Gettu Betur getur betur

Í síðustu viku var háð úrslitaviðureign Gettu Betur fyrir fullu húsi í Háskólabíó. Að sjálfsögðu var lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum, og ætti það ekki að koma neinum á óvart, en keppinautar þeirra voru úr Kvennaskólanum í Reykjavík.Kvennskælingar hafa hingað til ekki gert miklar rósir í Gettu Betur og var þetta fyrsta úrslitaviðureign skólans. Hins vegar hafa MR-ingar nánast átt fast sæti í úrslitum síðustu árin, en þetta var 17. úrslitaeinvígi skólans.

Hvað varð um hina málefnalegu umræðu?

Í gær var kosið og nú hafa úrslitin verið birt. Við getum vonandi sætt okkur við niðurstöðuna og haldið áfram. Því að það hefur verið ömurlegt að sjá hvernig fólk er búið að hafa sig frammi síðustu daga. Í raun ekki bara síðustu daga heldur alveg síðan að hrunið átti sér stað.

Skynsamlegast að semja

Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja.

Keisarinn er nakinn – segjum NEI

Það hefur vart farið fram hjá neinum að um næstu helgi kýs þjóðin í annað sinn um hvort lög um samninga um Icesave-kröfur Breta og Hollendinga haldi gildi sínu . Margir telja að undir forystu Lee Bucheits, aðalsamningamanns Íslands í deilunni, hafi náðst „betri“ samningur en í fyrstu atrennu með svokölluðum „Svavars samningi“. En eru þessir samningar nógu góðir og er rétt að almenningur þurfi að greiða skuldir einkabanka? Samningurinn er afar umdeildur og uppi eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna, stjórnmálamanna og landsmanna almennt um hvort kjósa skuli með samningnum eða gegn honum. En til þess að komast að niðurstöðu þá skulum við fara aðeins yfir sögu Icesave og samninginn sjálfan.

Icesave í smærri mynd

Hugsum okkur mann. Hann er ungur, kappsamur, pínu gráðugur, metnaðarfullur, kemur jafnan vel fyrir og gæti selt eskimóa klaka úr Reykjarvíkurtjörn. Köllum þennan einstakling Bigga fjárfesti. Hann Biggi er búinn að vera í mikilli uppsveiflu síðustu ár og fólk er farið að treysta honum fyrir peningunum sínum.

Hvað klikkaði hjá OR?

Forsvarsmenn OR og borgarinnar staðfestu á dögunum það sem lengi hefur verið vitað, að fyrirtækið stendur illa. Nú er hins vegar svo komið að þetta öfluga fyrirtæki fær ekki aðgang að lánsfé erlendis og eigendur þess, þ.e. skattgreiðendur, þurfa að fjármagna fyrirtækið. Þrátt fyrir þetta sendi OR frá sér fréttatilkynningu í desember sl. um að staðan væri jákvæð og sterk. Hvað gerðist þarna í millitíðinni?

Dómstólaleiðin: Nokkrir punktar um ágæti hennar

Höfundur hefur tekið saman nokkra punkta um hvers vegna væri skynsamlegt að fara dómstólaleiðina svokölluðu í Icesave málinu.

Ég segi JÁ

Ég hef aldrei tekið undir með þeim sem kvarta undan amerískum menningaráhrifum á Íslandi. Ég ólst upp í Bandaríkjunum og hef bara nokkuð gaman af amerískri menningu. Hins vegar finnst mér að menning uppeldislands míns hafi haft slæm áhrif á Icesave umræðuna sem nú er í gangi. Einkum virðist mér sem þeir sem öskra hæst um að halda uppi heiðri Íslands með því að segja þessum útlendingum að eiga sig hafi horft á aðeins of margar bíómyndir frá vinum okkar í vestri.

Að þekkja rætur sínar

„Og svo skall náttmyrkrið á, veðurhæðin og frostharkan lömdust um á heiðinni svo menn sýndust standa í iðukófi hver í sínum sporum, frosthella lagðist á bert andlit og kreppti skegg að hörundi og leitaðist við að loka augum og nösum. Menn brutust um í sköflum og stáu fastir og ekki sást faðmslengd, nóttin spennti hópinn helfjötrum.“ (Fátækt fólk, bls. 32-33, höf. Tryggvi Emilsson).

Hugrænt misræmi Jóhönnu

Fyrr í vikunni komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin þegar forsætisráðuneytið skipaði skrifstofustjóra hjá skrifstofu stjórnsýslu – og samfélagsþróunar. Málið er hið vandræðalegsta fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, þar sem hún hefur verið einn helsti talsmaður jafnréttislaganna og gagnrýnt aðra ráðherra fyrir að virða þau ekki. Í því samhengi er athyglisvert að skoða hvernig fyrirbærið hugrænt misræmi (e. cognitive dissonance) birtist hjá Jóhönnu í þessu máli.

Tekst að stöðva Gaddafi ?

