Við fylgdumst að inn í fullorðinsárin. Kannski of snemma. Kannski of hratt. En samt – eins og síðar kom á daginn – við máttum engan tíma missa.
Category: Deiglupistlar
Stjórnarandstöðunni á Alþingi virðist vera lífsins ómögulegt að fá frumvörp samþykkt. Sama hversu góð þau eru. Aðeins þau mál sem koma frá meirihlutanum eru líkleg til þess að fá brautargengi. Sama hvaða flokkar eru í meiri- og minnihluta. Þannig virkar pólitíkin. Já þannig virkar úrelt, hundleiðinleg og úr sér gengin pólitík. Pistlahöfundur starfar á öðrum […]
Í morgunrútínunni kemur það iðulega fyrir að ég gleymi einhverju. Lyklar, veski, jakkar, hleðslutæki fyrir tölvu, tölvan sjálf, frakkar og útiföt fyrir dætur mínar, aðra eða báðar, eru allt dæmi um hluti sem uppgötvast stundum þegar líður á morguninn að eru ekki á sínum stað með tilheyrandi skyndi u-beygjum eða skottúrum heim. Einn hlutur hefur […]
Jafnréttisbaráttan snýst ekki lengur um lagalegt jafnrétti, því hafa kynslóðirnar á undan okkur náð fram og eiga skilið þakkir fyrir það. Jafnréttisbaráttan í dag er brátta um viðhorf, að litið sé á konur og karla sem jafningja á öllum sviðum, ekki bara í stjórnmálum, líka þegar kynin velja sér starfsvettvang, í foreldrahlutverkinu o.s.frv. Með nýrri […]
Nú gengur sá tími árs í gang þar sem þúsundir háskólanemenda þreyta jólapróf við þá fjölmörgu háskóla sem starfræktir eru á hér á landi. Þetta tímabil einkennist oft á tíðum af takmörkuðum svefni, legusárum á sitjandanum, reglulegum stressköstum og óhóflegri kaffidrykkju. En þetta er yfirleitt bærilegt fyrir þær sakir að nemendur sjá þetta tímabil einfaldlega […]
Ríkisstjórnin er búin að efna eitt stærsta loforðið sitt, þvert á svartsýnisspár og gagnrýnisraddir. Skuldaleiðrétting – tékk! Eins mikið og hægt er að gagnrýna og deila um þetta mál er ljóst að framkvæmdin og ekki síst framkvæmdartíminn hefur fallið vel í kramið hjá þjóðinni. Næst á dagskrá eru gjaldeyrishöftin. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa gefið […]
Hvernig væri að láta tryggingarfélag sem rekið er í hagnaðarskyni annast rekstur heilbrigðisþjónustu, umönnun sjúklinga og fleira? Það liggur við að ég heyri skandífasista allra skúmaskota skjótast fram, organdi og emjandi: Er ykkur ekkert heilagt, þarna öfgaofstopa frjálshyggjupakk?! Á nú að fara að einkavæða krabbameinið og selja liðagigtina hæstbjóðanda?! Ég átti þess kost fyrir ári […]
Í heimsstyrjöldinni fyrri kom babb í bátinn hjá fréttaþjónustu William Randolph Hearst, The International News Service. Fréttaveitan hafði fjallað um mannfall Breta með óhagfelldum hætti, og missti í kjölfarið ýmis fríðindi sem öðrum stríðsfréttariturum stóðu til boða, svo sem aðgang að víglínunum og símskeytaþjónustu bandamanna, sem gerðu þeim kleift að senda fréttir frá Evrópu til […]
Rafræn skilríki hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem ætlast er til að einstaklingar noti þau til að samþykkja eða synja skuldaleiðréttinguna. Mikil óánægja var vegna kostnaðarins við skilríkin og fannst mörgum einkennilegt að ríkið skildi skuldbinda fólk til að eiga viðskipti við fyrirtækið Auðkenni sem er í eigu einkaaðila til að sækja sér […]
Fyrr á þessu ári varð vinsæl umræðan um aðförina að fjölskyldubílum. Þar var því velt upp hvort skipulega væri unnið gegn bílaeign og kvartað undan skilningsleysi yfirvalda á hlutskipti þeirra sem væri nauðugur einn kostur að fara allra sinna leiða á sjálfrennireið. Í sumar kom fram áhugaverð skýrsla um framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu sem var unnin […]
