Kynslóðin sem er skítsama um Staksteina

Flestir þeirra sem nú sitja á ráðherrastólum og starfa í íslenskum stjórnmálum eru af kynslóðinni sem stundum er kölluð X kynslóðin. X-ið hefur verið þarna af því að kynslóðin hefur ekki verið kennd við neitt sérstakt. Þessi kynslóð hefur hins vegar náð að marka sér þá sérstöðu í íslenskum stjórnmálum að vera kynslóðin sem mistókst […]

Fjölhyggjan

Um daginn færði einhver mér fallega kókflösku sem á stóð: „Njóttu Coke með Pawel.“ Einn kostur við  hinn frjálsa markað er það er innbyggt í hann fordómaleysi gagnvart peningum. Menn geta þannig spurt ráðherra og rifist í blöðum um það hvort það eigi að hafa pólskumælandi starfsmenn í Vinnumálastofnun, en þegar kemur þjónustu einkafyrirtækja þá þarf slíkt […]

Vélarnar taka völdin

Þegar saga mannkyns er skoðuð þá blasir við ansi einsleit mynd (tölulega séð) í mjög langan tíma þar til ein uppfinning verður þess valdandi að þróun mannskyns fer af stöðnun inn á veldisvöxt. Það var beislun James Watts á gufuaflinu þar sem aldargömlum starfsháttum sem byggðust upp á nýtingu vöðvaafls (manns eða vinnudýra) voru loks […]

Strákar fyrir stelpur

Þann 20. september síðastliðinn hélt Emma Watson ræðu við upphaf herferðar á vegum UN Women sem kallast HeForShe. Í ræðunni hvatti Watson karlmenn að ganga til liðs við kvennréttindabaráttuna. Megininntak ræðunnar og herferðarinnar er að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna sé ekki einkamál kvenna og svo að raunverulegt jafnrétti sé mögulegt þurfi karlmenn að taka afstöðu […]

Þetta er bara algerlega rangt hjá þér!

Hversu oft hefur einhver viðmælandi, í sjónvarpssal, sagt nákvæmlega þetta við andmælanda sem svarar í sömu mynt? Samt getur einungis annar þeirra haft rétt fyrir sér. Varla eru menn farnir að ljúga. Ekki beint en staðreyndir virðast ekki skipta máli þegar að ólíkar afstöður eru rökræddar nú til dags. Hlutverk fréttamanna í svona aðstæðum felst […]

Fjölmiðlapólitík í leikhúsinu

Hræringar í fjölmiðlaheiminum undanfarnar vikur hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Það hefur komið berlega í ljós að fjölmiðlamenn eru ekki hlutlausir frekar en stjórnmálafræðingar eða nokkur önnur manneskja ef því er að skipta. Það er hins vegar engin klisja að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið – það hefur mjög skýra birtingarmynd á Alþingi. Samspil fjölmiðla […]

Hættum að umbera samkynhneigða

Það þykir flott að vera umburðarlyndur og menn keppast við að lýsa sjálfum sér sem umburðarlyndum einstaklingum. Sem orð er umburðarlyndi í tísku.

Á maður að standa í þessu?

Vefritið Deiglan var stofnað fyrir rúmum fimmtán árum. Á þeim tíma sem liðinn er hafa þúsundir pistla um hin ýmsu mál verið birt. Yfir hundrað manns hafa verið Deiglupennar og eftir marga liggur nú orðið umtalsvert mikið efni sem ýmist hefur birst á þessum vef, í dagblöðunum eða annars staðar.

Rammagerðin

Jæja, mánudagur í dag. Veðrið er alltaf til umræðu, hvernig sem það er. Það er farið að dimma, haustið er komið, börnin farin í skólana, sumarfríið búið og fólk að detta aftur í rútínuna. Þangað til blessuð jólin koma. Svo er ýmislegt í fréttum.

Einföldu reglurnar

Við þurftum ekkert að líta á dagatalið þessa helgina til að vita að haustið er komið. Það skall á okkur. Haustinu fylgja ekki einungis haustlægðir með fjúkandi trampólínum og stífluðum niðurföllum. Haustið er, rétt eins og áramótin, tími til að setja sér ný markmið. Fríið er búið og verið er að skipuleggja rútínuna sem framundan […]

Er pabbahelgi?

