Gott fordæmi?

Þann 9. júní síðastliðinn féll dómur í Hæstarétti í máli Landsbankans gegn þrotabúi fyrirtækisins Motormax þar sem fyrri dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var staðfestur. Niðurstaðan kom í sjálfu sér ekki á óvart en það sem er sérstakt við málið er ákvörðun Hæstaréttar að fjölga dómurum eftir að málið hafði verið dómtekið sem er líklega fordæmalaust.

Sátt í sjávarútvegi ?

Margir eru þeir sem koma fram og vilja sjá sátt í sjávarútvegi, þó er það æði misjafnt hvað menn telja að felist í þeim orðum. Því er ekki svo galið að velta upp þeirri spurningu, í hverju felst sú sátt og er yfir höfuð hægt að skapa sátt um sjávarútvegsmálin á Íslandi ?

Gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu

Í dag hefst lokakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Í fyrsta sinn eigum við Íslendingar lið á slíku móti.

Leiðin liggur ekki til fortíðar

Hvernig stendur á því að núna, næstum tveimur áratugum eftir að netið koma fram, hafa enn ákveðnar starfsstéttir enga hugmynd hvernig best er að nýta þessa tækni. Þetta fólk situr bara á skrifstofunum sínum og svitnar. Skilur ekkert í því af hverju enginn vill fara út í búð og kaupa til dæmis geisladiska eða DVD myndirnar sem voru að koma út. Er fólk bara svona gamalt? Skilur það kannski ekki hvernig þessi tækni virkar?

Málið sem fáir hafa kjarkinn í að tala um

Ef einhvern tíman ætti að þakka fjölmiðlafólki fyrir vel unnin störf þá væri það í dag. Kastljós og þá sérstaklega Jóhannes Kr. Kristjánssyni, fyrir framúrskarandi umfjöllun um efni sem fáir hafa kjark í að takast á við. Veit ég af fenginni reynslu að þetta efni er þungt að vinna með en það getur hjálpað fólki að taka af skarið og sýna þeim sem ekki þekkja til inn í þennan heim, því það gæti bjargað mannslífum.

Saklaus uns sekt er sönnuð

Í liðinni viku fékk heimurinn fregnir af meintum glæp sem að fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á að hafa framið. Öll vitum við hvað maðurinn er ásakaður um og daglega berast fréttir af nýjum sönnunargögnum sem litið hafa dagsins ljós, nú síðast að DNA úr manninum hafi fundist á klæðum fórnarlambsins. Maðurinn, Dominique Strauss-Kahn (hér eftir DSK), hefur hins vegar neitað öllu staðfastlega og hefur sett af stað stórtækar aðgerðir til þess að sanna sakleysi sitt.

Enginn veit sína ævi ….

Vinir Sjonna komumst áfram í forkeppninni í Eurovision og keppa í aðalkeppninni á morgun. Þetta var nokkuð óvænt fyrir alla, þar sem laginu hafði ekki verið spáð áfram og meira að segja jákvæðasti maður Íslands og júrónörd með meiru, Páll Óskar, var ekki bjartsýnn. En á endanum, þá kom Ísland síðast upp úr ‚hattinum‘.

Vikublað fyrir prinsa

Alla jafna þykir mér Monitor skemmtilegt blað og gaman að fletta í gegnum það, og get ég trúað því að svo sé um fleiri á mínum aldri og yngra fólk. Nú er hins vegar svo komið að ég hef ákveðið að sniðganga Monitor þar sem það virðist vera “vikublað fyrir prinsa”, og ég er ekki prins. Af hverju er Monitor blað fyrir prinsa? Jú, vegna þeirrar staðreyndar sem ég komst að í kjölfar ömurlegrar hausatalningar á forsíðum blaðsins.

Heimsendir, hagvöxtur og hallelúja

Þau sorgartíðindi bárust nýverið að heimsendir er í nánd. Harold Camping, milljónamæringur og predikari, gaf sorgartíðindin út á útvarpstöð sinni í Kaliforníu. Heimurinn eins og við þekkjum hann mun líða undir lok kl 06.00 á staðartíma í Kaliforníu þann 21. maí næstkomandi. Það þýðir að við Íslendingar verðum að vera undir það búin að ljúka umræðum um bankahrunið fyrir kl. 13:00 þann tuttugasta og fyrsta maí, nema náttúrulega við viljum halda sælunni áfram í eftirlífinu.

