Hvenær hverfa þær af síðum dagatalsins?

Myndirnar í Pirelli-dagatalinu eiga að vera fallegar, listrænar og síðast en ekki síst fullar kynþokka en þær eru í raun ekkert annað en ýkt afbökun á því hvernig eðlilegur, heilbrigður kvenlíkami á að líta út. Sumar fyrirsæturnar líta nefnilega út fyrir að vera með átröskun. Kannski á það samt ekki að koma mér jafnmikið á óvart og það gerði.

Af íþróttamönnum ársins

Heiðar Helguson knattspyrnukappi og markalús QPR var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður ársins, af samtökum íþróttafréttamanna. Ekki er erfitt að sjá ástæðu þess, enda hefur Dalvíkingurinn séð um að halda uppi heiðri íslenskra knattspyrnumanna undanfarið. Í þau 56 skipti sem sambandið hefur kosið íþróttamann ársins, hafa verðlaunahafarnir í 88% tilfella komið úr fjórum íþróttagreinum, frjálsum íþróttum, fótbolta, handbolta og sundi.

Vanhugsuð friðun

Nú í byrjun árs skilaði starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði um verndun og endurreisn svartfuglastofna niðurstöðum sínum. Meirihluti starfshópsins leggur til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin.

Af dýrkun á frægu fólki og fegrunaraðgerðum

Síðustu daga liðins árs og fyrstu daga nýja ársins var allt morandi í fréttum um hvaða fréttir voru mest lesnar á árinu 2011. Að venju voru fyrirferðarmiklar fréttir af fræga fólkinu á árinu 2011. Síðustu daga höfum við svo einnig séð fréttir af sílikonmeðferðum íslenskra kvenna og mögulegum göllum á sílíkonfyllingum einhverra þeirra sem og erlendra kvenna með fyllingar frá sama framleiðanda. Í ljósi þessa er áhugavert að velta fyrir sér hvort einhver tenging geti verið þarna á milli. Það er, að þeir sem hafa óhóflega mikinn áhuga á lífi og útliti fræga fólksins geti verið líklegri til að fara í fegrunaraðgerðir.

Eini maðurinn með viti

Prófkjör Repúblikana í Bandaríkjunum mun standa næstu mánuði. Meðal frambjóðenda er Ron Paul sem sker sig verulega úr hópnum. Hann er kannski ekki sá eini með vit í kollinum – en hann er líklega sá eini sem treystir á það.

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um Kim Jong-il

Allt sem þú vissir ekki um Kim-Jong-Il og meira til.

Hver vill verða Forseti Íslands?

Á Íslandi hafa einungis fimm manns gengt embætti forseta lýðveldisins frá stofnun þess. Það gerist því frekar sjaldan að landsmenn fái að velja sér forseta. Þetta á sérstaklega við ef taka á mið af síðustu tveimur forsetum sem munu báðir hafa setið fjögur kjörtímabil þegar (ef?) Ólafur Ragnar Grímsson leggur niður forsetaskjöldinn og heldur á vit nýrra ævintýra í harðbýlli heiðgrænni Mosfellssveitinni.

„Bíðiði bara“

Forsetinn hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í embætti. Það er ágætt. Ólafur Ragnar Grímsson getur þá loksins talað frjálst og gert það sem honum sýnist. Sem hefur nú kannski ekki verið vandamálið hingað til.

Áramótaskaup stjórnmálanna

Stjórnmálamenn ákváðu að bæta þjóðinni upp vonbrigðin með áramótaskaupið með smá sýningu í kringum áramótin.

Völvan sem allt veit.. eða næstum allt

Það hefur lengi verið þjóðaríþrótt hér á landi að spá fyrir um framtíðina með ýmsum aðferðum. Sumir lesa í lófa, aðrir í óhreina kaffibolla og sumir jafnvel falla í trans. Yfirleitt er þessi iðja aðeins gerð til dægradvalar, og því flestum að meinalausu. Einhverjir virðast þó vera betri en við hin að sjá fyrir það sem koma skal á meðan aðrir eru góðir í að sjá hlutina fyrir, eftir á, eins og margsýndi sig eftir bankahrunið. En hvað gerist á árinu 2012?

