Gefur efnahagslegur vöxtur svigrúm fyrir harðstjórn?

Þann 9. ágúst sl. gengu íbúar Rúanda að kjörborðinu. Kjörsókn var með ágætum eða 97%. Sitjandi forseti Paul Kagame hlaut 93% atkvæða í kosningunum en hann hefur verið við völd frá árinu 2000 þegar Pasteur Bizimungu sagði af sér. Í pistli dagsins ætla ég að fjalla stuttlega um manninn og tvær hliðar hans við stjórn landsins. Hina ljósu og þá dökku.

Viðhorf á villigötum

Kjarni hvers samfélags eru þau fyrirtæki sem þar starfa. Almenn þróun fyrirtækjaumhverfis á Íslandi hefur því miður verið slæm undanfarið og virðast horfur ekki fara batnandi. Það sem jafnvel er enn verra, eru vísbendingar um hvert almenningsálitið er að þróast ef eitthvað er að marka umfjöllun stjórnmálamanna, fjölmiðla, blogg og aðra umræðu.

Ég vel erlent … stundum

Síðasta árið hef tekið mig talvert á hvað varða hollt mataræði og hreyfingu. Þó það hafi tekist misvel til er ég enn vonandi á réttri leið. Það er því frekar leiðinlegt að sjá að flestir innlendir matvælaframleiðendur eru ekkert á þeim skónum að sýna næringarinnihalda framleiðslu sinnar. Undantekningarnar á þessu eru í nánast öllum tilfellum heilsuvörur, sem skiljanlega vilja reyna sína fram hve hollar vorur sínar eru.

Af jafnrétti kynjanna í Ekvador

Um daginn lét ég elstu nemendur mína í menntaskólanum þar sem ég kenni ensku hér í Ekvador, gera verkefni um frelsi og mannréttindi. Í verkefninu áttu nemendurnir, allt stúlkur á aldrinum 17-18 ára, að fjalla um efnið út frá því hvernig ástandið er í Ekvador í dag. Langflestum þeirra varð tíðrætt um misréttið á milli karla og kvenna hér og nauðsyn þess að auka jafnrétti kynjanna. Sitt sýnist hins vegar hverjum og ekki eru allir sammála um að hægt sé, eða að yfir höfuð skuli, breyta hlutunum.

Ríkisstjórnin skaðar trúverðugleika Íslands

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy gerði á dögunum samning um kaup á HS Orku. Ríkisstjórnin hafði einhver afskipti af þeim samningaviðræðum á sínum tíma en sætti sig að lokum við kaupin. Nú, á síðustu metrunum, ákveður ríkisstjórnin hins vegar aftur að grípa inn í. Hún lýsir því yfir að hún muni “ekki staðfesta” samninginn, heldur skipa nefnd sem hefur það markmið að “vinda ofan af” kaupunum. Slíkt eykur ekki trúverðugleika landsins.

Frjáls fjöldamorðingi

Þann 20 ágúst n.k. mun fjöldamorðinginn Abdelbaset Ali Mohmed Al Megrahi, fagna því að eitt ár er liðið frá því að hann var látinn laus úr fangelsi. Hann var fundinn sekur um yfir 270 morð þegar hann sprengdi bandaríska farþegaflugvél í loft upp, yfir bænum Lockerbie, rétt fyrir jólin 1988.

Hvað er að óttast?

Nú þegar aðildaviðræður við Evrópusambandið eru að hefjast, er fólk í auknum mæli ósammála um viðræðurnar. Einhverjir eru komnir á þá skoðun að draga eigi umsóknina tilbaka og kom það sjónarmið meðal annars skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði. Íslendingar hafa í áraraðir þrætt um Evrópusambandið, kosti þess og galla. En er ekki kominn til þess að við sjáum hverskonar samning Evrópusambandið býður okkur og leyfum síðan þjóðinni að ákveða hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki?

Heimskuleg hverfaskipting

Margir framhalsskólanemar standa nú frammi fyrir því að komast ekki inn í þann skóla sem þeir helst kysu en í staðinn er þeim gert að hefja nám í “hverfisskólanum” sínum samkvæmt nýjum innritunarreglum í framhaldsskóla. Mikil óánægja er með þetta eins og við höfum séð af fréttum undanfarna daga.

Megi betra liðið vinna!

Í dag er leikið til úrslita í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Á meðan lítill hópur antisportista fagnar því að fá fréttirnar á RÚV á sinn hefðbundna 19:00 tíma þá skilur þetta eftir blendnar tilfinningar fyrir okkur hin sem höfum notið þess í heilan mánuð að hafa horft á hátt í þrjá fótboltaleiki á dag.

