Enginn hefur kallað mig frjálshyggjusauðnaut í nokkrar vikur, gera þarf bragarbót á því. Meðan ég man: Besta gjöfin sem hægt er að gefa annarri manneskju: Peningar.
Category: Deiglupistlar
Fjölmiðlanefnd hefur nýlega haft afskipti af dagskrárgerð nokkurra fjölmiðlafyrirtækja – nefndin heimtar íslenska þýðingu á spekinni úr Ryan Seacrest og vill ekki hafa það að heimamenn á Englandi fái að miðla upplýsingum um gang mála í þarlendum fótboltaleikjum.
Þar sem ég beið í prófkjörsröð benti kona á fjögurra ára son minn og sagði: “Duglegur að bíða í röð þessi.” Skömmu síðar rann það upp fyrir mér að ég hef aldrei verið fjögurra ára að bíða með foreldrum mínum eftir því að fá að kjósa. Okkar biðraðir voru eftir skömmtunarmiðum.
Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar um helgina varpaði ljósi á tvö atriði. Fyrra atriðið er að Jóhanna hefur ekki lengur neitt fram að færa og því rétt hjá henni að draga sig í hlé. Seinna atriði er að innan Samfylkingarinnar virðist vera vaxandi áhugi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Nú fyrir helgi og svo aftur eftir að úrslit kosninga um tillögur stjórnlagaráðs lágu fyrir varpaði Jóhanna Sigurðardóttir fram þeirri hugmynd að endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga ætti að leggja í aðra þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kosningum í vor. Þetta er ekki það sem ákveðið var þegar boðað var til atkvæðagreiðslunnar.
Kæri Gouda ostur. Ég sé að þú ert að skipta um nafn og ætlir að kalla þig Góðost. Til hamingju með það. Það eiga allir rétt að heita það sem þeim sýnist. Þú birtir umsókn fyrir nafnabreytingu þinni í blöðum. Í reitnum “ástæður fyrir umsókn” skrifar þú: “Mér var bara farið að finnast asnalegt að vera með útlenskt nafn þegar ég er í raun rammíslenskur.”
Landsmenn fengu þær fréttir snemma laugardagsmorguns að lögreglan hefði kvöldið áður handtekið mann og lokað veitingastað vegna gruns um að þar hafi farið fram fjárhættuspil. Fólk getur áfram sofið rótt um nætur vitandi að lögreglan gómar glæpamenn og stendur vaktina við að tryggja almannareglu. Innanríkisráðherra hlýtur að lofa sína frammistöðu í málinu og boðar væntanlega í framhaldinu hertar aðgerðir til að uppræta í eitt skiptið fyrir allt þennan ósóma úr samfélaginu.
Haft er eftir hagfræðingnum Ha-Joon Cang, frá S-Kóreu, í fyrirlestri sem hann hélt á Íslandi á dögunum, að 95% hagfræðinnar væri almenn skynsemi og 5% sé látin líta út fyrir að vera flókin. Það er nær að segja að 95% af bókinni hans, 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá, á lítið skylt við hagfræði heldur sver sig frekar í ætt við pólitískan áróður uppklæddan í sniðugan búning.
Stefán Ólafsson prófessor ritar undarlegt greinarkorn á vefsvæði sitt á Pressunni þar sem hann gerir sér mat úr því að fólk tali enn um það að kommúnisminn hafi verið vond stefna. Ég meina hvað er að fólki, það eru heilir tveir áratugir liðnir!
Tveir merkilegir en ólíkir atburðir prjónuðust saman í vikunni. Á meðan vísindamenn sannfærðust betur um tilurð og tilvist alheimsins með því að finna kenningu Higgs stoð skapaðist talsverð óvissa á Íslandi hvað væri íslensk lopapeysa og hvenær peysa úr lopa, samkvæmt eiginleikum Johnsen-lopaeindarinnar, væri framleidd af íslenskum konum á Íslandi. Samanlögð óvissa í heiminum minnkaði því lítið.
Um allan heim er ráðist á fjölskylduna. Verstu árasirnar koma frá fólki sem notar orð á borð við: „Um allan heim er ráðist á fjölskylduna.“
Á nokkurra ára fresti rekur upp á yfirborðið ný fyrirtæki sem virðast ósigrandi. Xerox var eitt sinn þannig fyrirtæki, IBM einnig. Síðan kom Microsoft. Síðan kemur Google og allt sem fyrirtækið snertir verður gagrandi snilld: Þeir eru með bestu leitarvélina, vinsælasta netfangaþjóninn og starfsmenn sem eyða tíma sínum í að hanna bíl sem keyrir sjálfur. Svo kemur Facebook, fyrirtæki sem virðist um stundir netinu stærra. En ekkert af þessu varir að eilífu.
Þeir sem gagnrýna aðra fyrir að gera eitthvað „bara“ til að að græða á því átta sig örugglega sjaldnast á því hve erfitt það getur verið að græða á einhverju.
Einhverjum kann að finnast það við hæfi að reisa skúlptur hjá Alþingi þar sem þingmenn eru minntir á að þeir verða lamdir ef þeir standa sig ekki í vinnunni. Mér finnst það ekki. Hvað gerum við þá?
Líklegast hafa fleiri migið á vegg í miðbæ Reykjavíkur, brotið glös og hent áldósum gangstétt en vilja við það kannast. Án þess að slík hegðun sé endilega til eftirbreytni, þá hafa flestir einhvern tímann verið ungir, heimskir og fullir. Margt má betra við tímann en að hneykslast á því að drukkið fólk drasli oft út.
Þann 30. maí mun hópur íslenskra og erlendra frumkvöðla koma saman til skrafs og ráðagerða þar sem leitast verður svara við spurningunni: „hvernig búum við til frjósaman jarðveg fyrir sprotafyrirtæki?“. Ráðstefnan, sem heitir Startup Iceland (sem má bæði þýða sem „Ræsum Ísland“ eða „Sprotafyrirtækið Ísland“), er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en stefnt er að því að viðburðurinn verði árlegur að hætti Iceland airwaves.
Borgarskipulag þarf ekki alltaf að einkennast af vexti, þéttingu, niðurrifi og enduruppbyggingu, þó það virðist oft vera raunin. Heldur eru félagslegu þættir borga alveg jafn mikilvægir; hvað það er sem fær fólki til að líða vel í borg, hvað það er sem skapar lífsgæði og vellíðan á stað sem fólk býr eða dvelur á.
Undanfarið hefur verið gríðarleg umræða um að Ipad-væða grunnskóla. Sú umræða er með öllu ótímabær og mun nær væri að huga að því hvernig hægt er að efla raunvísinda og tæknimenntun í skólunum.
Geir H. Haarde var í gær sýknaður af öllum efnislegum atriðum í landsdómsmálinu en dómurinn var ekki sáttur við tíðni funda. En það má ímynda sér heim þar sem ríkisstjórnarfundur hefði gert gæfumuninn um afdrif bankanna. Deiglan býður í dag upp á útfærslu í einum þætti.
Uppfinning er ný hugmynd sem hefur ekki verið tekin í notkun en nýsköpun er uppfinning sem er notuð. Þessi aðgerð, frá tilbúinni hugmynd, á markað, er oft gefin of lítill gaumur. Sumir telja að það eina sem skipti máli sé að búa til bestu vöruna og þá muni árangur koma af sjálfum sér. En er ferðalag nýrrar vöru, eða hvaða hugmyndar sem er, í gegnum samfélagið, að einhverju leyti þekkt?