2011: Vont ár fyrir illfygli

Með allri sanngirni þá verður að segjast að árið sem er að líða var ekki gott fyrir stétt harðstjóra og hryðjuverkamanna. Stétt þessi hefur mátt búa við allnokkuð starfsöryggi og ágætis kjör síðustu ár og áratugina en hefur mátt þola miklar sviptingar í ár.

Kaupum flugeldana af björgunarsveitunum

Sjálfboðaliðarnir í björgunarsveitunum sinna sannarlega lífsnauðsynlegu hlutverki á Íslandi. Þetta áhugamál er bæði hættulegt og dýrt. Auk allrar þjálfunar og verkefnanna sjálfra þarf björgunarsveitarfólk að leggja á sig mikla vinnu við að safna fjármunum. Þeir sem ætla að eyða peningum í flugelda og vilja styrkja gott málefni ættu að beina viðskiptum sínum til björgunarsveitanna frekar en annarra góðra mála.

Verkfalli milljarðamæringa lokið: Hverjir taka titilinn?

Verkföll eru jafnaði notuð í launabaráttu venjulegs vinnandi fólks. Í NBA-deildinni fer hins vegar fram launabarátta milljarðamæringanna, þar sem leikmenn og eigendur hafa deilt en nú þegar lausn hefur náðst er boltinn aftur farinn af stað og hægt að fara að rýna í hvaða lið séu líkleg til afreka þetta árið.

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Í jólahugvekju Deiglunnar segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson að jólin séu áminning um að njóta lífsins og ala von í brjósti í þeirri vissu að hátíðin markar upphaf sigurs ljóssins á myrkrinu. En jafnframt hátíðin áminning um að styðja við þá sem á þurfa að halda.

Barnið og jólin

Jólin eru minningarhátíð barns. Við minnumst þess að lítið barn fæddist fyrir tveimur árþúsundum fyrir botni Miðjarðarhafs. Barnið litla var frumburður foreldra sinna. Fátæks fólks sem eignast barn í lausaleik í menningarheimi sem lítur slíkt hornauga. Hliðsett fólk á svo margan hátt eða afskaplega venjulegt –allt eftir því hvernig á það er litið.

Vasapeningur ráðherranna

Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í rekstri ríkisins undanfarin ár, þar sem lögð hefur verið mikil áhersla á að forgangsraða og verja grunnþjónustu, lifir enn góðu lífi hinn furðulegi fjárlagaliður „Ráðstöfunarfé ráðherra“. Árið 2012 er þannig gert ráð fyrir því að 43 milljónir af almannafé fari til ráðherra sem úthluta þeim eftir eigin geðþótta (lesist: í sitt eigið kjördæmi) og ætla má að a.m.k milljarður króna hafi runnið í gegnum hendur ráðherra á þeim rúmu tveimur áratugum sem þetta kerfi hefur verið við lýði.

Orðfæri dæmdra nauðgara og klámblaða – líkara en við höldum

Umræða um klám og kynferðisafbrot gegn konum er oft á tíðum eldfim. Nýleg rannsókn í Bretlandi er áhugavert innlegg í umræðu um klám. Niðurstöður eru í stuttu máli sláandi. Þátttakendur gátu ekki greint á milli hvort skrifuð ummæli um konur kæmu úr svokölluðum karlablöðum (klámblöðum) eða frá dæmdum nauðgara.

Í minningu Vaclav Havel

Vaclav Havel lést í dag. Það var leitt. Leitun er að jafnglæstum og árangursríkum stjórnmálaferli og hans.

Ábyrgðarlaus ákærandi!

Dylst það einhverjum að það er Alþingi sem nú höfðar sakamál á hendur Geir H. Haarde? Veldur þetta í alvöru einhverjum vafa? Getur einhver í þingliði Samfylkingarinnar eða VG bent á einhvern annan ákæranda en Alþingi sjálft?

Nei sjónvarpið sagði mér að gera þetta

Listin er sögð eiga að vera spegill sálarinnar, sýna okkur inn í þjóðfélagið okkar og gagnrýna það um leið. Í grein sem birtist á CNN í nóvembermánuði er talað um hvert sé ábyrgðarhlutverk sjónvarpsþáttanna, eru þeir að ýta undir hluti með því að sýna viss atriði eða eru þeir að endurspegla hvað gengur og gerist í samfélagi mannanna?