nýrra tíma

Í dag er föstudagurinn langi. Dagur sem mörgun stendur nærri. Dagur þegar margir leitast við að horfa inn á við. Taka ytra áreiti úr sambandi og íhuga atburð sem varð á suðlægum slóðum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Atburð sem í senn hafði í för með sér endalok og nýtt upphaf. Atburð sem talar sterkt til mijóna manna og ætti að tala sérstaklega sterkt inn í þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi.

Málefnaumræða á lægra plani

Í dag er merkilegt að heyra hvernig samfélagsumræðan er að þróast. Það virðist vera eins og allt hið besta komi frá Íslandi og allt hið slæma komi frá útlöndum. Menn keppast við að segja frá vondum aðkomumönnum sem eiga sér þó ósk heitasta að gleypa land og þjóð í einum bita. Þetta getur ekki verið satt, er það? Allir hljóta gera sér grein fyrir að þetta séu öfgar og þeim bera að taka með ákveðnum fyrirvara. Oft er um að ræða skoðanir fólks sem hefur önnur markmið að vettugi eins og til dæmis andstæðingar Evrópusambandsins. Menn reyna þá að mála skrattann á vegginn í von um að hræða þjóðina frá ákvörðun sem þeir telja slæma. En hverjar eru afleiðingar þess?

Draumur um Hróarskeldu

Það er erfitt að reyna að lýsa þeirri upplifun og þeirri tilfinningu að vera staddur á Hróarskeldu. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna fólk fer til að byrja með eru misjafnar en flestir sem eru að fara í annað, þriðja, já eða tíunda skiptið hafa sömu sögu að segja: „það er bara eitthvað við stemminguna, andrúmsloftið og fólkið“.

Draumaskattkerfið

Skattakerfið okkar er mörgum ofarlega í huga þessa dagana, sérstakalega þar sem þegar landsmenn eru nú í óðaönn að skila framtölum sínum til ríkisskattstjóra. Mörgum finnst kerfið okkar flókið og ógagnsætt og ekki bættu þær breytingar sem gerðar voru á því um síðustu áramót úr skák.

Í landi andstæðna

Brasilía er flestum Íslendingum kunn fyrir fótbolta, karnival og sem sumarleyfisstaður þjóðþekktra Íslendinga. Landið er það stærsta í Suður-Ameríku, og einnig það fjölmennasta, þrátt fyrir að stór hluti landsins tilheyri hinum stjrálbýla Amazon-regnskógi.

Tækifæri í gæðamálum

Það eru engin ný tíðindi að fjöldinn allur af fyrirtækjum á í erfiðleikum og sóknarfærin og von um bjarta framtíð sýnist oft fjarlægur raunveruleiki. Margir hafa séð fram á mikinn samdrátt í eftirspurn með tilheyrandi samdrátt í sölu, framleiðslu og umsvifum. Fyrirtækjum hefur vissulega tekist misvel að vinna sig í gegnum þessa erfiðleika og nýta ný tækifæri til eflingar og vaxtar.

Fara fyrirætlanir E.C.A. Program gegn samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?

Í dag birtist grein í Fréttablaðinu um fyrirtækið E.C.A. Program sem hefur óskað eftir starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli fyrir óvopnaðar orrustuþotur sem nota á í heræfingum. Í greininni er því haldið fram að veiting starfsleyfis til handa fyrirtækinu „myndi brjóta í bága við stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem segir að gera eigi Ísland að vettvangi fyrir friðarumræðu og leggja áherslu á baráttu fyrir friði og afvopnun í heiminum.“ Í þessum pisti verður spurt hvort þessi fullyrðing standist.

…að vera eða vera ekki herloftfar…

Undirritaður hefur fylgst með umræðum um hollenska fyrirtækið E.C.A. Program og fyrirætlanir þess á Miðnesheiði. Sú umræða hefur farið í kunnuglegan farveg. Í þessum pistli verður í stuttu máli fjallað um herloftfarahugtakið að þjóðarétti og skoðað hvernig það kemur við sögu í þessu máli.

Hin hliðin á HM

Í dag eru 82 dagar þar til Heimsmeistaramótið 2010 í knattspyrnu hefst í Suður-Afríku. Mér finnst því ekki seinna vænna að setja sig í stellingar fyrir mótið og fara yfir sögu keppninar og mótið sem er framundan.

Enginn jafnari en aðrir

Nýjar innritunarreglur í framhaldsskólanna litast talsvert af hugmyndum um að jafna gæði framhaldsskólanna. Með því að trampa á þeim grösum sem dirfast að standa upp úr.

Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið

Pistlahöfundur hefur löngum aðhyllst þau grundvallargildi að jafnrétti eigi að þýða jöfn tækifæri. Að jafnrétti verði ekki náð fram með misrétti. Að allir, karlar jafnt sem konur, eigi að geta náð markmiðum sínum og þroskað hæfileika sína án þess að njóta sérstaklega eða gjalda fyrir kynferði sitt. En höfundur verður einnig að viðurkenna óþolinmæði sína í þessum málefnum og finnst þessi grundvallargildi þoka okkur full hægt að markmiðunum.

Þrjár nýjar ríkisstofnanir í farvatninu

Nú á þessum mestu samdráttartímum er lítið hugað að samdrætti eða niðurskurði hjá ríkinu. Í farvatninu eru þrjár nýjar ríkisstofnanir. Í þremur stjórnarfrumvörpum sem nú liggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að eftirtöldum stofnunum verið komið á fót; Byggingarstofnun, Fjölmiðlastofu og Íslandsstofu. Það er óumdeilt að markmið og megintilgangur þessara þriggja frumvarpa er gott, en því miður þá getum við ekki á okkur blómum bætt, ef blóm má kalla.

Yfirgefin fiskvinnsla verður alþjóðleg listamiðstöð

Víða á landinu hefur það gerst að fiskvinnslur eða stórir vinnustaðir hafi þurft að loka og er það í mörgum tilfellum mikið reiðarslag fyrir lítil bæjarfélög þegar slíkt kemur fyrir. Jafnvel kemur fyrir að byggingarnar grotni í tímanna rás og verði að einskonar minnisvarða um bjartsýnari tíma.

Misskilningurinn um Laffer

Eða: Af hverju við hægrimenn ættum að hætta að tala um Laffer kúrvuna og byrja að tala um hugsjónir okkar.

Bætur og bölsýni

Nú er tekið að vora, fuglarnir syngja, snjóa leysir og allt er í rjúkandi rúst. Á þessum tíma árs er vorfiðringurinn farinn að kitla flesta, við horfum til sumarsins með tilhlökkun og eftirvæntingu, ef ekki væri fyrir helvítis ástandið – þyngslin sem sliga sálina, áhyggjur af reikningum, afborgunum, skuldum, framtíðinni. Svartar horfurnar kæla sálina og bæla væntingar, við tökum einn dag í einu eins og alkóhólistarnir, meikum ekki að horfa lengra fram í framtíðina en í næstu viku, því að það sem bíður handan við hornið er mjög líklega verra en nútíminn.