Í dag hefst HM karla í knattspyrnu, sem í daglegu máli er einfaldlega kallað HM í knattspyrnu. Eins og fáir vita verður HM kvenna haldið í Þýskalandi á næsta ári. Vonandi munu menn hafa þor til að leggja þá kynjuðu samkomu af í framtíðinni.
Category: Deiglupistlar
Það má með sanni segja að dagurinn í dag sé nokkurs konar Þorláksmessa þeirra sem fylgjast af lífi og sál með knattspyrnu. Eftirvænting og tilhlökkun fær að leika lausum hala, líkt og hjá yngri kynslóðinni fyrir jólahátíðina, enda ótrúlegar kræsingar sem verða á boðstólum næsta mánuðinn. Hver þjóð bíður spennt að sjá hvers konar gjafir leikmenn þeirra ætla að senda heim frá Suður-Afríku.
Konungsfjölskyldur heimsins eru eftirlæti margra og eru oft mjög vinsælar í sínum heimalöndum. Almenningur fylgist með lífi og leik fjölskyldnanna í slúðurblöðunum og fyrir marga er gifting í konungsfjölskyldum stórhátíð, sem réttlætir það að taka sér frí úr vinnu til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi. En eru konungsfjölskyldurnar ekki að verða úreltar og hvað skyldu þessi eintómu herlegheit kosta fyrir skattgreiðendur?
Þessi uppröðun er vegvísir að því hvernig best sé að byggja upp gott fótboltalandslið og einnig til að hjálpa til við að spá fyrir komandi keppni. Ljóst er að íslenskir fótboltaunnendur ættu að setja kommúníska og fasíska drauma sína á hilluna. Hægt er í langflestum tilfellum að sjá úrslitin fyrirfram ef litið er til pólitískra og efnahagslegra þátta ríkjanna sem keppa
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er vinsælasti íþróttaviðburður í heimi og þar af leiðandi gríðarleg landkynning sem felst í því að halda keppnina. Jafnan er talað um að efnahagur gestgjafanna vænkist þó nokkuð á meðan á keppni stendur sem og í kjölfarið á henni en skiptar skoðanir eru um þau áhrif sem hún mun hafa í Suður-Afríku.
Upp á síðkastið hafa margir lífeyrissjóðir verið að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga sinna. Þessar skerðingar koma í kjölfar mikils taps sjóðanna í bankahruninu og eftirleik þess. Skerðingarnar koma á versta tíma, þegar hagkerfið hefur dregist saman, ríkisfjármálin erfið og velferðarkerfið í nauðvörn. Ástæða er til að velta fyrir sér hvaða fjárfestingar brugðust og hvaða lærdómur verður dreginn til þess að móta fjárfestingarstefnu sjóðanna til framtíðar.
Undanfarna mánuði og ár hafa stjórnmálin tekið miklum breytingum. Mun meiri kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna og til ábyrgðar þeirra á verkum sínum. Þessi jákvæða þróun er afleiðing hrunsins en þá varð öllum ljóst hversu mikil völd voru í höndum stjórnmálamanna og hversu mikil áhrif þessir 63 einstaklingar sem sitja á Alþingi geta haft á daglegt líf almennings.
Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, byrjaði meir að segja mjög snemma. 6 ára var drengurinn strax orðinn harður aðdáðandi Lionel Richie, Genesis og Kraftwerk. Sem betur fer þroskaðist tónlistasmekkurinn aðeins þegar á leið og snemma á tíundaáratugnum var það gruggið sem heillaði. Síðan þá hef ég alltaf notið tónlistar og spilað á hljóðafæri. Því finnst mér undarlegt að sjá tilgangslausa baráttu útgáfufyrirtækjanna gegn tónlist sem er dreift á netinu. Vissulega er sumt slæmt við ólöglegt aðgengi að efni á netinu en líka margt gott.
Jafnrétti kynjanna hefur verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár og áratugi. Flestir hafa skoðanir á þessum málum og þrátt fyrir að vera sammála um markmiðið og tilganginn, virðist fólk oft á tíðum vera ósammála um leiðina að endamarkinu.
Búið er að telja upp úr kjörkössunum og úrslit borgarstjórnarkosninganna eru ljós. Besti flokkurinn er sigurvegari kosninganna, Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en má vel við una, Samfylkingin tapar fylgi, Vinstri grænir tapa einnig frekar óvænt fylgi og Framsóknarflokkurinn þurrkast hreinlega út. Aðrir flokkar mælast vart.
Í dag er kosið til borgarstjórnar. Þó það geti vissulega verið spennandi tilhugusun að gera dálítið grín að kjörnu fulltrúunum og veita þeim ráðningu þá er ekki skynsamlegasta valið til fjögurra ára.