Klasaklúður fjármálaeyjunnar, kafli XXXIV – Gengistryggðu lánin

Enn einn kaflinn í bankahrunsuppgjörinu er nú í hápunkti. Hæstiréttur dæmdi nýlega lán í krónum tengd gengi erlendra mynta ólögleg. Hvað það þýðir veit nú enginn en mikilvægt er að halda ró sinni og stefna hratt og örugglega að úrlausn þessa máls enda um samninga upp á hundruð milljarða að ræða og fjárhagsleg heilsa fjölmargra heimila háð lendingu þess.

Steikhús íslenskra stjórnmála

Um síðastliðna helgi héldu þrír stjórnmálaflokkar stjórnmálafundi fyrir félagsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund, Samfylkingin hélt flokksstjórnarfund og Vinstri grænir héldu flokksráðsfund. Allir voru fundirnir haldnir í „skugga“ Besta flokksins og rannsóknarskýrslunnar frægu og héldu kannski einhverjir að nú myndu þessir þrír flokkar loksins líta í eigin barm og hefja naflaskoðunina sem kallað er á. Þessir einhverjir hafa vafalítið orðið fyrir vonbrigðum.

Málsvari andskotans

Nýverið birtust fréttir af því að gríðarlega verðmætar auðlindir hafi fundist í jörðu í Afganistan. Kopar, lithíum og fleiri málmar sem myndu samsvara einni billjón dollara. Fyrstu viðbrögð margra voru að þarna hafi happadísin loksins gjóað augunum á þetta lánlausa land og þarna væri kominn grundvöllur fyrir efnahagslegri uppbyggingu landsins. Sagan sýnir okkur þó að það er ekki alltaf framhald slíkra lottóvinninga. Ég ætla því að leyfa mér að taka að mér hlutverk málsvara andskotans.

Fylgis- og leiðtogaleysi Samfylkingarinnar

Sá flokkur sem kom einna verst út úr nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum er án nokkurs vafa Samfylkingin. Þessi flokkur, sem var formlega stofnaður í maí árið 2000, átti að skila því vandasama verkefni að sameina öll vinstriöflin á Íslandi undir einn hatt og búa til alvöru mótvægi við stóra flokkinn hægra meginn, Sjálfstæðisflokkinn. Núna 10 árum síðar er ljóst að þessi tilraun er að mistakast.

Bless bless völd

Nelson Mandela verður alltaf einhvers konar forseti Suður-Afríku í mínum huga. Ég held raunar að svipað gildi um marga íbúa þess ríkis sem hann barðist fyrir og stýrði. Enda hefði Mandela auðveldlega geta verið forseti Suður-Afríku áfram, hefði hann kært sig um það. En hann kaus samt að stíga til hliðar.

Sjónvarpslausi mánuðurinn snýr aftur

Um þessar mundir er hátíðarstemning í sjónvörpum landsmanna þar sem meitlaðir líkamar spyrna knetti og fróðir spekingar greina atferlið. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stendur núna yfir í fimm vikur við mikla kátínu fjölda fólks. Fólk sem hefur hins vegar ekki áhuga á fótbolta upplifir þetta eins og að fara áratugi aftur í tímann þegar ekkert sjónvarp var í heilan mánuð yfir hásumarið.

Samstarf í 50 ár

Á þessu ári fagna lagadeild Háskóla Íslands og lagadeild Ohio Northern háskóla í Bandaríkjunum 50 ára afmæli samstarfssamnings þeirra á milli.

Leiðin að kosningaréttinum

Í dag, 19. júní, fögnum við Íslendingar kvenréttindadeginum en sama dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Af því tilefni er ekki úr vegi að líta yfir söguna og kanna þau atvik sem helst mörkuðu spor í baráttu íslenskra kvenna fyrir stjórnmálaþátttöku sinni.

Lakers á sigurbraut

Allur heimurinn stendur nú á öndinni yfir íþróttaviðburði sem á sér fáar hliðstæður. Leikmennirnir eru þeir bestu í heimi, margbrotin saga fylgir þeim í hverju fótmáli, aðdáendur ráða sér vart af ást til eigin liðs og hatri í garð andstæðingsins og spennan magnast með hverjum leik.

Þetta kemur allt með sjálfstraustinu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að HM í fótbolta karla er hafið. Á vinnustöðum, í vinahópum og heitu pottunum eru leikirnir og frammistaða leikmanna krufin til mergjar. Það er eitt orð sem hefur vakið athygli mína sem kemur ótrúlega oft fyrir í skýringum á frammistöðu leikmanna, en það er hið svokallaða sjálfstraust. Nota má þetta orð til að útskýra nánast allt sem gerist inn á fótboltavellinum.

Beat LA!

Heimsmeistarakeppnin í S-Afríku fær mikla athygli um þessar mundir en í Bandaríkjunum er ekki síður tekist á í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þar stórveldin Boston og Lakers takast á í annað sinn á þremur árum.