Í fyrradag var tilkynnt með pompi og prakt að bandaríski herinn væri á heimleið eftir að hafa gert góða ferð til Íraks.
Category: Deiglupistlar
Eitt af meginstefunum í fréttum þessarar vikur hefur verið þessi spurning: „Hvernig samfélagi búum við eiginlega í?“ Hvers vegna er spurt að þessu? Jú, vegna þeirrar undarlegu staðreyndar að metfjöldi Íslendinga skellir sér í verslunarferð til Boston fyrir jólin á meðan talið er að allt 10.000 manns þiggi mataraðstoð í desember.
Reglulega skýtur upp kollinum sú hugmynd að lögleiða beri fíkniefni á Íslandi. Flestir sem aðhyllast þessa skoðun eiga þá við lögleiðingu á kannbisefnum og halda því jafnan fram að efnið sé nánast skaðlaust og að þetta muni verða samfélaginu til bóta. Aðrir vilja ganga svo langt að lögleiða beri bæði sölu og neyslu á öllum fíkniefnum.
Ítalinn Cecare Marchetti varð frægur fyrir að gera einfalda athugun. Hann veitti því athygli að stærð borga á Ítalíu til forna var yfirleitt takmörkuð við það ummál sem meðalmaðurinn gat gengið umhverfis á einni klukkustund. Þegar fólk byrjaði að ferðast á hestum þá komst það aðeins lengra á klukkutíma og borgirnar stækkuðu. Næsta stækkun borganna kom með lestunum sem komu í miðbæina og svo enn aftur þegar bílar urðu almenningseign. Niðurstaða Marchettis var því að við mælum fjarlægðir í tíma frekar en vegalengd og fólk hefur í gegnum tímann skilgreint sitt atvinnusvæði sem það svæði sem liggur í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá heimili þess.
Nú fyrir helgina barst um þjóðfélagið saga sem að myndaði hnút í maga flestra. Það var frásögn af konu sem að kom inn á fatamarkað í þeim erindum að kaupa kuldafatnað á unga dóttur sína því hana hafði þurft að sækja í skólann vegna skorts á slíkum fatnaði. Þegar á markaðinn var komið átti hún ekki fyrir fötunum og brotnaði saman fyrir allra augum. Góðhjartað starfsfólk hljóp þá til og leysti úr vanda konunnar.
Undanfarna tvo daga hefur leiðtogafundur ESB átt sér stað í Brussel. Á dagskrá fundarins var ekki minna verkefni en að að finna lausn á evruvandanum og fékk hann mikla umfjöllun í alheimsfjölmiðlunum. Í aðdraganda fundarins voru settar fram margar yfirlýsingar og var því meðal annars haldið fastlega á lofti að fundurinn væri síðasta tækifæri Evrópusambandsins til þess að finna lausn á efnahagsvandanum, ella væri hreinlega úti um samstarfið. Fram komu hinar ýmsu dómsdagsspár um framtíð evrusvæðisins og Evrópusambandsins í heild sinni. Eftirvæntingar til niðurstöðu leiðtogafundarins voru því miklar þegar hann hófst á fimmtudaginn.
Nú á köldum desemberdegi liggur stór hluti þjóðarinnar yfir námsbókunum í lesstofum, á bókasöfnum, heima hjá sér eða um það alls staðar annars staðar en fólk langar raunverulega að vera. Og ekki nóg með það; tíminn líður og ekkert mjakast áfram. Hver kannast ekki við að vera í prófum og athyglin er einhvern veginn alls staðar annars staðar en á bókunum?
Úrræði fyrir heimilin hafa fengið mikla athygli en minna hefur verið rætt um skuldauppgjör fyrirtækja, sem er þó ekki síður mikilvægt. Þótt mörg félög hafi farið í þrot eða hætt rekstri er enn töluvert af fyrirtækjum sem berjast áfram. Þau eru upp á náð og miskunn bankanna komin og hafa oftar en ekki þurft að skrifa undir ýmis konar neyðarsamninga til að halda sér á floti.
Það er margt að á Íslandi í dag. Hægt væri að skrifa marga pistla um stjórnarkreppuna, efnhagsvandræðin, lágmenningu margra íslenskra fjölmiðla og svo fram eftir götunum. Það er þó bæði nauðsynlegt og hollt að taka eitt skref aftur á bak af og til og gleðjast yfir því sem er vel gert í samfélaginu okkar.