Eitt sinn sat ég með vinkonu minni og sagði henni mjög ákaft frá frábærum manni sem ég þekkti sem væri nýskilinn en hann væri með börnin jafn mikið og jafnvel meira en mamman, þau skiptu öllu á milli sín. Mér fannst þetta stórmerkilegt og hann var svo duglegur í mínum augum. Vinkona mín horfir á mig og segir: ,,Stella afhverju er hann duglegur, hann er ekki duglegur, hann er bara að gera það sem hann á að gera“. Þetta var ekki árið nítíu og eitthvað, nei þetta var 2011.Ég hugsaði við þessi ummæli hennar „hversu forn í hugsun er ég eiginlega“.

Fólkið sem lifir af

“Af öryggisástæðum eru farþegar beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum þangað til að flugvélin hefur numið staða og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum.”

Meira erfitt

“Réttindi okkar koma frá Guði, ekki ríkisstjórninni”. Þannig hljómaði þýðing íslenskra miðla á lífsskoðun stjórnmálamanns í Repúblikanaflokknum. Það var hlegið að þessu á íslenska netinu. Ég veit að þessi setning er röng. Og hún er undirstaða alls sem ég trúi á.

Erfitt eitt

Ég er hægrimaður. Ég trúi ekki á guð. Ég þykist vera vísindalega þenkjandi. Stundum finnst mér eins og ég sé búinn að negla heimsýn mína og hugmyndafræði í nokkuð þéttan pakka en af og til rekst ég á það að ég á erfitt með að rökstyðja það sem ættu að vera algerar forsendur þess sem ég trúi á.

„Þú mátt ekki eiga þennan gjaldeyri!“

Öskra starfsmenn seðlabankans á meðan þeir hrista klinkið úr vösum íslenskra ferðamanna við heimkomu í Leifsstöð. Gjaldeyrishöftin eru kannski ekki svona slæm en stundum sé ég þetta fyrir mér svona. Reglurnar eru nefnilega nokkuð kómískar. Bannað er að eiga gjaldeyri nema ef þú ert að fara erlendis þá máttu fá smá en þá er bannað að taka með krónur því að þær má bara nota innanlands. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta hálf kjánalegt.

Frjáls Palestína

Á miðvikudaginn síðastliðinn söfnuðust um þrjú þúsund Íslendingar saman á Ingólfstorgi til þess að sýna íbúum á Gaza samstöðu. Þá höfðu um 700 manns látist frá því að núverandi átök hófust og til að sýna hverri einustu manneskju sem látist hefur á Gaza undanfarið virðingu, var lagður blómsveigur að stjórnarráðinu með nöfnum látinna og í lok samstöðufundarins lögðust 700 Íslendingar í grasið á Arnarhóli.

Framsókn – það sem er þér fyrir bestu?

Framsóknarflokkurinn hefur mikinn áhuga á því hvernig fólk á að haga sér og þar á meðal á því hverju fólk trúir, hversu hreint kjöt það borðar og hvar það kaupir áfengi. Einhverjir Framsóknarmenn virðast líka líta svo á að í orkan í Evrópusambandinu sé óhrein, að námsmenn sem skili sér ekki heim þurfi að greiða fyrir það og að skoða eigi ökklabönd á tiltekna hælisleitendur.

„.. en ef við látum leka því hann sé geðveikur?“

Ég vann nokkur misseri og sumur í Háskóla Íslands, bæði í meistaranámi sem og í minni verkefnum í grunnnáminu. Það væru ýkjur að halda því fram að starfsmenn Háskólans gerðu ekkert í kafftitíma sínum annað en að tala illa um Hannes Hólmstein. Í minningunni var hlutfall þess tíma sem fór í að tala illa um Hannes kannski nær því að vera 20-30%. En ég man að nóg þótti mér það stundum samt.

„Inspired by the Weather“

Líf og viðurværi þjóðarinnar hefur löngum verið háð duttlungum veðursins. Í dag stjórnar það þó ekki eins miklu og það gerði áður fyrr. Nútímbyggingar skýla okkur að mestu fyrir veðri og vindum. Það má hins vegar segja að lífsþróttur íslensku þjóðarinnar sé beintengdur við fjölda sólarstunda og það skyldi ekki vanmeta.

HM íþróttaáhugaleysingjans

Íþróttaáhugaleysingjar eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hver einasti fréttatími er uppfullur af fréttum um afrek manna á knattspyrnuvellinum, fátt annað virðist sýnt í sjónvarpinu og lítið annað er rætt um á kaffistofum landsins. Áhugaleysi þýðir útskúfun. Hér er á léttum nótum fjallað um þennan ólánshóp.