Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

Mikilvægasta verkefnið sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir í dag er að ná upp atvinnustigi og efla hagvöxt. Það er ljóst að kúltúrinn í íslensku samfélagi er á rangri leið þegar sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja virðist treysta á að hið opinbera dragi vagn atvinnusköpunar og hagvaxtar. Einkaaðilar eru einfaldlega mun betur til þess fallnir að draga þann vagn, til dæmis með því að fjárfesta í athafnasömu fólki og arðbærum fyrirtækjum.

Hættur leynast í pólitísku tómarúmi

Á Íslandi hefur ríkt ákveðin stjórnarkreppa frá hruni bankakerfisins árið 2008. Reynt var að slá á þetta ástand með kosningum í apríl í fyrra en færa má rök fyrir því að sú tilraun hafi mistekist. Þessi tiltekna tegund af kreppu lýsir sér þannig að núverandi ríkisstjórn er ein sú allra óvinsælasta í sögu lýðveldisins og kannanir sýna að traust til Alþingis er nánast ekkert.

Eiður Smári Guðjohnsen

Á meðan hann lék sér með bestu félagsliðum heims má heldur ekki gleyma því að þá var hann einnig að nudda andstæðingum sínum upp úr grasinu á Laugardalsvelli og um hvippinn og hvappinn. Eiður Smári er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Íslands en hann og er það vafa undirorpið að einhver muni nokkurn tímann bæta það.

Hollywood jarðhitaiðnaðarins

Hvern þann sem dreymir um frægð og frama í kvikmyndaiðnaðinum fer til Hollywood til að komast í hæstu hæðir kvikmyndaiðnaðarins. Í Hollywood má finna gríðarlegan fjölda hæfileikafólks á sviði kvikmynda. Þar má finna aðila sem fjármagna kvikmyndir, framleiða kvikmyndir, leika í kvikmyndum, tæknifólk, sviðsmenn og fjöldamargt fleira. Hollywood er frægasta dæmið um landfræðilegan klasa aðila sem starfa í sama iðnaði. Hollywood er kvikmyndaklasi.

Hinir vammlausu & Bagdad Bob

Með dómi yfir Tariq Aziz, er brátt farið að styttast í endastöð réttarhalda yfir samstarfsmönnum Saddam Hussain. Einn samstarfsmaður Saddams Hussain, hefur þó sloppið sérstaklega vel undan refsivendinum, en það er hinn víðfrægi upplýsingafulltrúi Íraks í aðdraganda innrásarinnar, Mohammed Said al-Sahhaf, einnig þekktur sem Bagdad Bob.

Blygðunarkennd þjóðarinnar

Blygðunarkennd er sú kennd sem er ein sú merkilegasta af öllum okkar „kenndum“ í nútíma samfélagi. Almennt er rætt um hana, ekkert fjölskylduboð er ómissandi án þess að einhver tjáir hversu mikið sinni blygðunarkennd sé misboðið. Hvort sem það hafi gerst í þeirra daglega lífi eða eitthvað er tekið upp úr virtum dægurfjölmiðlum. En hvað er blygðunarkennd og af hverju er hún svona stór partur í okkar samfélagi.

Láglaunaherinn

Samkvæmt úttekt OECD er íslenska menntakerfið eitt það dýrasta í heimi þegar kostnaður á nemanda er borinn saman. Við erum þannig með nánast tvöfalt dýrara kerfi en Finnar, sem þykja hafa mjög gott menntakerfi. Þrátt fyrir þetta eru laun kennara í meðallagi og árangur íslenskra nemenda í meðallagi. Ófremdarástand er ef til vill ekki rétta orðið, við erum hins vegar ekki að fá það sem við erum að borga fyrir.

Að komast inn á EM eða sigra á EM

Þegar U-21 landslið karla í knattspyrnu var að keppast um að komast inn á Evrópumeistaramót um daginn var það í fréttunum dögum saman. Sýnt var frá leikjunum sem þeir spiluðu og fjölmiðlar kepptust við að upplýsa fréttaþyrsta fótboltaunnendur. Flott hjá drengjunum að komast svo inn á EM en það er samt ekki rass í bala miðað við árangur hópfimleikastúlknanna í Gerplu sem urðu Evrópumeistarar um síðustu helgi. En frá því var ekki sýnt á neinni íslenskri sjónvarpsstöð.

Metum jafnréttisbaráttuna

Allt hugsandi fólk vill kynjajafnrétti. Það gerir sér grein fyrir því að það er samfélaginu til heilla að helmingur þjóðarinnar upplifi sig ekki sem réttlægri en hinn helminginn. Réttindabarátta hugrakks fólks skilaði lagalegu jafnrétti kynjanna en hugarfarsleg jafnréttisbarátta þarf að fylgja í kjölfarið, bæði hjá konum og körlum, til að kynjajafnrétti geti orðið í reynd.

Að finna sinn innri kjark og láta vaða

Á kvennafrídaginn, þann 24. október, sýndi RÚV sjónvarpsþátt um framboð Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands árið 1980. Þar kom margt áhugavert fram, meðal annars hversu treg Vigdís var í fyrstu til að bjóða sig fram og einnig hversu hart var barið á henni í kosningabaráttunni.