Það virðist sem unnt sé rökstyðja jafnvel fáranlegustu hugmyndir með vísan í bankahrunið, reyni menn nógu mikið. Að sjálfsögðu á að læra á reynslunni, en þá er lágmark að athuga líka hvort góð reynsla sé af þeim breytingum sem verið er að leggja til. Allsherjarríkisvæðing allra jarða var ekki góð hugmynd fyrir hrun og er ekki enn.
Öll tilheyrum við fjölmörgum félagslegum hópum. Við erum hluti af fjölskyldu, vinahópi, vinnufélögum, skólafélögum, stuðningsmannahópi íþróttaliða og svona mætti áfram telja. Nýlegar fréttir úr íslenskum stjórnmálum eru skýrt dæmi um slíka hópa. Innan úr þingflokki Vinstri grænna heyrast hugmyndir um að banna útlendingum alfarið að að kaupa jarðir á Íslandi en þar eru hóparnir Íslendingar og útlendingar í lykilhlutverki.
Belgar eru heimsfrægir fyrir að framleiða endalaust margar tegundir af bjór, galdra fram dýrindis súkkulaði, skella í vöfflur á heimsklassa og ótrúlegt en satt franskar. Belgar hafa slegið hvert metið á fætur öðru í gæðum á þessum vörum, en á árinu bættist nýtt heimsmet á listann; heimsmet í að vera ríkisstjórnarlaust land.
Fyrstu sextán árin í lífi mínu fór ég aldrei annað í klippingu en á Rakarastofu Hinriks Haraldssonar, Hinna rakara, á Akranesi. Rakarastofan var þá og er enn held ég starfrækt í 25 fermetra byggingu á gatnamótum Vesturgötu og Skólabrautar. Þá var alltaf beðið um herraklippingu.
Hreyfingin “Occupy Wall Street” hefur vakið ótrúlega fjölmiðlaathygli og nánast daglega voru fluttar fréttir af þessu sérkennilega samfélagi sem varð til í fjármálahverfinu í New York um miðjan september. Fjölmiðlar hafa hins vegar fyrir löngu hætt að fjalla um það sem hreyfingin vildi upphaflega vekja athygli á.
Það var heldur óskemmtileg tilviljun að sama dag og Alþingi Íslendinga leysti deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs með því að samþykkja þingsályktunartillögu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba skyldu útsendarar írönsku klerkastjórnarinnar ráðast á breska sendiráðið í Teheran. Tíðindin frá Íslandi drukknuðu þess vegna í fréttum heimspressunnar af innrásinni á breskt yfirráðasvæði í höfuðborg Írans.
Skautadansari sem getur ekki staðið á skautunum, er ýmist á hnjánum eða afturendanum á ísnum og í engum takti við tónlistina eða nokkurn skapaðan hlut í skautahöllinni – hann er ekki skautadansari.
Helgin var tíðindalítil hjá þorra landsmanna en erlendir fjárfestar eru farnir af landi brott. Einhverjir pústrar og ryskingar voru hér og þar eins og gengur og sumstaðar var áfengi drukkið í hófi óhóflega fyrir aðventuna. Landið í klakaböndum, nokkur óhöpp í umferðinni af þeim sökum og ríkisstjórnin ákvað að kveikja á eigin sjálfseyðingarforriti. Verkin sýna þar merkin.
Ákvörðun Ögmundar Jónassonar í máli Grímsstaða á Fjöllum kom ekki á óvart. Málflutningar hans er hins vegar til þess fallin að vekja hjá manni ugg.
Innanríkisráðherra hefur það umfram marga aðra íslenska stjórnmálamenn að hann tjáir skoðanir sínar afar skýrt og fer ekki í neinar grafgötur með þau verkefni og hugmyndir sem hann er á móti. Spurningin er hve víðtækur stuðningur sé við sjónarmið hans á þingi og hvort talsmenn frjálsra viðskipta geti tjáð sig jafnskýrt í hina áttina?
Allt frá því að Bandaríkjamenn voru hraktir frá Sómalíu eftir óverulegt mannfall á seinni tíma mælikvarða á tíunda áratug síðustu aldar hafa Vesturveldin verið treg til að senda heri sína til að stöðva yfirstandandi slátranir á almennum borgurum í fjarlægum ríkjum. Þessi fælni hefur oft verið nefnd Mogadishu áhrifin eftir höfuðborg Sómalíu. Síðustu áratugir geyma einungis örfá dæmi þar sem vestræn ríki hafa verið tilbúin að leggja líf eigin hermanna í hættu í þágu ókunnra einstaklinga sem verið var að myrða. Eitt þeirra er Austur-Tímor.