Þetta eru rök sem heyrast iðulega þegar einhver mælir fyrir auknu frjálsræði varðandi verslun á áfengi, eins og t.d. hefur verið gert með frumvarpi sem lagt var fram á þingi fyrr í vetur. Þetta eru rök þeirra sem eru á móti breytingunni en vilja ekki stíga fram og segja það beint út. Í staðinn er […]
Almenningur ber lítið traust til Alþingis samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Alþingi (Traust til Alþingis, maí 2013). Þá hefur almenn kosningaþátttaka farið minnkandi. Hvorugt er gott í lýðræðisríki. Í sömu rannsókn kom fram að umrætt vantraust beindist að mestu leyti að samskiptamáta þingmanna, framkomu þeirra, vinnulagi á Alþingi og ómálefnalegri umræðu […]
Ég sé að ÁTVR hafi séð ástæðu til að bregðast við grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið þann 11. október. En ábendingar ÁTVR um að stofnunin veitti öllum sem vildu upplýsingar um starfsemi sína væru ögn marktækari ef hún þá gerði það. Þann 1. ágúst send ég eftirfarandi póst á fyrirtækið: “Sæl, Í auglýsingum frá […]
Gætu þetta verið einkunnarorð Íslendinga? Eða væri kannski betra að nota: „Hann sér um reikninginn.“ Það er líklega of írónískt þar sem landinn keppist við að borga fyrir hvern annan á börum borgarinnar. Samt þegar að kemur að því að taka höndum saman þá er annar tónn í fólki. Vissulega er langt því frá að […]
Einu mennirnir með viti fara yfir helstu fréttir síðustu viku og ræða efni sem birst hefur á vefritinu. Þeir setja fram nýstárlegar hugmyndir um stefnumörkun í menningarlífi og fíkniefnamálum og komast að þeirri niðurstöðu að Facebook sé mannskemmandi syndabæli.
Leigumarkaðurinn í 101 er að breytast mikið. Ég hef mikið fylgst með leigusíðunum og er sjálf nýflutt af Laugaveginum austur yfir Snorrabraut. Þegar verið er að leita að íbúð þá fylgist maður grannt með framboði og eftirspurn á leigumarkaðnum. Í dag er það þannig að mikið af fólki sem ég þekki hefur nýlega flutt sig […]
Já þetta er nýyrði. Orðið er ekki til þegar maður „googlar“ það og Árnastofnun hefur ekki (enn) tekið það upp. Hvaða annað orð gæti betur lýst fíkn í samskiptamiðla ef ekki þetta? Sú umræða verður sífellt háværari um alvarleika netnotkunar og þá staðreynd að mannleg samskipti eiga töluvert undir högg að sækja með tilkomu snjallsímanna. […]
Börn eiga það til að segja manni hispurslaust hvað þeim finnst, þau hafa ekki lært að filtera skoðanir sínar eins og við fullorðna fólkið. Börn hafa heldur ekki tilhneiginguna til að segja „Nei, nei það er búið að skoða þetta og þetta virkar ekki“, þau segja ekki „Nei þetta er ekki hægt“, þau hugsa frekar […]
Því miður, lesandi. Þú hefur verið blekktur. Þessi pistill inniheldur ekki tíu ástæður fyrir einu né neinu. Reyndar er hann ekki einu sinni á listaformi, heldur textahlemmur sem krefst lesturs frá orði til orðs. Hann er meira að segja svolítið langur. Ég valdi pistlinum hinsvegar þessa fyrirsögn svo þú fengir á tilfinninguna að hann væri […]
Fyrir stuttu sá ég mynd af Neanderdalskonu sem er svosem ekki í frásögur færandi fyrir utan það að fram að því hafði ég bara séð myndir af Neanderdalskörlum. Miðað við grunnþekkingu á því hvernig tegundir fjölga sér myndi ég varlega áætla að það hafi verið álíka margar konur og karlar til að viðhalda tegundinni, nema […]