Gerum betur en best í heimi

Í gær var kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fjórða skiptið. Þá voru 35 ár liðin frá því að konur lögðu niður vinnu og efndu til útifundar á degi Sameinuðu þjóðanna á kvennaárinu, 1975. Á þeim tíma var efnt til fundarins til þess að vekja athygli á því að konur væru bæði í lægra launuðum störfum en karlmenn og fengju þar að auki lægri laun fyrir sömu störf og karlmenn. Nú, 35 árum síðar, hafa orðið ansi róttækar breytingar til hins betra á stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Í gær var boðað til fjöldasamstöðu kvenna í fjórða skiptið.En hver er ástæðan fyrir því að konur mesta jafnréttissinnaðsta þjóðfélags veraldar leggja niður störf og krefjast betri kjara?

Endurheimtum geðheilsuna

Þann 30. október næstkomandi stendur grínistinn Jon Stewart fyrir útifundi í höfuðborg Bandaríkjanna undir yfirskriftinni „Rally to Restore Sanity“. Fundurinn er ætlaður venjulegu fólki sem er búið að fá nóg af öfgafullri og ómálefnalegri pólitískri umræðu

Sorgarsaga Framsóknarflokksins

Einu sinnu, fyrir langa löngu, var öflugt stjórnmálaafl á Íslandi sem kallaðist Framsóknarflokkurinn. Sá flokkur sótti fylgi sitt helst til sveita þar sem hann stóð vörð um hagsmuni bænda og annars fólks sem gerði sér gott líf á landsbyggðinni.

Svona er Ísland í dag

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú séu liðin rúmlega tvö ár frá bankahruni. Þegar maður lítur til baka, þá var maður sannfærður um að íslenka þjóðin yrði fljót að vinna sig upp úr hruninu og ríkisstjórn landsins, sama hvaða flokka hún skipaði, mundi vinna ötullega að því að rétta þjóðarskútuna við á ný. Því er sorglegt að hugsa til þess að fátt hefur gerst á þessum tveimur árum og fátt vitrænt hafi komið út úr stjórnarráðinu. Staðan er einfaldlega þessi:

„Að ná sér niðri á gömlum andstæðingum“

Lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru sett árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn. Í umræðum á Alþingi frá þessum tíma kemur m.a. fram að landsdómur væri nauðsynlegur með tilliti til varnarþingsregla enda var enginn dómstóll á Íslandi á þessum tíma. Menn töldu ekki tækt að draga menn fyrir dóm í útlöndum, þ.e. í Danmörku. Á þessum tíma hafði Ísland hvorki dómstól í landinu né heldur var þingræði við lýði eins og er í dag.

Skógur og tré

Þegar fyrsta og elsta stjórnarskrá heims var samin í Bandaríkjunum byrjuðu menn á því að ákveða sjálfa stjórnskipunina, hvernig samspilið ætti að vera milli forseta, þings og dómsstóla, hvernig velja ætti fólk í þessar stöður og hvernig mætti koma því frá. Þar var það stef ráðandi að ekkert eitt vald ætti að vera of öflugt, enginn einn maður of valdamikill.

Valdaránstilraunin

„Teacher! Vayase a su casa! Hay un golpe de estado!“ Þetta voru skilaboðin sem ég fékk þann 30. september sl. frá einum nemenda minna. Ég var að koma aftur til vinnu eftir daglegt morgunhlé frá kennslu en skólann var þá verið að rýma vegna verkfalls ekvadorísku lögreglunnar. „Golpe de estado“ þýðir valdarán en skiptar skoðanir eru um hvort um raunverulega tilraun til valdaráns hafi verið að ræða. Forseti landsins, Rafael Correa, er þó sannfærður um að svo hafi verið en hvers vegna í ósköpunum fór lögreglan í verkfall, hverjar voru afleiðingarnar og af hverju misheppnaðist valdaránið í Ekvador?

Friðarverðlaun Nóbels & Apamaðurinn

Eftir að ljóst var að mannréttindafrömuðurinn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, hafa viðbrögðin verið æði misjöfn. Kínverjar eru æfir yfir verðlaununum og telja þau vinni gegn tilgangi þeirra, meðan stjórnvöld í Washington, París og London fagna hóflega þessari nafnbót Xiaobo og skora á kommúnistastjórnina í Kína að leysa Xiaobo úr haldi. Almenningur í Kína og Liu Xiaobo sjálfur hafa þó ekki enn, ef fréttaflutningurinn er réttur, fengið að vita af þessum mikilvægu verðlaunum.

Blóðþyrstu kommúnistar Stalíns

28. september 2010 var sorgardagur í sögu Alþingis, ekki aðeins vegna þess að notuð voru fáránleg stjórnarskrárákvæði heldur vegna þess að Alþingi okkar Íslendinga féll á mjög mikilvægu prófi. Í stað þess að horfa fram á veginn og einbeita okkur að þeim hlutum sem mestu máli skipta, eins og að taka á skuldavanda heimilanna, atvinnuleysi og brottflutningi ungs menntafólks var Alþingi upptekið af öðruvísi hlutum, uppfullt af hefnd, heift, hatri og blóðþorsta. Því var það niðurstaða meirihluta þingsins að ákæra fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmar Haarde, fyrir vanrækslu í starfi sem forsætisráðherra.

Horfum til framtíðar í niðurskurðarferlinu

Nýlega birti OECD skýrsluna „Education at Glance” þar sem er að finna tölfræðilega úttekt á menntakerfum OECD landanna. Skýrslan sem kom út í ár, 2010, er byggð á tölum frá skólaárinu 2007-2008. Í skýrslunni kom í ljós að Ísland eyddi hæstu hlutfalli af vergri landsframleiðslu af OECD ríkjunum í menntamál, eða 7,8%. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur þó í ljós að þetta háa hlutfall skilar sér ekki á efri skólastig.