Íslenska krónan var jafngild þeirri dönsku þegar íslensk stjórnvöld tóku að sér að stýra henni. Síðan þá hefur hún misst meira en 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku systur sinni. Það þýðir að nú kostar danskur fimmaurabrandari heilar hundrað krónur íslenskar.
Category: Deiglupistlar
Þrátt fyrir öll þau úrræði sem í boði eru og markmiðum um að viðhalda greiðsluvilja fólks, eins og það heitir, kemur engu að síður sá hópur best út, sem ekkert hefur greitt, og mun betur en margir þeirra sem hafa verið að reyna að standa í skilum.
Íslensk stjórnvöld, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðun, stóðu fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um íslensk efnhagsmál. Ráðstefnan var áhugaverð fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þarna voru saman komnir nokkrir af fremstu hagfræðingum heimsins til að gefa sína skoðun á því hvernig ástandið væri á Íslandi í dag, hverjar horfurnar væru og hvað hefði betur mátt fara í kjölfar bankahrunsins.
Nú er hinni árlega bókamessu í Frankfurt nýlokið og í ár var Ísland heiðursgestur hátíðarinnar. Þessi bókamessa er ein sú stærsta og vel þekktasta bókahátíð í heiminum og ár hvert eru hingað samankomnir rithöfundar, útgefendur aðrir áhugasamir um bókmenntir til að skoða það helsta sem er að gerast í ritlist í dag.
Nokkur umræða hefur skapast um kynjaskiptingu í fastanefndum Alþingis í kjölfar þess að aðeins ein kona situr í fjárlaganefnd þingsins og tvær konur í atvinnuveganefnd, efnahags-og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Fastanefndir þingsins eru átta, nefndarmenn eru níu í þeim öllum og eru konur í meirihluta í þremur þeirra: allsherjar- og menntamálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd.
Á sunnudaginn fyrir rúmri viku ákváðum við félagarnir að skella okkur í bíó. Sunnudagsbíó er mikið stunduð iðja í mínum vinahópi en í þetta skiptið var stemningin öðruvísi. Við vorum að fara að sjá mynd sem við höfðum beðið eftir í marga mánuði, jafnvel ómeðvitað í mörg ár. Eldfjall, eftir Rúnar Rúnarsson.
Það er draumur marga að byggja upp atvinnurekstur. Fólk með frjóa hugsun og mikið verkvit gengur með góðar hugmyndir í maganum í von um að einn daginn verði þessar hugmyndir að arðbærum rekstri. Það er lykilhutverk stjórnvalda að vinna markvisst að því að skapa umhverfi þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki geta vaxið og dafnað
Allt frá lokum Kalda Stríðsins hefur Atlantshafsbandalagið – NATO – reynt að endurskilgreina og réttlæta eigin tilveru án þess að mikil sannfæring hafi legið að baki. Nýlegar og velheppnaðar aðgerðir þess i Líbíu, lögfestar með ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, virðast þó vera að hleypa nýju sjálfstrausti í bandalagið. Tilvera þess virðist trygg um ókomna tíð. Sem aðilar að því eiga Íslendingar að vera stoltir og glaðir.
Því hefur verið haldið fram í Sandkorni DV undanfarið að undirritaður sé „heitur“ fyrir því að verða ritstjóri nýs hægrisinnaðs vefrits í vefveldi Pressunnar. Þessar fréttir hafa verið mikil og óvænt tíðindi fyrir undirritaðan, en hafa þó komið róti á huga hans. Í því ljósi er í dag boðið upp á forsmekkinn af þeim raunveruleika sem aldrei verður. Fyrstu fyrirsagnirnar sem ég myndi setja inn á blatt.is ef ég væri ritstjóri.
Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að veita ekki styrk til trúfélags sem opinberlega veitist að samkynhneigðum er eðlileg. Það mætti raunar spyrja sig hvort mörg trúfélög uppfylla yfirhöfuð þau skilyrði að starfa að fullu í takt við nútímahugmyndir um siðferði og mannréttindi. Líklegast ekki.