Hin umdeilda Harpa

Núna í maímánuði opnaði nýja tónlistarhúsið, Harpa. Húsið er gríðarstórt og á að standast öllum öðrum tónlistarhúsum snúning er varða hljómgæði og glæsileika. Tónlistarhúsið er þó einkar umdeilt, sérstaklega þegar litið er á kostnaðarlegu hliðina.

Obama náði Osama

Osama Bin Laden er allur. Hann var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum aðfaranótt síðasta mánudags í Pakistan. Þar með lauk tæpri tíu ára leit af eftirlýstasta manni í Bandaríkjunum, manni sem er talinn bera höfuðábyrgð á árásunum á Bandaríkin 11. september 2001. En hvað breytist með dauða Osama Bin Laden?

Sæmdarréttur – réttur til höfundaheiðurs

Í fyrri pistli mínum var farið yfir þá hlið sæmdarréttarins í íslenskum höfundalögum, sem nefnist nafngreiningarréttur. Í þessum pistli mun hins vegar vera farið yfir aðra hlið nafngreiningarréttarins, réttinn til höfundaheiðurs.

Sæmdarréttur – nafngreiningarréttur

Við uppsetningu Nýlistasafnsins á sýningunni Koddu, nú í vor, hafa vaknað upp ýmsar spurningar og hafa þær flestar snúið að afmörkuðu sviði höfundarréttarins, það er sæmdarréttinum. Sæmdarréttur, er hinn ófjárhagslegi réttur höfunda sem hefur yfirleitt staðið í skugga hins fjárhagslega réttar. Þessi sýning hefur vakið athygli manna á mikilvægi sæmdarréttar og því hve afmörkun hugtaksins sæmdarréttur er óljós í íslenskum lögum. Í þessum pistli verður farið yfir þá hlið sæmdarréttar í íslenskum höfundalögum sem nefnist nafngreiningarréttur

Ræða mín í hinu konunglega brúðkaupi

Hér má lesa ræðu mína til Vilhjálms Karlssonar, vinar míns, sem flutt verður í hinni konunglegu brúðkaupsveislu í kvöld. Hér er einnig söngtexti sem við vinir hans ætlum að gleðja veislugesti með.

Klofningur Vinstri grænna

Nokkur styr hefur staðið um þingflokk Vinstri grænna frá þingkosningunum árið 2009. Ástæðurnar eru nokkrar, samþykkt Alþingis að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, Icesave málið og fjárlögin.

Deiglan á páskum 2011

Í páskahugvekju fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um viðleitni Evrópumanna til að byggja betra samfélag upp úr rústum síðari heimsstyrjaldar og þá eilífu von sem boðskapur páskanna ber með sér.

Tökum skrefið út úr skugganum

Á föstudaginn langa fyrir ári síðan skrifaði ég á þessum vettvangi um nauðsyn þess fyrir okkur sem þjóð að stíga út úr skugga þess doða og þeirrar örvæntingar sem að öllu hefur ráðið í íslensku samfélagi frá því haustið 2008 og inn í ljóstýru framtíðarinnar. Síðan þau orð voru skrifuð hefur þjóðin hins vegar verið kyrfilegar fjötruð í hlekki fortíðarinnar og þannig meinað að takast á við það brýna verkefni að sýna framtíðinni ræktarsemi.

Vald án ábyrgðar

Fyrr í mánuðinum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hin margumræddu Icesave lög í kjölfar þess að forseti Íslands nýtti heimild 26. gr. stjórnarskrárinnar og vísaði þessu umdeilda máli til þjóðarinnar. Lengi vel var talið að heimild þessi væri upp á punt og nær óhugsandi að henni yrði einhvern tímann beitt. Annað hefur þó sýnt sig í embættistíð núverandi forseta, en þetta er í þriðja skiptið sem hann beitir ákvæðinu og tvisvar hefur verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þessa.

Goðaveldi Alþjóðasamfélagsins

Þegar ágreiningsmál á alþjóðavettvangi eru skoðuð kemur í ljós að þau eiga ýmislegt sameiginlegt við hvernig deilur á íslensku þjóðveldisöldinni voru leystar.

Yfirvegun eða ofstopi

Þótt stór hluti Sjálfstæðismanna hafi ekki verið á sömu skoðun og forystan um hvort semja ætti við Breta og Hollendinga þá er ekki þar með sagt að hugmyndafræði, stefna og framtíðarsýn forystunnar njóti ekki víðtæks stuðnings. Þótt margir hafi, með málefnalegum hætti, komist að sömu niðurstöðu og ýmsir ofstopamenn, þá munu þeir ekki sjálfir breytast í ofstopamenn.