Í lok sumars 2008 skrifaði ég hressan pistil um þjóðarstoltið, „Að finna fyrir Þjóðarstoltinu“, og hvernig íslenska þjóðin sameinaðist í ótrúlegri stemningu þegar Silfurstrákarnir komu heim af Ólympíuleikunum í handbolta. Það er skemmtilegt að rifja upp hversu magnað andrúmsloft ríkti í samfélaginu á þessum tíma. Sumarið hafði náð hámarki, allir áttu nóg af peningum og vitleysan í hámarki….mikið var þetta góður tími!
20. apríl síðastliðinn varð sprenging í olíuborpalli British Petroleum á Mexíkóflóa, sem varð 11 starfsmönnum borpallsins að bana og olli því að olía hefur streymt óhindrað úr borholunni í flóann í rúman mánuð.
Nú í vikunni gáfu Suður-kóresk yfirvöld út niðurstöðu rannsóknarnefndar, sem var ætlað að rannsaka hvað varð til þess að Suður-kóreskt herskip sökk í mars á þessu ári. Þar kom fram að það hafi verið Norður-kóreskt tundurskeyti sem hafi sökkt herskipinu með þeim afleiðingum að 46 hermenn létu lífið. Yfirvöld í Pyongyang hafa brugðist hart við þessum ásökunum og segja þær falsaðar og hafa hótað allsherjarstríði ef að Suður-Kórea reyni að svara fyrir árásina.
Bastían bæjarfógeti í gallabuxum og skyrtu, spilling fyrir opnum tjöldum, ísbjörn í Húsdýragarðinn, frítt í strætó fyrir námsmenn og aumingja, blár rafmangshúsbíll fyrir borgarstjóra, hlusta meira á konur og gamalt fólk, fangelsi á Kjalarnesi fyrir hvítflibba-krimma, frítt í sund fyrir alla, ókeypis handklæði svo allir komist þurrir og lifandi heim til fjölskyldunnar sinnar og alls konar meira fyrir aumingja. Það er ljóst að Besti flokkurinn býður uppá spaugileg, brosleg en jafnframt undarleg stefnumál fyrir reykvíska kjósendur þetta árið.
Þann 30. maí nk. fer fram fyrsta umferð í forsetakosningunum í Kólumbíu og eru tíu manns í framboði, þar af ein kona. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða í fyrstu umferð fer fram önnur umferð þann 20. júní, og samkvæmt skoðanakönnunum mun kólumbíska þjóðin þá velja á milli þeirra Juan Manuel Santos, fyrrum varnarmálaráðherra landsins, og Antanas Mockus, fyrrum borgarstjóra í Bogotá.
Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það er alltaf gleðiefni þegar blásið er til kosninga, en aðdragandi þessara kosninga hefur verið gleðilegri en gengur og gerist, og er þar fyrir að þakka framboði Besta Flokksins, hópi fólks sem undir forystu Jóns Gnarr hefur lagst í háðungarherferð gegn ríkjandi öflum í borgarpólitíkinni. Á stuttum tíma hefur flokkurinn aflað sér risavaxins fylgis, og ég held að ekki sé vitlaust að velta fyrir sér ástæðunum sem liggja að baki – öðrum en þeim augljósu, að fók er alltaf veikt fyrir góðu gríni og vandlega smíðaður brandari á sér alltaf aðdáendur.
Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Besti Flokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með um 36% fylgi og 6 menn inni í borgarstjórn. Allir aðrir flokkar missa fylgi samkvæmt könnuninni. Miklar umræður hafa skapast um Besta Flokkinn og hefur nýjasta útspilið, „Við erum Best“ myndbandið vakið mikla athygli, enda ekki annað hægt að segja en að myndbandið sé stórskemmtilegt. Mestu umræðurnar virðast snúast um það hvort þetta sé allt saman eitt stór gjörningur eða hvort alvara liggi að baki framboðinu.
Það hrannast upp óveðurskýin í Evrópu og kringum evruna þessa dagana, svona fyrir utan öskuskýin sem einnig valda töluverðum vandræðum. Ráðherrar í Evrópu keppast við að tala upp evruna og dæla peningum inn í gjaldþrota hagkerfi eins og enginn sé morgundagurinn. Aðferðirnar minna helst á hamagang bankanna árið 2008 þegar þeir kepptust við að lána hver öðrum peninga allt með það fyrir augum að komast í gegnum þetta, bjarga dæminu. Vonandi fer ekki eins fyrir evrunni og fór fyrir íslensku bönkunum og kannski engin sérstök ástæða til að óttast það.
Hvað er yndislegra en að láta sólina skína í trýnið á sér á fallegum sumardegi? Líklega fátt dásamlegra en því geta fylgt ömurlegar afleiðingar. Stærsta líffæri líkamans er oftast óvarið og getur farið illa þegar sterkir geislar sólarinnar lenda á húðinni. Það er þó auðvelt að verja sig fyrir þessum hættulegu fylgifiskum sólskinsins.