Tíu ár eru liðin frá því Tvíburaturnarnir féllu. Á þeim tíma hafa viðbrögð stjórnvalda í vestrænum samfélögum líklega haft mun verri afleiðingar en glæpurinn sjálfur.
Í umræðunni vantar ekki ömurlegar, vondar, þjóðernislegar og sósíalískar ástæður fyrir því að vera á móti því að ríkur útlendur gaur kaupi land. Það er ekki þar með sagt að við höfum ekkert til að óttast. Það er alltaf ástæða til að óttast þá tilhneigingu íslenskra stjórnmálamanna að þurfa annað hvort að berjast gegn fjárfestingum eða leggja þeim lið.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í viðtali við stórblaðið Financial Times sem birtist 2. september sl. Í viðtalinu reifar hann mál ljóðskáldsins kínverska sem vill kaupa stórt landssvæði á Grímsstöðum.
Nú þegar innan við fimm ár eru í að Ísland gangi í Evrópusambandið þarf að huga að aðlögun af fullri alvöru. Allir sem búið hafa í Evrópu kannast við gestinn sem vaknar í sófanum, kíkir í eldhússkápinn, rekur upp kvein og tekur svo rakleiðis leigubíl í bandarísku búðina á Vesterbro til að finna Cheerios. Klárlega þarf þannig fólk meiri fræðslu um helstu núansa evrópskrar menningar.
Á laugardaginn síðasta gekk raunveruleikastjarna Kim Kardashian í hjónaband, hugsanlega er Will Smith að skilja við konuna sína og Katie Holmes borðar hráfæði á fullu þessa dagana til að grennast. Af hverju vitum við af þessu? Hvaðan kemur þessi áhugi okkar á lífi fræga fólksins?
Ekvador er það land í heiminum sem flytur út mest af banönum. Hér er það nokkurs konar þjóðaríþrótt að kunna að matreiða og bera fram banana, og þá ekki bara þennan gula sem við þekkjum heima á Íslandi, ó nei, hér eru til a.m.k. þrjár aðrar bananategundir: el verde (sá græni), el maduro (sá þroskaði) og el morado (sá fjólublái – sem er með rauðu hýði). Það er þó sá guli, el guineo, sem er mest fluttur út en bananaframleiðendur hér horfa nú fram á gríðarlegt tekjutap þar sem framboð á þeim gula er mun meira en eftirspurnin.
Undanfarnar vikur hafa hjálparsamtök víðs vegar um heiminn tekið höndum saman til þess að vekja athygli almennings á þeirri gríðarlega útbreiddu hungursneyð sem að heldur austurhluta Afríku í heljargreipum sínum. Hafa fjölmiðlar í kjölfarið flutt okkur átakanlegar frásagnir og myndir af neyð fólks á svæðinu -og þá ekki síst barnanna.
Við Íslendingar erum afar stolt þjóð og stærum okkur af mörgu, enda margt til að vera stolt af. Það er samt órúlegt að enn þann dag í dag séu börn á Íslandi að alast upp á heimilum, þar sem ekkert barn ætti með réttu að vera.
Eflaust eru margir lesendur Deiglunnar nýkomnir aftur til vinnu og horfa sorgmæddir um öxl eftir afslöppun sumarsins. Aðrir hafa þó beðið með óþreyju eftir að sumrinu lyki og lífið hæfist á nýjan leik þegar knattspyrnudeildir Evrópu rúlla af stað að nýju. Íslendingar eiga að vanda fjölmarga fulltrúa í Evrópuboltanum og hér fylgir smá útlistun á þeim fimm leikmönnum sem þjóðstoltir einstaklingar ættu að fylgjast spenntir með í vetur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum búið yfir þeim styrkleika að vera breiðfylking, flokkur sem rúmað getur ólíkar skoðanir fólks, sem þó sameinast undir þeirri meginhugmyndafræði sem sjálfstæðismenn almennt aðhyllast. Það er því miður að segja frá því að undanfarin ár hafi þetta mikilvæga einkenni flokksins ekki skilað sér í starf SUS, sökum innanflokksátaka sem skipt hafa starfinu upp í andstæðar fylkingar.