Hvað eiga lungnamjúk hrefnusteik, hægeldaðir lambaskankar, pönnusteikt Rauðspretta og nýveiddur silungur sameiginlegt? Þau voru öll á matseðlinum í Vagninum á Flateyri í síðustu viku þegar greinahöfundur leit þar við í mat. Það er skemmst frá því að segja að maturinn var hreint afbragð og Tjöruhúsið á Ísafirði búið að eignast félaga í klúbbi sælkeraveitingastaða á Vestfjörðum.
Category: Deiglupistlar
Í þessum pistli mun ég stikla á stóru og telja upp nokkrar helstu, og jafnframt einföldustu, ástæður þess að sala á áfengi, og þá helst léttvíni og bjór, skuli fært úr höndum ríkisins og í matvöruverslanir.
Frumskylda ríkisvaldsins og réttlætingin fyrir tilvist þess er að verja fólkið, bæði gegn utanaðkomandi hættu og gegn þeim í samfélaginu sem ekki halda friðinn.
Þann 22. júlí síðastliðinn voru framin hræðileg fjöldamorð í Noregi. Orð eins og illska koma auðveldalega upp í hugann þegar maður hugsar um hvernig einhver getur framið slíkt ódæðisverk. Sá sem er fær um að framkvæma það sem átti sér stað í Útey í Noregi, hlýtur að vera vondur maður eða illur (evil)? Sálfræðingar hafa lengi reynt að skilja hvað það er sem gerir menn „vonda“. Simon Baron-Cohen, prófessor við háskólann í Cambridge er einn þeirra.
Í íslensku samfélagi eru fjölmörg vandamál. Eitt þessara vandamála eru húsnæðismál, þá sérstaklega hjá ungu fólki. Í kjölfar bankahrunsins gerði mikinn frostavetur á fasteignarmarkaðinum, kaupsamningum fækkaði gríðarlega, sem kom ekkert á óvart þar sem markaðurinn var útþaninn síðustu misserin fyrir bankahrun.
Deilan um skuldaþakið í Bandaríkjunum var leyst í bili síðasta mánudag. En hvernig komust Bandaríkin á þennan stað?
Þann 22. júlí síðastliðinn var framið eitt viðbjóðslegasta voðaverk í sögu Norðurlanda og þótt víða væri leitað. Síðan hefur heimsbyggðin fylgst með viðbrögðum Norðmanna af aðdáun. Ekki hefur orðið vart við ofsafenginn hefndarþorsta sem mannfólkið á til að sýna heldur hafa viðbrögðin fyrst og fremst einkennst af sorg en einnig af staðfestu. Kastljós fjölmiðla hefur því miður allt of oft beinst annað.
Nýverið hafði ég ákveðið að splæsa á mig einni flatböku á veitingastað sem er staðsettur við hlið áfengisverslun ríkisins. Ég var þarna rétt fyrir lokun ÁTVR á föstudegi, eða eins og ein góð vinkona mín kallar hann flöskudagur.
Í dag verður Druslugangan svokallaða haldin í Reykjavík. Gengið verður frá Skólavörðuholti kl. 14 og niður á Ingólfstorg. Hugmyndin er fengin erlendis frá, en víðs vegar um heiminn hafa nýlega verið haldnar druslugöngur (e. slut walks). Megintilgangurinn er að mótmæla þeirri hugmynd að nauðgun megi á einhvern hátt útskýra með því að vísa til klæðaburðar fórnarlambsins.
Því hefur gjarnan verið haldið fram að Íslendingar kunni ekki með áfengi að fara og að drykkjumenning landans sé til háborinnar skammar. Það hefur þó aldrei, allavega ekki svo ég muni eftir, verið sett á áfengisbann til skamms tíma vegna slæmrar drykkjumenningar, en slíkt bann hefur nú verið sett á hér í Ekvador þar sem ég bý.
Undanfarinn áratug hefur landslag fjármála í evrópskri knattspyrnu tekið stakkaskiptum með eignarhaldi auðkýfinga á stórum sem smáum knattspyrnuliðum. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) samþykkti hins vegar á vormánuðum regluverk sem á að tryggja stöðugleika í fjármálum evrópskra knattspyrnuliða. En af hverju að setja þetta regluverk?
Kaldasti júnímánuður í hálfa öld er að baki. Örvæntingarfullir Íslendingar líta út um gluggann á hverjum morgni í þeirri veiku von að geta klæðst stutterma skyrtunni eða sumarkjólnum. Forsíður dagblaða og lokasekúndur fréttatímanna hafa vandræðalega sjaldan skartað fáklæddum sóldýrkendum í Nauthólsvík og fólk er hálft í hvoru farið að velta fyrir sér hvort þetta sé árið sem sumarið gleymdi.
Sumir opna huga manns meira en aðrir, Oprah hefur verið að opna huga fólks svo árum skiptir.
Í dag er fyrsti dagurinn í jákvæðu viku Deiglunnar og er gaman að fá að taka þátt í henni, sérstaklega á tímum þar sem jákvæðar fréttir og umræða eru af svo skornum skammti.
Tilraunir fyrirtækja og auglýsenda til að sætta þjóðina við umheiminn á nýjan leik taka á sig ýmsar myndir.
Að standa í því að setja upp áhugamannaleiksýningu er tilfinningaleg rússíbanareið. Í upphafi fyllir eldmóður brjóst allra viðstaddra og tilvonandi sýning skal sigra heiminn. Ekkert minna.
Um daginn sá ég merkilega grein á pressan.is, þar sem að Vilhjálmur Birgisson reyndi að tengja saman erlenda innflytjendur og atvinnuleysi Íslendinga. Strax og þegar ég las þetta datt mér í hug South Park þátturinn Goobacks. Því þarna var vekalýsleiðtoginn rauður í fram og öskrandi: “They took our job!” Alla veganna sá ég þetta þannig fyrir mér.
Íslenskar konur geta tekið að sér mörg hlutverk í samfélaginu og skipt máli, eða svo er okkur sagt. Við getum menntað okkur, orðið forstjórar í fyrirtækjum, gift okkur hvort sem við viljum karli eða konu, eignast einbýlishús eða notað peningana í ferðalög og síðast en ekki síst getum við orðið mömmur, en móðurhlutverkið er án efa elsta og hefðbundnasta hlutverk kvenna um allan heim.
Nú er fjörið að hefjast í keppni Repúblikanaflokksins um hver mun leiða flokkinn í 2012 kosningunum til forseta Bandaríkjanna. Flokkurinn hefur þegar haldið fyrstu kappræðurnar, en í þeim vantaði samt nokkra sem taldir eru líklegir til að bjóða sig fram eins og Söruh Palin.
Ég er nokkuð lífsglöð og hef alltaf verið held ég. Mér finnst lífið ansi skemmtilegt. Ég hef það líka mjög gott. Heppin ég að fæðast í landi þar sem ekki er stríð, alvarlegar náttúruhamfarir, mikil fátækt eða annars konar vonleysislegar aðstæður þar sem íbúar fá ekki miklu ráðið hvernig líf þeirra verður.