Telur þingflokkur VG að líkamsárásir séu í góðu lagi?

Nú eru liðnir liðlega 17 mánuðir frá því að hin svokallaða Búsáhaldarbylting hófst. Flestum eru þessir atburðir enn í fersku minni og mun viðfangefni þessarar greinar ekki vera um þá pólitísku eða samfélagslegu útkomu sem kom í kjölfar byltingarinnar heldur verður sjónum beint að þeim sem fóru hvað mestu offari í mótmælunum sjálfum og hafa nú verið dregnir fyrir dómstóla vegna þess.

Eru skattalækkanir í þenslu glórulaus hagstjórn?

Ein af þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd alþingis kemst að í nýútgefinni skýrslu sinni er sú að hagstjórn á Íslandi undanfarinn áratug hafi kynt undir ójafnvægi í hagkerfinu í stað þess að tempra það eins og vera ber. Það ætti reyndar að vera hverjum manni ljóst að þessi gagnrýni á fullan rétt á sér. Hins vegar hafa margir valið að grípa sérstaklega á lofti gagnrýni á skattalækkanir í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, sem nefndin telur að hafi aukið enn á þenslu í yfirspenntu hagkerfi landsins á tímabilinu. Á sú gagnrýni rétt á sér? Þetta, og miklu fleira, í pistli dagsins á Deiglunni.

Og ég beið og ég beið og ég beið og ég beið…

Það er nú fátt leiðinlegra en að bíða í röð, sérstaklega að bíða í röð til þess að bíða í annarri röð til þess að loks komast að, sem þú varst að leitast eftir. Það er eitt leiðinlegra jú, að bíða í rigningunni heillengi eftir einhverju og komast svo að því að þú færð ekki það sem þú varst að bíða í röð eftir því það er búið að loka loksins þegar það kemur að þér. Jú, svo er líka ofsalega leiðinlegt að bíða og bíða en komast svo að því að það sem þú varst að bíða eftir er bara búið.

Börnin og baðstofan

Eitt af því sem gjarnan er öðruvísi á milli menningarheima, og jafnvel landa, er barnauppeldi og viðhorf samfélagsins til barna. Í sumum löndum er það sjálfsagður hluti barnauppeldis að slá börn, annars staðar er það bannað með lögum, sums staðar er það eðlilegasti hlutur í heimi að senda ungabörn til dagmömmu, í öðrum löndum er ókunnugum ekki treyst fyrir hvítvoðungum.

Ponzi svikamyllur

Í Silfri Egils síðastliðinn Sunnudag var viðtal við William K. Black prófessor við háskólann í Missouri sem taldi það kýrskýrt að íslensku bankarnir hefðu rekið svokallaðar Ponzi svikamyllur. Til þess að leggja mat á þessi orð er nauðsynlegt að líta aðeins nánar á Ponzi svikamyllur og eðli þeirra.

Sannleikurinn er þarna úti

Stephen Hawking, eðlisfræðingurinn víðfrægi, sem almennt er talinn einn af gáfuðustu einstaklingum okkar plánetu, kom heimsbyggðinni allhressilega á óvart þegar hann lýsti yfir áhyggjum sínum af geimverum. Hann telur það fullvíst að geimverur séu til, bæði í örveruformi og sem hafa þróað með sér vitsmunalíf. Hann segir að við jarðabúar, eigum alls ekki að reyna að ná sambandi við þessar geimverur heldur reyna eftir fremsta megni að láta lítið fyrir okkur fara, svo við lendum nú ekki í klónum á nýlenduherrum alheimsins eða verðum peð í alþjóðapólitík algeimsins.

Milljón dollara morð

Ímyndaðu þér í að einn dag myndi talsmaður ríkissins banka upp á heimili þínu. Hann væri með byssu í hægri hendinni og saklausan mann í þeirri vinnstri. Tilboðið væri svo einfalt ef þú værir tilbúinn að taka að þér aftöku á þeim saklausa myndi ríkið greiða þér eina milljón dollara (um 120 milljónir króna). Einu afleiðingarnar af þessu væru slæm samviska og stærri bankareikningur. Hvað myndir þú gera?

Hangið í almenningi

Mér finnst skrýtið þegar leigubílstjórar bera undir mig leiðina. Hvernig á ég að vita hvernig Miklabrautin er á þessum tíma dags? Sömuleiðis er pirrandi þegar veitingamenn svara fyrirspurnum um matarval með hinu hjálplega „Það er misjafnt hvað fólki finnst.“. Þess vegna elska ég mötuneyti. Það er gulls ígildi að þurfa ekki að spá í því hvað maður vilji borða.

Fyrningarleiðin frá sjónarhóli landkrabba

Undanfarið hefur umræða verið í samfélaginu um fyrningarleið ríkisstjórnarinnar. Samþykkt var á Alþingi hið umdeilda skötuselsfrumvarp og nú á vorþingi er gert ráð fyrir að strandveiðifrumvarpið verði samþykkt. Sem þekktur landkrabbi tók undirritaður sig til við að reyna afla sér upplýsinga um hvað leiðin snýst og hverjar raunverulegar afleiðingar myndu verða ef fyrningarleiðinni yrði framfylgt af núverandi ríkisstjórn.

