Lífsgæði þjóða eru ekki síst metin út frá gæði heilbrigðisþjónustu og aðgengi almennings að þjónustunni. Enginn vafi leikur á því að við Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem fremst standa í þeim efnum.
Category: Deiglupistlar
Við erum nútímafólk og látum ekki segja okkur hvað sem er og trúum ekki öllu sem við sjáum og heyrum. Við erum oft pikkföst í dróma þess jarðneska og ekki endilega tilbúin að láta okkur falla og gefa lífinu himneska vængi.
Ein af áherslum nýrrar hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að lækka umferðarhraða á útivistarsvæðum, til dæmis í Heiðmörk. Áætlunin var samþykkt með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar (mínu þar á meðal) en minnihlutinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru klofin í málinu (líkt og oft þegar kemur að umferðar- og skipulagsmálum). Meirihluti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var þannig á móti en sumir sátu hjá. […]
Sunnanvindur hefur blásið um lánamál á Íslandi síðastliðið ár. Þegar alheimsástand sparkaði okkur niður var höggið svo fast að hið ótrúlegasta gerðist; lánakjör á Íslandi bötnuðu. En eins og vitað er fylgir sunnanvindinum ekki aðeins eintóm sæla.
Kannski er skrifstofa framtíðarinnar ekki á einum stað heldur þétt net tengdra staða og þjónustu þar sem fólk velur sér vinnustað dagsins út frá verkefnum, samstarfsfólki, hreyfingu dagsins og jafnvel hvað gerist fyrir og eftir vinnu.
Orð eru til alls fyrst og þau hafa tilhneigingu til að vera mildari þegar manneskjur hittast augliti til auglitis í góðu umhverfi. Þar hefur Ísland sannarlega ýmislegt upp á að bjóða, eins og sjá má þessa dagana.
Nýsamþykktur ársreikningur Reykjavíkurborgar er sannkallaður reifari. Ekki ber hann stöðu leikskólanna fagurt vitni. Í reikningnum koma fram 500 milljóna tilfærslur á fjárheimildum sem verja átti til leikskólaþjónustu – en var að endingu varið í önnur verkefni því ekki reyndist unnt að bjóða tilætlaðan fjölda leikskólarýma í Reykjavík. Enn birtast glögg dæmi þess hve illa er staðið að leikskólamálum í Reykjavík.
Við hljótum öll að vera sammála um að tími sé til kominn að kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi hætti að vera hluti af daglegu lífi kvenna. Þetta er ekki eðlilegt ástand.
Litlu skiptir hversu oft velmeinandi gáfufólk á Vesturlöndum leysir deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs í formi ályktana, áskorana og fordæminga. Grundvallarforsenda þess að friður og réttlæti komist á er að leiðtogar Ísraels og Hamas hafi bæði umboð og áhuga á því að koma á friði. Sú forsenda virðist því miður alls ekki vera til staðar.
Ísland hefur nú með markvissum hætti tekið frumkvæðið þegar kemur að málefnum norðurslóða.
Hvaða áhrif hefur það á faglegt skólastarf að eldri og reyndari kennarar eigi að hætta störfum bara vegna þess að þeir vakni upp 70 ára einn daginn? Hvernig rímar það við eðli starfsins, þ.e. kennslu og að miðla kannski visku í leiðinni?
Fyrir mörg okkar er siðfræðileg og hugmyndafræðileg hnignun Repúblikanaflokksins skuggaleg áminning um það hvernig flokkar geta snúist gegn grunngildum sínum og siglt sofandi að feigðarósi í stað þess að ráðast á sín innanmein, þróa hugmyndafræði sína í takt við breyttan tíðaranda og um leið byggja á málefnalegum grunngildum sem ekki eigi að hvika frá.
Hversu lengi ætla íslenskir ráðamenn að hafna nútímanum hvað þetta varðar? Ég ætla rétt að vona að staðan verði önnur árið 2031 því annars mun ég neyðast til að skrifa enn annan pistil.
Maðurinn er félagsvera sem þarfnast samveru við annað fólk. Samkomutakmarkanir og fjarlægðarmörk vegna heimsfaraldursins hafa haft í för með sér aukna einangrun fólks. Við höfum farið á mis við verðmætar samverustundir með fjölskyldu og ástvinum, sérstaklega þeim sem eldri eru. Á Íslandi höfum við þó verið lánsöm hvað þetta varðar þar sem áhrif á daglegt […]
Á nokkrum árum hefur hlutfall hjólreiða í Reykjavík aukist úr 2% í 7%. Helsta ástæðan eru innviðir. Lengi vel var einn hjólastígsbútur í borginni, á efri hluta Laugarvegar. Nú má hins vegar hjóla á góðum sérmerktum hjólastígum frá Ægisíðu og upp í Elliðarárdal og frá Hlemmi upp Elliðarárvoga. Þessir innviðir munu bara batna á næstu […]
Fyrir mann með gróðurofnæmi er fátt sem minnir heiftarlegar á sumarkomuna en ilmurinn af nýslegnu grasi. Lyktin vekur þó ekki bara upp ofnæmisviðbrögð heldur líka ljúfa minningar. Hún minnir á það sem tilheyrði sumrinu á æskuárunum—fótboltavöllurinn. Hreyfing og útivera tilheyra sumrinu. Nú standa vonir til þess að takmarkanir á fjölda þeirra sem hittast mega, til […]
Einmuatíð hefur verið á landinu síðustu vikur. Þurrt og bjart veður gleður margs nú þegar dagarnir lengjast óðfluga og sigur á faraldrinum virðist innan seilingar. En þurrviðrið er ekki gallalaust.
Sumir sjá ofsjónum yfir háu fasteignaverði í Garðabæ en það skýrist ekki síst af því að fólk vill einmitt búa í grennd við óspillta náttúruna. Það er því manneskjunni ekki aðeins heilsusamlegt að búa við slík gæði heldur er það hagkvæmt og góður „bissness” að vernda náttúruna og friðlýsa stóran hluta sveitarfélaga, þar sem pólitískur vilji og aðstæður eru til þess.
Hægt og hljótt hefur það gerst að meirihluti kjósenda á Íslandi er annað hvort beinlínis á launaskrá hjá hinu opinbera eða er að meira eða minna leyti efnahagslega háður hinu opinbera. Þetta er það sem á ensku er kallað “gamechanger”.
Óhætt er að fullyrða að t.d. Langjökull væri langflestum Íslendingum ófær ef áræðnir einstaklingar hefðu ekki haft hugmyndaflug í að grafa göng í jökul eða gert sér von um að skapa úr því verðmæti.