Hvaða skoðun hefur trúuð lattelepjandi kjötæta?

Samfélag manna tekur sífelldum breytingum og það virðist jafnframt sífellt verða flóknara og margbreytilegra. Það er því að vissu leyti skiljanlegt að leitað sé leiða til að skilja og skilgreina aðra. Vandamálið er hins vegar að skoðanir einstaklinga eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Þessi endalausa þráhyggja að flokka fólk og skilgreina það útfrá ákveðinni lífsskoðun, samfélagsstöðu, kyni, kynþætti, kynhneigð eða hvað eina er of mikil einföldun. Það gengur ekki upp að nota ákveðið viðhorf eða skoðun á einu málefni sem forsendu eða staðfestingu á öðru algjörlega ótengdu málefni.

Ábati innflytjenda

Fólksflutningar færir það frá stöðum þar sem það skilar minni framleiðni yfir á staði þar sem það skilar meiri framleiðni. Þetta eykur hag bæði þess sem flytur og áfangastaðarins. Þeim mun færri hindranir sem eru í þessu ferli því betur gengur fólki að flytja þangað sem það skilar hæstri framlegð.

Hvað ef Brasilía vinnur ekki HM?

Þeir eru eflaust ófáir sem bíða með óþreyju eftir því að klukkan slái átta á fimmtudagskvöld þegar flautað verður til leiks í São Paulo þar sem opnunarleikur Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fer fram. Heimamenn taka þá á móti Króatíu og hefja þar með veisluna, eins og HM er gjarnan kallað, en mótið er vinsælasti íþróttaviðburður í heimi og slær út sjálfa Ólympíuleikana.

Pólitíska breytan í heimilisbókhaldinu

Ég sit og smelli tölum í dálka, krota einhverjar niður á blað. Skoða skilmála á heimasíðum lánastofnana. Skoða hvað hús kosta. Skoða hvað ég get verið lengi að safna fyrir einu slíku. Set dæmið upp. Reiknireikn.

Burtu með fordóma

Pollapönk hafði varla sleppt orðinu á sviðinu í Kaupmannahöfn þegar í ljós kom að boðskapur þeirra um fordómaleysi hafði svo sannarlega ekki náð til allra landsmanna. Þegar rétt rúm vika var til kosninga ákvað oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík að lýsa þeirri skoðun sinni að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku á meðan hér væri þjóðkirkja.

Húrra fyrir okkur

Flestir hafa skilgreint sig einhvers staðar á hinum pólitíska ás. Þú hefur einhverja hugmynd um hvort þú ert vinstri eða hægri manneskja, aðhyllist frjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Vandamálið við sveitastjórnarkosningar er að það er vonlaust að stilla hinn pólitíska ás á þau málefni sem rætt er um í aðdraganda kosninga. Er það hægri eða vinstri stefna, frjálshyggja eða jafnaðarstefna að vilja þétta byggð eða vilja flugvöllinn burt? Það þarf því engan að furða að algengasta svarið við spurningunni „hvað ætlarðu að kjósa? “ er „ég veit það ekki.“

Allslaus í Reykjavík

Með sveitastjórnarkosningar á næsta leyti velti ég fyrir mér hvað manneskja eins og ég sem á engin börn, enga fasteign, engan bíl, er ekki eldri borgari og nýti í raun mjög litla þjónustu á vegum míns sveitafélags Reykjavíkurborgar, eigi að kjósa í kosningunum? Það er yfirleitt ekki mikið rætt eða gert fyrir okkur sem föllum ekki inn í þessi týpísku hólf. Því fyrir manneskju sem vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi er mikilvægt að velta fyrir sér hvað skiptir í raun máli fyrir mig í sveitastjórnarmálum.

Pólitískur ómöguleiki

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar um slit á aðildarviðræðum við ESB hefur vakið furðu og reiði hjá stórum hluta þjóðarinnar ef marka má undirskriftir, mótmæli og almenna umræðu. Fólk er reitt yfir því að ríkisstjórnin hyggst svíkja kosningaloforð sem var haldið á lofti fyrir síðustu alþingiskosningar og einnig yfir málflutningi ráðherra þegar þeir reyna að verja þá ákvörðun með tilvísun í landsfundaályktanir, líkt og kosningaloforð skipti ekki máli. Og reiðin er blandin undrun. Afhverju að slíta viðræðum núna?

