Fyrsta uppsveiflan í Reykjavík byrjaði í seinni heimstyrjöldinni. Borgin stækkaði og bílaeign jókst hratt. Stuttu fyrir stríðið var bílaeign orðin umtalsverð og gatnagerðaplön frá þessum tíma marka upphafið að bílavæðingu Reykjavíkur. Mannlífi miðbæjarins hefur verið raskað nógu lengi með plássfrekri bíla’menningu’ en einungis um helmingur þeirra sem keyra niður Laugaveginn erindi á götunni, sem sagt um helmingur þeirra bíla sem keyra Laugaveginn eru einungis á rúntinum.
Category: Deiglupistlar
Sagan af hljómsveitinni á Titanic, sem stytti farþegunum stundir á meðan skipið hvarf hægt og bítandi í hafið, er flestum þekkt. Við álítum þessa menn vera hetjur, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fórnuðu þeir lífi sínu. Í öðru lagi þá róaði spilamennska þeirra farþegana, veitti þeim huggun og kom í veg fyrir glundroða. Svona er sagan…
Stöðugur fréttaflutningur af Íran bendir til þess að mjög styttist í að gerð verði árás á landið. Það virðist víða stemmning fyrir þessu meðal stjórnmálamanna og almenningur lætur sér víða fátt um finnast. Viðskiptaþvinganir eru fyrsta skrefið í þá átt. En hvorki sprenjgur né einangrun eru líklegar til þess að ná fram velviljuðum markmiðum um betri heim – nema síður sé.
Það munu fara fram forsetakosningar í lok júní líkt og flestum er kunnugt um. Sex frambjóðendur hafa tilkynnt um framboð sitt og hugsanlega eiga fleiri eftir að bætast í hópinn þó telja megi það frekar ólíklegt. Forsetakosningar eru einstaklingskosningar og því ekki um hefðbundna flokkapólitík að ræða og frambjóðendur eru því ekki mikið að kynna einhver sérstök stefnumál heldur fyrst og fremst að reyna að sannfæra kjósendur um eigið ágæti. Tvær aðferðir í fortölum (persuasion) eru einkar skemmtilegar í þessu samhengi.
Boðskapur páskanna og kristinnar trúar þarf ekki að glatast þótt menn hafi efasemdir um að frásögnin af atburðum páskanna sé nákvæmlega rétt. Í páskahugvekju fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um sagnfræði guðfræðingsins Dr. Barts Ehrman.
Í janúar 1942 vann fjölskyldan á Veturhúsum í Eskifirði mikla hetjudáð. Þá nótt bjargaði fjölskyldan 48 breskum hermönnum úr klóm íslensks vetrar. Það er viðeigandi að draga þessa sögu fram á páskum. Efni hennar rímar vel við boðskap þeirra.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að fyrirtæki eru oft hikandi við að koma fram með nýjar vörur sem keppa við eigið vöruframboð. Þessi tregða við að grípa til erfiðra aðgerða hefur oft leitt til þess hjá tæknifyrirtækjum að þau sitja hjá á meðan önnur fyrirtæki koma með nýjar vörur sem heilla viðskiptavinina og skilja hin eldri stöndugri fyrirtæki eftir.
Ögmundur Jónassonar mætti í Silfrið um helgina og ræddi ýmis mál. Einar helstu athugasemdir ráðherrans við tillögur stjórnlagaráðs voru að þær gerðu “einkaeignarréttinum” of hátt undir höfði. Síðan dustaði hann rykið af marxískum hugmyndum eignarrétt af slíkum þrótti að í augun sveið.
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur tekið áskorun um forsetaframboð og tilkynnti framboð í seinustu viku. Gerðar voru miklar væntingar til Herdísar, en með yfirlýsingum í upphafi vöknuðu spurningar hvort hún væri í þessum framboði í fullri alvöru.
Af hverju gerir gott fólk vonda hluti? Hvernig gerast hlutir eins og ofbeldið gagnvart börnum á Breiðavíkurheimilinu, pyntingarnar í Abu Ghraib fangelsinu og útrýming gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Er um að ræða nokkra „vonda einstaklinga“ eða skipta aðstæðurnar einhverju máli?
Ríkisstjórnin verður sífellt gráðugri í að taka sér ráðstöfunarrétt yfir þeim verðmætum sem til verða á Íslandi. Réttlætingin er fyrst og fremst sótt í aðra höfuðsynd – öfundina.