Hugverk til aukinnar sjálfbærni

Hugverkaréttur eða Intellectual Property Rights (IPR) er hugtak sem mikið hefur verið rætt í tengslum við alþjóðavæðingu fyrirtækja og aukið samstarf heimsveldanna þriggja; Ameríku, Asíu og Evrópu sem búa yfir mismunandi færni og áherslum í viðskiptum. Fjölþjóðafyrirtæki nýta sér gjarnan ýmsan hugverkarétt til að vernda starfsemi sína og þekkingu í þeim tilgangi að ná auknu samkeppnisforskoti yfir keppinauta sína. Kerfisbundinn hugverkaréttur felur meðal annars í sér einkaleyfi, höfundarétt, vörumerki og hönnunarvernd sem öll hafa mismunandi hlutverki að gegna.

Af flísum og bjálkum

Þann 12. apríl dreifðust flísar út um allt. Það var víst eitthvað minni eftirspurn eftir bjálkunum, enda kannski nóg af þeim fyrir án þess að fólk bara hafi gert sér grein fyrir því. Við þurfum ekki endilega að horfa framhjá flísinni í auga náungans en gleymum ekki bjálkanum í okkar eigin. Aðeins þannig getur byggst hér upp hið réttláta samfélag sem okkur finnst við hafa farið á mis við en ekki það samfélag illsku, hefndar og reiði sem nú virðist vera að verða til.

Só sorrí

Í mánuðnum sem er að líða hefur íslenska þjóðin fengið formlegt bréf frá tveimur útrásarvíkingum, þeim Jón Ásgeiri Jóhannessyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Nánast ekkert hefur heyrst frá þessum mönnum eftir bankahrun og því má velta því fyrir sér hver hafi verið tilgangurinn með þessum bréfaskriftum þeirra.

Flokkur í afneitun

Nú eru liðnar tæpar tvær vikur frá útgáfu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Mönnum hefur því gefist tækifæri til að kynna sér meginefni skýrslunnar og bregðast við. Flestir hafa því miður brugðist við með því að benda á aðra og eru flokkssystkini mín í Sjálfstæðisflokknum þar engin undantekning.

Aðförin að Þorgerði Katrínu

Ekkert nýtt kom fram um mál fjölskyldu Þorgerðar Katrínar í vikunni. Samt féll kastljósið á hana umfram aðra og hún sagði af sér varaformannsembætti í Sjálfstæðisflokknum. En hversu sanngjarnt er það?

Hetjudauði eða einfaldlega harmleikur?

Í gær fór fram útför Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem lést í flugslysi þann 10. apríl sl. Útförin var gerð frá Wawel-dómkirkjunni í Kraká en forsetinn var einnig grafinn þar ásamt eiginkonu sinni, Mariu Kaczynska. Þau deila grafarstað með mörgum sögufrægum Pólverjum, þar á meðal ýmsum stjórnmálamönnum og listamönnum, og er grafarstaðurinn því heilagur í hugum margra í Póllandi. Var það þar af leiðandi afar umdeilt hvort grafa ætti Kaczynski þar eður ei.

Stórir snúðar og berir bossar

Það hrundi allt fyrir augunum á okkur. Allt sem við trúðum á. Allt sem við treystum á. Eitt af höfuðstoltum okkar Íslendinga. Óslökkvandi stjarna á himnum. Útrásin sem okkur öllum var að skapi. Eða flestum. Við vildum öll japla á gulli í Mílanó, væna og dæna með 50 Cent á Jamaíka og bjóða Elton John í afmælið okkar. Þetta var nefnilega hrikalega töff. Við vildum öll vera memm. Þangað til það hrundi allt fyrir augunum á okkur.

Yes we did

Ein meginniðurstaða rannsóknarskýrslunnar var að hrunið sé að mestu íslensk framleiðsla. Þrátt fyrir það halda margir en í þá sýn að orsakir hérlendra vandamála megi rekja til vondra útlenskra hugmynda.

Uppgjör og ábyrgð

Útgáfa skýrslu þremenninganna í Rannsóknarnefnd Alþingis og siðferðihópsins eru mikilvæg tímamót fyrir Íslendinga. Hún er í senn ákveðinn endapunktur á því efnahagslega hruni sem dundi yfir Ísland haustið 2008 og upphafið að því uppgjöri sem fram þarf að fara vegna hrunsins.

Er ritskoðun framtíðin?

Undanfarið hefur ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á leitarvélinni Google verið til umræðu. Google risinn reis upp og neitaði að taka þátt í ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á netinu og var kínverska ríkisstjórnin langt frá því að vera sátt með viðbrögðin. Nú er svo komið að Kínverjar hafa meira að segja bannað alla jákvæða umræðu um Google. Sem Íslendingur getur verið erfitt að ímynda sér ritskoðun, en í samanburði við margar aðrar þjóðir búum við við ákaflega ríka mannréttindavernd.

Lamandi afleiðingar Íraksstríðsins

Nýlega birtist myndband frá samtökunum Wikileaks sem sýnir viðurstyggilega framgöngu bandarískra hermanna í Írak. Myndbandið er því miður ekki einsdæmi þegar kemur að óskiljanlegum grimmdarverkum bandarískra hermanna í landinu en ber þar helst að nefna Abu Ghraib fangelsið alræmda, en þaðan birtust myndir af hermönnum að niðurlægja og pynta íraska fanga.