Kjósum

Nú kemur hver skoðanakönnunin á fætur annarri um ESB og nú síðast í dag voru þessi kröftugu mótmæli á Austurvelli. Það hlítur að teljast nokkuð góður árangur hjá Samfylkingunni að ná þessu máli aftur á dagskrá þar sem að í kosningunum 2013 hafði enginn áhuga á að ræða þetta eina stefnumál Samfylkingarinnar.

Réttlát málsmeðferð orðin tóm?

Hinn 12. desember sl. gekk dómur í svokölluðu Al-Thani máli þar sem fjórir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hlutu þunga dóma fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þegar hófust deilur um hvort sakfellingin væri réttmæt að lögum en öskrandi riddarar lyklaborðsins í athugasemdakerfunum voru á einu máli um að refsingin væri hvergi nánda nægileg. En kannski fór alvarlegasti annmarki dómsins hljótt í fyrstu.

Hvað ertu að þvælast þetta, Illugi?

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, gerði vel þegar hann varpaði útí hafsauga tillögum embættismanna í menntamálaráðuneytinu um nokkurs konar karakterumsögn sem kennarar skyldu veita stúdentum við brautskráningu. Hitt er öllu lakara hjá Illuga að gera sér ferð á Ólympíuleikana í Rússlandi í þessum mánuði.

Miðinn er of dýr

Stundum finnst mér eins og það væri kannski eðlilegra og á margan hátt heppilegra ef ég væri fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Völvuspá 2014

Samkvæmt gamalli áramótahefð tóku erindrekar Flugufótarins hús á hinni landsfrægu og óskeikulu völvu, Völu Kazcynski, til þess að fá innsýn inn í árið 2014.

Jólahugvekja 2013

Í kirkjusögunni er kjör Frans páfa merkasti atburður þessa árs að flestra mati. Katólska kirkjan er lang stærsta kirkjudeildin í almennri kristni og það skiptir máli hver situr í stóli páfa og hvaða erindi berst þaðan til heimbyggðarinnar.

Lausnarorðið er… Subway

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn. Það er nefnilega alveg rétt hjá Jóni Gnarr borgarstjóra að skólakerfið mætti alveg vera meira eins og Subway og því miður er Sjálfstæðisflokkurinn stundum heldur of sósíalískur stjórnmálaflokkur. Og til viðbótar alveg örugglega íhaldssamari en góðu hófi gegnir. Fólk á að hafa val um það hvernig það kýs að haga lífi sínu. Það vill stundum gleymast og merkilega oft líka í Sjálfstæðisflokknum. Ef út í það er farið er ansi margt sem mætti vera eins og á Subway.

Ríkiskirkjan í Efstaleiti

Gæti það ekki orðið grundvöllur að „sátt um Ríkisútvarpið“ að skattgreiðendur mættu ráðstafa útvarpsgjaldinu með sambærilegum hætti og þeir geta ráðstafað sóknargjöldum?

Lofsverð greind?

Að hrósa börnum fyrir greind skemmir áhugahvöt þeirra og dregur úr árangri.

Hamingja ofmetin – peningar vanmetnir

Hamingja er í tísku. Það er líka í tísku að segjast vilja vera hamingjusamur en ekki ríkur. Og gott og vel. Ekki ætla ég að skipta mér að því ef einhver vill frekar vera hamingjusamur en ríkur. Fínt, ef það gerir einhvern hamingjusaman.

Er engin munur á erlendri fjárfestingu og erlendu láni?

Erlend fjárfesting í hátæknifyrirtækjum hefur verið í umræðunni í kjölfar ummæla aðila innan Samtaka Iðnaðarins um brottflutning sprotafyrirtækja af landinu. Forsætisráðherra brást við þessum ummælum með því að segja að erlend fjárfesting sé í eðli sínu lík erlendri lántöku þar sem erlendi fjárfestinn vilji fá ávöxtun á fjármagn sitt. Þetta er heldur ónákvæmur samanburður og gefur ranga mynd.

Bannað að auglýsa Legó

Fyrir tveimur árum voru settar takmarkanir á tjáningarfrelsi sem standast ekki stjórnarskrá. Nú er verið að dæma fólk fyrir að brjóta þær. Undarlegur er húmor þeirra sem sjá það helst í þessu máli að einhver hafi haldið því fram að fullorðið fólk gæti horft á Skoppu og Skrítlu.