Hóf er hagkvæmast.
Allt kann sá er hófið kann.
Meðalhóf er best.
Vandratað er meðalhófið.
Meðalhófið er marghæfast.
Ég lít enn upp til Vigdísar Finnbogadóttur sérstaklega eftir að hún lét þau orð falla í viðtali við Monitor að hún vilji jafnrétti fyrir bæði stelpur og stráka og sagði jafnframt að allar öfgar væru hættulegar. Við eigum ekki að etja kynjunum saman. Við erum frábært teymi konur og karlar, við bætum hvert annað upp.
Það er samt einhvern veginn þannig, held ég, að konur eru frekar áhrifavaldar hjá stelpum og karlar hjá strákum án þess að maður sé eitthvað að pæla sérstaklega í því. Ég held að það sé bara vegna þess að maður samsamar sig frekar við sitt kyn, en þetta er auðvitað ekki algilt.
Marsmánuður á Íslandi er vorboði. Hann vekur upp gamlar kenndir og minnir mann á annað líf og litríkara, sumarlífið. Mars kemur í kjölfar verstu veðurmánaða ársins: janúar og hinum hrútleiðinlega febrúar, sem er svo tíðindalítill, þar sem mannsandinn rís einna hæst við að rífa í sig úldin kynfæri af sauðfé; að dag einn var tekin ákvörðun um að hafa hann einungis tuttugu og átta daga. Í marsmánuði er vorjafndægur, þar sem jafn langt er í lengstu nóttina og bjartasta daginn. Tíðafar oftar slæmt, en á það til að sýna leiftur af liðnum tíma og vekja upp vonir um grillmat og útiveru í aðeins minna en fjórtán flíkum.
Jón Daníelsson hélt því fram í flestum fjölmiðlum síðustu helgi að Seðlabanki Ísland þyrfti eiga nóg af seðlum til að borga út í seðlum allar bankainnstæður á landinu og þess vegna væri hættulegt að taka einhliða upp nýja mynt. Þetta væri rétt ef engin verðmæti og engin verðmætasköpun ætti sér stað á Íslandi. Sem betur fer er það langt í frá að vera raunin.
Það hefur ekki verið nein gúrkutíð í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Sögulegum réttarhöldum fyrir Landsdómi er nýlokið, sérstakur saksóknari er farinn að gefa út ákærur, Eurovision-myndbandið var frumsýnt í vikunni og það er alltaf nóg að gerast í boltanum.
Nafn Josephs nokkurs Kony er líklega með þekktari nöfnum veraldar í dag, alræmt væri þó líklega réttara orðalag. Á hann þessa nýtilkomnu upphefð að þakka samtökum sem kenna sig við heimildarmynd sem kom út árið 2004 og kallast Invisible Children. Hafa samtökin allt frá þeim tíma barist fyrir friði á svæðinu og handtöku leiðtoga LRA-samtakanna, áðurnefnds Josephs Kony.
Það hefur varla farið framhjá nokkrum hér á landi að nú standa yfir réttarhöld, en síðasti dagur málflutnings var á föstudaginn. Í fyrsta skipti í sögunni er Landsdómur saman kominn, í þeim tilgangi að rétta yfir fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde. Landsdómur hafnaði þó kröfu fjölmiðla um að annað hvort sjónvarpa eða útvarpa beint frá réttarhöldunum.
Seðlabankinn er smám saman að festa þjóðina í illvígum vítahring. Stjórnmálamenn þurfa að grípa í taumana, taka völdin í gjaldeyrismálunum og lágmarka þann vanda sem við er að glíma. Annars liggur leiðin bara í eina átt – og ekki mjög góða.
Þessi pistill átti upphaflega að heita „Leikskólinn við Austurvöll“. Svo varð mér hugsað til leikskólanna og hversu mikilvægu hlutverki þeir gegna í samfélaginu – og hversu mikla virðingu ég ber fyrir starfinu sem þar fer fram. Því miður get ég ekki sagt það sama um fyrirbærið við Austurvöll, Alþingi Íslendinga. Alþingi hefur auðvitað því mikilvæga hlutverki að gegna að setja lög og fyrir því er rétt að bera virðingu. Hvernig er þó hægt að bera virðingu fyrir Alþingi þegar svo virðist sem alþingismennirnir sjálfir beri litla sem enga virðingu fyrir sínum eigin störfum?