„Það verður engin miskunn“ sagði Gaddafi við þjóð sína í síðustu viku í ræðu þar sem hann kom þeim skilaboðum áleiðis að málaliðasveitir hans myndu marséra til Benghazi til að ganga frá þeim sem mótmæltu valdstjórn hans. Leitað yrði á hverju einasta heimili svæðisins og þeir sem ekki hlytu skipunum hans myndu hljóta vísan dauðdaga. Þeir sem hafa lifað undir harðstjórn hans taka slíkar hótanir alvarlega, af fenginni reynslu.

Hið furðulega réttarkerfi íslenska lýðveldisins

Á Íslandi komast dómstólar stundum að furðulegum niðurstöðum. Í ljósi þess að pistlahöfundur er ekki löglærður mun þessi pistill einungis fjalla um það hvernig dómar koma almenningi stundum einkennilega fyrir sjónir. Til að fá nokkuð skýran samanburð skulum við annars vegar skoða mál sem hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum, mál Baldurs Guðlaugssonar fyrrum ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og hins vegar tvo nýlega dóma sem fallið hafa í ofbeldismálum.

Margur verður af aurum útskúfaður

Fjölmiðlar fluttu fréttir nýlega af launum tveggja bankastjóra. Í bræðiskasti komu nokkrir stjórnarþingmenn fram með galnar hugmyndir um 70-80% skatt á laun yfir eina milljón króna. Blindaðir af heift út í einstaka bankamenn leggja þeir til að öllum þeim sem háar tekjur hafa verði refsað í staðinn.

Má ég fá laun?

Það var leiðinlegt að heyra veður gert út af launum bankastjóra síðustu daga. Það var kannski ekki við öðru að búast frá bloggurum og fjölmiðlum en að háttvirtir Alþingismenn skuli láta draga sig út í pópúlismann var svekkjandi.

Skal vi snakke sammen?

Ég eins og flestir Íslendingar lærði dönsku í sjö ár. Þannig að þegar að það var ákveðið að fara í nám til Danmerkur áleit ég sjálfan mig frekar vel settan. Staðan var bara ekki svo góð þegar á staðinn var komið.

Vilja Íslendingar nýta orku landsins?

Á hátíðisstundum er oft haft á orði að Ísland sé rík þjóð í krafti þeirra orku sem hún býr yfir. Ef þessi auðæfi eiga að færa þjóðinni tekjur þá þarf að nýta orkuna. Umræða um orkunýtingu á Íslandi hefur verið föst í slagorðastíl þar sem menn forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Einfaldari reglur eins og sá sem talar hæst hefur rétt fyrir sér eru oft þægilegri en að þurfa að hlusta á andstæðinginn.

Til hvers var barist fyrir lýðræði og frelsi?

Að þessu spyrja íbúar Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum sig þessa dagana. Hvers vegna? Vegna nýs lagafrumvarps sem ríkisstjórinn og repúblikaninn Scott Walker hefur sett fram, og fjallar um hvernig skera megi niður hjá hinu opinbera til að koma megi í veg fyrir fjárlagahalla hjá ríkinu á þessu ári. Frumvarpið hefur mætt gríðarlegri andstöðu á meðal almennings sem hefur flykkst út á götur í höfuðborg Wisconsin, Madison, til að mótmæla niðurskurðaraðferðum ríkisstjórans. Út á hvað ganga þær eiginlega og hvað er það í frumvarpinu sem er svo mikill þyrnir í augum íbúa ríkisins?

Vill íslenska þjóðin stjórnlagaþing eða -ráð?

Nú stefnir í að sett verði á fót stjórnlagaráð til þess að semja tilllögu að nýrri stjórnarskrá. Þetta stjórnlagaráð verður sett saman af einstaklingum sem voru, að einróma mati sex dómara Hæstaréttar, ekki löglega kosnir til verksins. Hin ólöglega kosning sem skipan stjórnlagaráðsins byggir á var jafnfram afskaplega illa sótt af kjósendum. Þá er ljóst að það er ekki þverpólitísk sátt um málið, langt í frá. Er þetta virkilega umboðið sem við viljum að byggt sé á við þetta mikilvæga mál sem ritun nýrrar stjórnarskrár er? Er ekki hægt að styrkja þetta umboð?

Vér göngum aldrei einir

Sá tími mun koma, og mun koma fyrr en seinna, að Liverpool nær aftur þeim árangri sem endurspeglar glæsta fortíðina. Kóngurinn Kenny Daglish hefur tekið aftur við liðinu og nýjir eigendur liðsins hafa undraverðan árangur á bak við sig. Framtíðin er virkilega björt.

Hvaða dómstóll hefur lögsögu í Icesave deilunni?

Nú þegar forseti Íslands hefur í annað sinn vísað Icesave samningnum til þjóðarinnar og almenn óvissa ríkir um þetta fyrirferðarmikla mál er vert að velta því fyrir sér hvort rétt sé að halda áfram að fara samningaleiðina eða hvort eðlilegra sé hreinlega að fara með málið fyrir dómstóla. Ef dómstólaleiðin verður fyrir valinu vaknar sú spurning fyrir hvaða dómstóli eigi að reka mál milli Evrópusambandsríkja annars vegar og EFTA ríkis hins vegar.