Virðing og trú á fólki kemur alla jafna ekki fram í því að það sé tekið úr augsýn.
Category: Deiglupistlar
Samtakamáttur er ekki bara til góðs, eins og því miður hefur komið í ljós á síðustu vikum. Óttinn er frumhvöt og hann kallar fram hið frumstæða í manninum. Ótti og samtakamáttur er öflug en hættuleg blanda.
Það að fara á leikinn og horfa á leikinn eru tvennt mjög ólíkt—annað er þátttaka og hitt er neysla. Kannski munu lok heimsfaraldursins, og mótþróinn gegn fjármálavæðingu fótboltans, leiða til þess að þess að stærstu íþróttalið heims missi aðdráttarafl sitt, en að aðdáendur sæki frekar í hrárri, nánari og ástríðufyllri keppni.
Fyrsti maí er alvöru dagur. Ólíkt öðrum fánadögum þá er einhvern rangt að vera í hátíðarskapi á fyrsta maí. Menn þurfa að vera hæfilega reiðir, sárir helst.
Það fer hver að verða síðastur að sjá eldgosið í myrkri. Sól hækkar á lofti og daginn fer að lengja. Búast má við mjög fínu veðri á gosstöðvunum um helgina og því kjörið að skella sér í göngutúr, í góðum skóm með nesti og spariskapið.
Eitt sem ég held að eigi stóran þátt í því að fólki hrís hugur við því að líta á hagfræði sem vísindi er að hagfræði er oft notuð í pólitískum tilgangi. Margar niðurstöður í hagfræði hafa pólitískar afleiðingar.
Takist félags- og barnamálaráðherra og svo sveitarfélögunum í framhaldi að hrinda þessum metnaðarfullu áætlunum í framkvæmd rætist vonandi sú draumsýn sem við öll höfum um að börnin okkar fái alltaf þá þjónustu og þann stuðning sem þau þurfa, þegar þau þurfa hann.
Hálft annað ár mun það taka okkur að komast í gegnum faraldurinn. Flest hefur tekist vel hér á landi. Ekki allt. Stærsti sigurinn hefur unnist í beinni baráttu við útbreiðslu veirunnar. Hann er sýnilegur. Ósigrarnir eru flestir lítt eða ósýnilegir.
Um líkama minn fór hrollur þegar ég horfði á kvöldfréttir í síðustu viku. Dönsk stjórnvöld hafa tekið fordæmalausa ákvörðun um að senda tæplega 200 Sýrlendinga, sem eru í landinu á tímabundnu dvalarleyfi, aftur til Sýrlands. Ástæðan þeirra er að nú sé ástandið þar orðið mikið betra og því kominn tími til að þau snúi aftur […]
Í mínum huga var mun minna sem aðskildi Hlyn Stefánsson og Diego Maradona heldur en aðskildi sjálfan mig og Hlyn Stefánsson. Ég gat auðveldlega séð Hlyn Stefánsson fyrir mér spila með Napólí en áttaði mig fljótlega á því að möguleikar mínir á því að spila meistaraflokksleik með ÍBV væru mjög takmarkaðir.
Nú þegar kreppir að eru mikil sóknartækifæri í umhverfismálum fyrir Íslendinga. Stjórnvöld hafa vaknað til lífsins og horfa í auknum mæli til verðmætasköpunar á grundvelli nýsköpunar.
Margir kjósa þann lífstíl að búa og starfa nálægt miðbæ þar sem auðveldara er að nýta sér fjölbreyttari ferðamáta. Ég geri enga athugasemd við þann lífsmáta, en það eru aðrir sem kjósa sér aðra leið í lífinu. Margir, sennilega tugþúsundir, kjósa að búa í úthverfum borgarinnar. Sumir vilja jafnvel eiga sinn eigin garð og ala börn sín upp í meiri víðáttu í útjaðri borgarinnar. Allt eru þetta skattgreiðendur og þegnar borgarinnar sem eiga rétt á athygli líkt og þeir sem búa miðsvæðis.
Það var á virkum morgni og Covid nýbyrjað að spila út öllum sínum sterkustu spilum. Ég gekk inn í gamalgróna skóverslun í Kringlunni og byrjaði að skoða mig um. Ég er ekki sú sterkasta á svellinu þegar kemur að kaupum á barnaskóm og hafði heldur ekki mikinn tíma svo ég fór að leita að starfsmanni. Áttaði mig þá á því að það var heldur til hljótt inni í búðinni og þar voru engir aðrir viðskiptavinir, hvað þá starfsfólk, svo ég kallaði.
Fátt bendir til annars en að mikið ójafnvægi ríki áfram á fasteignamarkaði. Eftirspurnin er miklu sterkari en framboðið og mun að öllu óbreyttu þrýsta verði upp á við. En ættu ekki ansir margir að vera glaðir og reifir í þessu partýi? Auður fasteignaeigenda vex og sveitarfélögin, sem ráða lóðaframboði, fá alltaf meiri skattgreiðslur í kassann. Þetta mikla ójafnvægi hlýtur þó að vera óæskilegt til lengdar og nægir að benda á að skuldsetning á fasteignamarkaði hefur aukist umtalsvert.
Með því að eyða óvissunni, með því að klippa á tengsin milli þess að gera vel og vegna vel, með því að láta úrslit fótboltaleikja hætta að skipta máli, með því að taka keppnisþáttinn úr íþróttinni hættir hún að vera töfrum gædd og verður eins og hver önnur nauðaómerkileg afþreying.
Markaðir leita í jafnvægi. Ef íbúðir vantar verða íbúðir dýrari. Þeir sem byggja íbúðir græða meira. Fleiri íbúðir verða byggðar. Verð lækkar. En það leitar ekki allt í jafnvægi. Faraldrar gera það ekki. Ef hver smitaður einstaklingur smitar að jafnaði 1,01 einstakling mun faraldurinn springa út og allir munu sýkjast á endanum. Ef hver smitaður […]
Það gekk á ýmsu og jafnvel sumir liðsfélagar áttu erfitt með að samþykkja veru hans í liðinu til að byrja með, en þegar þeir urðu vitni að hótunum og móðgunum sem hann varð daglega fyrir snérust flestir þeirra smám saman og vildu frekar samsama sig með fyrirmyndarmanninum sem hafði annan húðlit, heldur en fordómafullu fautunum sem voru eins og þeir sjálfir á litinn.
Ég gafst nýverið upp á lífstílnum sem ég hafði ætlað að helga þrítugsaldri mínum. Ég gafst upp á að vera upp á aðra kominn, gafst upp á að skerða eigið frelsi, gafst upp á að skerða eigin lífsgæði. Ég gafst upp á því að þurfa að æða út í rigningu og rok, frost og snjó, bara til þess að komast leiðar minnar. Ég gafst nýverið upp og keypti mér bíl.
Við erum stödd á þriðju kjallarahæð undir lögreglustöðinni við Hlemm á neyðarfundi stjórnstöðvar ferðamála þar sem farið er yfir háleynilega viðbragðsáætlun við snarpa fækkun ferðamanna í kjölfar viðbragða við Covid faraldrinum. Forsætisráðherra, sem boðað hefur til fundarins, er með orðið.
Og það sem skiptir mestu máli út frá spurningunni um endurkomu eðlilegs lífs—þá sést það á hafnaboltaleikjunum og víðar að fólk langar ekki að lifa í ótta lengur en nauðsynlegt er. Lífið heldur áfram og gleðin finnur sinn farveg.