Draumur um góðverk… annarra

Það getur verið auðvelt að fara fram á að aðrir en maður sjálfur færi heilmiklar fórnir í þágu einhvers málstaðar sem manni þykir verðugur. Verra er ef menn þurfa sjálfir að færa þær.

Hoppandi hress upp á stól

Hver hefur ekki átt þá stund í lífinu að hann hoppi upp á stól, hristi á sér bossann og lyfti upp höndum? Ég hef átt það, ég hef fylgst með ótrúlegum fjölda fólks gera það, og það er held ég fátt eins gaman og að standa aðeins hærra en hinir í kringum þig, bara vegna þess að gleðin er svo mikil. Um síðustu helgi upplifði ég slíka stund.

Uppgjörsþjóðfélagið

Andrúmsloftið á Íslandi er að verða eins og í hjónabandi þar sem þarf að „ræða málin“ á hverjum einasta degi í mörg ár. Uppgjörsiðnaðurinn hefur fest sig í sessi en engin raunveruleg úrlausn mála, dómar, refsing, iðrun og fyrirgefning virðist í augsýn. Þetta er þrúgandi ástand. Á meðan líður tíminn.

Who’s your daddy?

Jón og Gunna sváfu saman og úr varð barn. Gunna kynntist öðrum manni, Palla, á meðgöngunni og þau skráðu sig í sambúð áður en barnið kom í heiminn. Barnið var þar með sjálfkrafa feðrað og er Palli skráður faðir barnsins, þar sem þau voru í skráðri sambúð. Sama á við ef frú Gulla sefur hjá öðrum en eiginmanni sínum og úr verður barn. Þá verður eiginmaður Gullu sjálfkrafa skráður faðir barnsins. Þessi framkvæmd er eðlileg í sjálfu sér enda á það við í langflestum tilvikum að eiginmaður eða sambýlismaður konu er faðir barns hennar.

Rússnesk varðstaða um einræðisherra

Í gær beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um ástandið í Sýrlandi. Tillagan naut stuðnings vesturveldanna og það sem vegur e.t.v. þyngra, Arababandalagsins sem beitt hefur sér þó nokkuð í málinu og er að mörgu leyti hinn eðilegi farvegur lausnar á því ógnarástandi sem ríkir í landinu. Reynist neitunarvaldið þannig Öryggisráðinu enn og aftur fjötur um fót og leiðir til þess að viðbrögð þess verða úr takti við alvarleika málsins og tilefni.

Millistéttaraulinn er bara auli

Samfélagið virðist verðlauna á marga vegu þá sem spara lítið eða ekkert en þeir sýna ráðdeild eru fyrst og fremst hópur sem er hægt að skattleggja. Skilaboðin eru að það séu bara aular sem spari, hinir kláru gefi bara skít í slíkt og skelli sér í siglingu eða kaupi nýjan bíl.

Markmið sérstaks saksóknara

Það eru margir sem bíða óþreyjufullir eftir að rannsóknum á bankahruninu ljúki og ýmsir hafa orðið til að gagnrýna ákæruvaldið fyrir seinagang. Fréttir Stöðvar tvö um helgina vörpuðu hins vegar skýru ljósi á það hversu vandasamt verkefni sérstaks saksóknara er, en umfjöllun fréttastofunnar gekk út á það að embættið hefði ekki náð markmiðum sínum þar sem gefnar hefðu verið út færri ákærur en áætlað hafði verið.

Heimssafn í Reykjavík

Hve margir ætli þurfi að deyja áður en Íslendingar ákveða loksins að byggja sér safn sem tileinkað er menningu og vísindum annarra þjóða?

Fjársveltur Háskóli

Það er ennþá kreppa á Íslandi. Skattar hækka, verðbólga eykst, gjaldskrár hækka og opinberar stofnanir þurfa áfram að skera niður. Ein þessara stofnana er Háskóli Íslands. Nemendum við skólann hefur fjölgað gríðarlega á seinustu árum, ekki aðeins vegna þess að fólk sem misst hefur vinnuna hefur hafið háskólanám, heldur einnig vegna þess að nokkrum mánuðum fyrir hrun sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og HÍ. Þrátt fyrir aukinn nemendafjölda hefur skólanum verið gert að skera niður á meðan hann fær ekki einu sinni greitt með öllum nemendum.

Vörslusviptingar engum viðkomandi?

Innanríkisráðherra upplýsti nýverið að lögreglan muni vísa frá kærum vegna ólögmætra vörslusviptinga, sem hafa verið stundaðar af miklum móð undanfarin ár. Slík afstaða vekur upp spurningar. Heimildir einkaaðila til að stunda vörslusviptingar snúast um ákveðin grundvallaratriði í réttarkerfinu og það getur verið afar varasamt að láta þetta óátalið.

Ríkissjónvarpið 2.0.

Ríkisútvarpið ohf. hyggst færa út kvíarnar og hefja útsendingu á annarri sjónvarpsrás. Eins konar Rás 2 ríkissjónvarpsins, starfrænt og voða fínt. Útvarpsstjóri segir að þetta eigi að vera svona „viðburðarrás“ til að sýna frá íþróttaviðburðum. Þessi fyrirhugaða útþensla, eða rás, Ríkisútvarpsins er arfavond hugmynd og fær ekki samræmst hlutverki Ríkisútvarpsins um að sinna útvarpsþjónusta í almannaþágu. Öllu verra er að svona æfingar hins opinberra grafa hratt undan starfsemi annrra miðla á samkeppnismarkaði.

UJ lýsa vantrausti á þingið

Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig ráðist er nú að Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta þingsins fyrir afstöðu sína og framgöngu í landsdómsmálinu, m.a. í ályktun Ungra jafnaðarmanna um málið og virðist sú skoðun eiga sér töluverðan hljómgrunn. Hið kaldhæðnislega er að á málið er settur sá merkimiði að hún hafi farið gegn sjálfstæði þingsins. Til að kvitta fyrir það á forseti þingsins að hætta.

Stóra Ísmálið

Eftir miklar umræður síðustu daga og vikur um iðnaðarsalt og sílíkonbrjóst var það Emmessís sem átti umræðuna um helgina skuldlaust með því sem mætti kalla stóra Ísmálið. Emmessís hefur nefnilega sett á markað ístegundir sem eru sérstaklega merktar stelpum og strákum.

Barack Obama vildi ekki sopa

Í síðustu viku tilkynnti Barack Obama bandaríkjaforseti að hann hygðist ekki styðja væntanlega löggjöf um dreifingu ólöglegs efnis á internetinu sem hafði fengið vinnuheitið SOPA eða Stop Online Piracy Act. Ástæða þessarar tilkynningar Obama var sívaxandi þrýstingur fjölda aðila sem töldu lögin vera óráð. Mikla athygli vakti þegar ein stærsta vefsíða heims, Wikipedia lokaði í mótmælaskyni einn dag. Frumvarpið hefur verið lagt til hliðar á meðan unnið verður að endurbótum sem líklegra gæti þótt að verði samþykktar.

Kill them!

Newt Gingrich fékk mikið klapp þegar hann útskýrði að kjarninn í utanríkisstefnu sinni væri að drepa óvini Bandaríkjanna. Ron Paul fékk hins vegar bágt fyrir að leggja til að „gullna reglan“ gæti verið gagnleg til þess að draga úr átökum og hatri milli þjóða.

Uggvænleg þróun

Árið 2008 voru framkvæmdar á bilinu 43-48.000.000 fóstureyðinga í heiminum og 86% þeirra voru framkvæmdar í þróunarlöndum. Þetta sýnir ný rannsókn Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Guttmacher stofnunarinnar. Alvarlegustu tíðindi rannsóknarinnar eru hins vegar þau að árið 1995 voru 44% fóstureyðinga flokkaðar sem óöruggar en 2008 hafði hlutfall slíkra fóstureyðinga hækkað upp í 49%

Dómstólar mega ekki verða vettvangur stjórnmálabaráttunnar

Umræðan um afturköllun málshöfðunarinnar gegn Geir H. Haarde sýnir því miður vel að réttarhöldin eru fyrst og fremst pólitísk. Þeir stjórnmálamenn sem vilja vernda lýðræðishefðir og réttarríkið ættu því að fagna tækifærinu til þess að ljúka málinu.

Má ég kynna… Dómskerfið

Stundum mætti halda, miðað við umræðuna, að samfélagið hefði bara alls engar leiðir til á ráða fram úr deilumálum aðrar en múgæsingu og hópþrýsting. Til allrar hamingju er það ekki svo, þótt þær leiðir sem í boði eru taki vissulega lengri tíma en þann sem það tekur að dúndra upp status og telja lækin.

Björt framtíð opinberra lánveitinga?

Guðmundur Steingrímsson hefur sett fram hugmynd um fjárfestingar í atvinnulífinu, sem gengur út á að eigið fé bankanna verði lækkað niður að lögbundnu lágmarki og mismunurinn lánaður út. Ef þetta gengur eftir segist Guðmundur vera til í að veita ríkisstjórninni stuðning. Þótt svona risavaxin opinber aðgerð við að lána peninga til fyrirtækja, sem fengju annars ekki lán, hljómi vægast sagt illa, þá er ekki síður farin að verða áleitin spurning hvort ríkisstjórnin sjálf sé ekki helsta fyrirstaða fjárfestinga hér á landi.

Asahláka á Kúbu

Sólrík eyja í suðrænum höfum hefur verið í kommúnískum klakaböndum í rúma hálfa öld. En frá því Raul Castro tók við stjórnartaumunum á Kúbu af bróðir sínum Fidel árið 2008 hefur hinn kaldi jökull alræðisins smám saman hopað. Lögfesting á ýmsum markaðsumbótum stjórnarinnar undanfarnar vikur og mánuði benda til þess að almennileg asahláka herjar nú á kúbverskan kommúnisma. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort vor frelsis og lýðræðis liggi í loftinu.